Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012
Bændablaðið
á netinu...
www.bbl.is
Pálina Hjaltadóttir er fædd og
uppalin á Bæ, Gunnar Dalkvist er
frá Mýrartungu 1 í Reykhólasveit.
Þau keyptu helminginn af for-
eldrum Pálinu árið 2000 og þá
160 hausa. Þau tóku svo við seinni
helmingnum árið 2005.
Býli? Bær.
Staðsett í sveit? Trékyllisvík.
Ábúendur? Pálína Hjaltadóttir,
Gunnar Dalkvist, Aníta Mjöll
Dalkvist, fædd 2006, Magnea
Fönn Dalkvist, fædd 2008.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Við fjögur, Guðbjörg
Þorsteinsdóttir móðir Pálínu, tveir
hundar; Elding og Bella.
Stærð jarðar? Ræktað land um
40 hektarar, auk dals og hlíða.
Tegund býlis? Sauðfé.
Fjöldi búfjár og tegundir?
Það var talið í vor; 700 hausar í
húsum.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Á sumrin vöknum við þegar við
erum búin að sofa, förum og
vinnum ýmislegt tilfallandi og
skríðum svo í bælið þegar við
verðum syfjuð.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin?
Smalamennskur og sauðburður
þegar vel gengur/sauðburður
þegar illa gengur.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5
ár? Það er spurning.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Fólkið sem
er í forsvari fyrir bændur er að
reyna að gera sitt besta.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Það er nú stóra spurningin. Vel,
ef við segjum nei við ESB. Við
tölum ekki um hinn kostinn.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Í lambakjötinu og mjólk-
urafurðum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, smjör og lýsi.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Fiskurinn og lamba-
kjötið.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar við keyptum féð
frá Hafnardal.
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Bær
Heimasæturnar með uppáhaldshrútnum. Pálína og Gunnar með þær hér að ofan til hægri.
Það er yndislegt á heitum sumardögum að búa sér til
frískandi heilsudrykk til að sötra í góðra vina hópi á
pallinum eða svölunum, nú eða í útilegunni. Hér er það
hugmyndaflugið sem ræður og yfirleitt verður útkoman
ljómandi góð.
Grænn undradrykkur
Fyrir 1
120 g spergilkál, ferskt eða frosið
30 myntublöð
1 epli, kjarnhreinsað
2 dl ferskur eplasafi
1 tsk. anísfræ eða lakkrísrótarduft
Aðferð:
Öllu skellt í blandara og látið ganga í nokkrar mínútur.
(Úr smiðju Þorbjargar Hafsteinsdóttur).
Heilsudrykkurinn Skarpi
1 papaya, (skerið í sundur, hreinsið fræin og afhýðið)
1/2 hunangsmelóna
1/2 glas vínberjasafi
1/4 glas trönuberjasafi
Aðferð:
Þeytið öllu vel saman. Ef þú vilt fá matarmeiri drykk þá bættu
endilega saman við einni skeið af hreinu mysuprótíni. Þessi
er góður fyrir meltingu og nýru.
(Úr smiðju Lifandi markaðar). /ehg
Undradrykkir
til hressingar
www.heimavik.is