Bændablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 23

Bændablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Einföld þumalfingursregla segir að taka eigi sumargræðlinga þegar nývöxturinn er orðinn það stífur að hann bogni ekki án átaks en ekki svo trénaður að hann brotni. Best er því að taka sumargræðlinga þegar lengdarvexti ársprotans er um það bil að ljúka. Auðvelt er að fjölga flestum skrautrunnum með sumargræðlingum en mismunandi er milli tegunda hve- nær þeir hætta að vaxa á sumrinu. Taka skal græðlinga af tegundum sem ljúka vexti fyrri part sumars, til dæmis af sýrenu, kvistum og toppum uppúr miðjum júlí. Græðlinga af teg- undum sem vaxa lengur, til dæmis runnamuru, er hægt að taka seinna og jafnvel fram á haust. Eins og allar plöntur sem ræktaðar eru af græðlingum eru plöntur af sum- argræðlingum erfðafræðilega eins og móðurplantan og því mikilvægt að velja eingöngu hraustar og fallegar móðurplöntur. Sumargræðlingar ræta sig yfirleitt á 4 til 6 vikum. Mega ekki þorna Sumargræðlingar mega ekki þorna og því mikilvægt að setja þá strax í vatn, plastpoka eða blautan pappír eftir að þeir eru klipptir af móðurplöntunni og halda þeim rökum þar til þeim er stungið niður. Áður en græðlingunum er stungið niður þarf að klippa þá, bæði ofan og neðan við sitt hvort blaðparið, og hafa þá 8 til 15 sentímetra langa. Neðra blaðparið er síðan fjarlægt og það efra klippt í tvennt, séu blöðin stór, til að draga úr útgufun. Hafi greinar sem notaðar eru í græðlingaefni myndað blómvísi fyrir næsta ár skal klippa hann burt. Einnig er æskilegt að fjar- lægja þyrna af þeim hluta rósa- eða stikilsberjagræðlinga sem á að ræta sig. Gott er að stinga blaðlausa enda græðlingsins í rótarhvata til að örva rætingu, áður en honum er stungið niður. Best er að stinga græðlingum í hreinan vikur eða blöndu af vikri og sáðmold. Hæfileg blanda er 60% vikur og 40% sáðmold. Blandan hefur þann kost umfram gróðurmold að hún inniheldur lítið af örverum og því er minni hætta á að græðling- arnir rotni. Vatn rennur auðveldlega í gegnum blönduna, loftrými í henni er mikið og það flýtir fyrir rætingunni. Til að auðvelda stunguna er þægilegt að hafa lítinn staut, til dæmis austur- lenskan matprjón eða blýant, við höndina og nota hann til að búa til holu fyrir græðlinginn. Græðlingum skal stungið að minnsta kosti að 2/3 hluta niður svo að þeir ræti sig vel. Sumir telja betra að láta græðlingana halla um 60 til 70 gráður þegar þeim er stungið niður, en það er ekki nauð- synlegt. Hæfilegt bil á milli sumar- græðlinga er 3 til 7 sentímetrar eftir grófleika þeirra. Eftir að græðlingunum hefur verið stungið niður skal þjappa lítillega að þeim til að koma í veg fyrir holrými og vökva síðan vel. Svo er gott að breiða yfir ílátið með hvítu eða glæru plasti eða akrýldúk til að halda raka á græðlingunum. Jafnframt verður að gæta þess að ekki verði of rakt á græðlingunum því þá geta þeir rotnað. Birta en ekki bein sól Ílátinu með græðlingunum skal komið fyrir við 18 til 22°C, til dæmis í norðurglugga, og í góðri birtu en ekki beinni sól. Gæta þarf þess að halda vikrinum eða vikur- og sáð- moldarblöndunni rakri með því að vökva reglulega og gott er að úða yfir græðlingana annað slagið. Öll blöð sem kunna að detta af á að fjarlægja við fyrsta tækifæri svo að þau rotni ekki í ílátinu. Misjafnt er eftir tegundum hversu vel þær ræta sig. Birkikvistur og blátoppur eru fljótir til, ræta sig vel og óþarfi að nota á þá rótarhvata. Í öðrum tilfellum er nauðsynlegt að stinga græðlingunum í rótarhvata til að rætingin heppnist. Í vissum tilfell- um er nóg að rispa börkinn lítillega á þeim enda græðlingsins sem stungið er niður til að örva rætinguna. Sveiggræðsla Með sveiggræðslu er átt við að grein sé sveigð niður í beðið og hluti hennar hulinn jarðvegi. Þessi fjölgunaraðferð hentar til dæmis vel fyrir rifs, sólber og Bjarkeyjarkvist. Til að greinin haldist niðri er gott að festa hana með hæl eða að leggja stein yfir hana. Á einu sumri eða tveimur myndar sá hluti greinarinnar, sem hulinn er jarðvegi, rætur og eftir það má klippa greinina frá móður- plöntunni, stinga hana upp og flytja annað. /VH Einar Sigurður Einarsson ræktunarmaður hefur gaman af nýjungum og er duglegur við að flytja inn nýjar tegundir af fræjum og allskonar tæki og tól sem tengjast ræktun. „Ég hef haft gaman af gróðri síðan ég var pjakkur og man eiginlega ekki eftir mér öðruvísi en að fikta við ræktun. Með tímanum hefur áhuginn aukist og ég sé hreinlega ekki hvernig þetta endar.“ Einar er lærður graf- ískur hönnuður og prentari og hefur starfað sem ljós- myndari. Hann hefur nám við Garðyrkjuskólann á Reykjum í haust. Matjurtir í uppáhaldi „Ég panta fræ eftir að hafa lesið mér til um plönturnar sem af þeim vaxa og virðast áhugaverðar til grasalækn- inga, hvaðan þær koma og hvernig þær líta út. Ég hef gaman af því að prófa nýjar tegundir og stenst yfir- leitt ekki mátið, ef ég finn plöntur sem ég hef ekki séð áður, að panta fræ og prófa. Oftast panta ég mikið magn af hverju fræi og ef vel gengur með ræktunina gef ég fræ eða plöntur frá mér til að hliðra til og mynda pláss fyrir næsta fræbakka,“ segir Einar. QR-kóði og aldinþroskamælir Auk innflutnings á framandi tegundum hefur Einar flutt inn forvitnileg tæki sem tengjast ræktun. Má þar nefna pressu- og sykurmæli fyrir ávexti, einkaveðurstöð og LED- gróðurlampa. „Aldinþroskamælirinn er svo mikil snilld,“ segir Einar. „Með tækinu má mæla þroska ýmissa aldina eins og epla og pera. Pressumæling gefur til kynna þ r o s k a s t i g aldinkjötsins. Ljósbrotsmæling metur sykurmagnið s a m - kvæmt svokölluðu Brix-gildi og með því að bera joðupp- lausn á aldinið er sterkju- innihaldið fundið. Allt þetta hjálpar ræktendum og neyt- endum til að vita hvenær er best að tína ávextina eða versla þá. Ég er einnig að kanna möguleika þess að nota QR-kóða fyrir snjallsíma til að koma upplýs- ingum til fólks um ákveðin tré og ræktun. Snjallsímar eru framtíðin og ég er því mjög spenntur fyrir að kanna möguleikana sem þeir bjóða upp á. Í sumar hef ég leikið mér að því að setja niður skrautreyni hér og hvar um landið og þeim fylgir spjald með QR-kóða sem fólk getur skannað og þannig fengið upplýs- ingar um plöntuna í símann sinn, hafi það áhuga.“ E i n a r hefur einnig flutt inn gróð- urlampa með LED-perum sem hann notar til ræktunar árið um kring. „Vinsældir LED-gróðurlampa eru sífellt að aukast í heimaræktun og þeir eyða 50 til 80% minna í orku en hefðbundnir gróðurlampar.“ Veðurstöð fyrir heimili og sumarhús „Gagnlegasta tækið sem ég á er líklega lítil sólarknúin veðurstöð sem ég er með uppi á þaki. Eins og aðrar veðurstöðvar mælir þessi hita-, raka- og vindstig og vindátt, sólskinsstundir og úrkomumagn, en þar að auki er hægt að fá nema sem mæla útfjólublá- geisla og raka- og sýrustig í jarðvegi. Allar þessar mæling- ar eru sendar þráðlaust í tölvu eða síma. Erlendis eru svona stöðvar mikið notaðar til að minna rækt- endur á ef þarf að skýla, vökva eða gefa plöntunum áburð,“ segir Einar að lokum. /VH Nýjasta tækni og vísindi í garðyrkju Ljósbrots mælir Sumargræðlingar Heimagerður rótarhvati Auðvelt er að búa til rótarhvata fyrir sumargræðlinga úr ung- um víði- eða aspargreinum. Börkurinn er skafinn utan af greinunum og marinn dálítið. Síðan er hellt upp á hann sjóð- andi vatni eins og te og látið kólna. Hæfilegt magn af berki í einn lítra af vatni er á stærð við hænuegg, sé honum hnoðað saman. Þegar seyðið hefur kólnað eru græðlingarnir látnir standa í því yfir nótt og þeim síðan stungið í rætingarílát með rökum græðlingasandi. Virka efnið í blöndunni er salisýlsýra, sem finnst í víði og ösp. Áður fyrr var víði- börkurinn notaður til að lina verki. Nú á tímum er í staðinn notuð asetýlsalisýlsýra sem gerð er í lyfjaverksmiðjum og seld í töfluformi sem aspirín eða magnýl. Hugsanlega gæti gert sama gagn að mylja eina aspirín- eða magnýltöflu út í volgt vatn og fara síðan eins að með græðlingana. Pressumælir sýnir sykur- og sýrustig epla og pera og segir til um þroskastig ávaxtanna við ræktun og í ver- slunum. Með tækinu er hægt að fá gildi fyrir ákveðin yrki epla og pera sem segir til um hvenær er best að tína þau og neyta. Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan 1954. Dynjandi örugglega fyrir þig! ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is HEYRNARHLÍ FAR VIÐ VINNUN A! Dynjandi hefur úrval af heyrnahlífum frá 3M. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Birkikvistur. Taka skal sumargræðlinga þegar nývöxturinn er orðinn það stífur að hann bogni ekki án átaks en ekki svo trénaður að hann brotni. Hæfilega stór sumargræðlingur. Garðyrkja & ræktun

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.