Bændablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 20

Bændablaðið - 06.09.2012, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Nú sér fyrir endann á fjós- byggingu hjónanna Berglindar Hilmarsdóttur og Guðmundar Guðmundarsonar á Núpi undir Eyjafjöllum. Góður gangur hefur verið í framkvæmdunum og hyggjast þau taka nýja fjósið í notkun í sumarbyrjun á næsta ári. „Við byrjuðum árið 2008 á fjós- byggingunni, steyptum botnplötu í haughús nokkrum dögum fyrir hrun. Þá var allt sett í frost fram yfir eldgos og lítið gert fyrr en árið 2011 þegar við fórum aftur af stað eftir gosið. Steypuvinnan klárað- ist núna í lok ágúst. Flórbitarnir koma svo frá Líflandi í haust og næsta vor kemur húsið sem við stefnum á að taka í notkun í lok maí á næsta ári. Þetta hefur gengið hægt en örugglega og við erum mjög heppin með mannskap, þetta er einvalalið smiða og allt verið samkvæmt áætlun. Uppi á eldhús- veggnum yfir matarborðinu hangir teikningin af fjósinu sem skellt er á eldhúsborðið þegar smiðirnir koma inn í mat og síðan er skoðað og endurskoðað, allir koma með sitt innlegg, bæði heimilisfólk, smið- ir, gestir og gangandi,“ útskýrir Berglind og segir jafnframt: „Það var margt endurskoðað eftir fjósbyggingarnámskeið sem við fórum á hjá Snorra Sigurðssyni við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Kosturinn við að gera þetta ekki of hratt er að maður hefur tækifæri til að fá álit og skoða hlutina í góðu tómi. Þá er nú ekki leiðinlegt að hafa bráðhressa smiði og þó svona kosti dálítið úthald á meðan á því stendur þá hefur þetta líka verið rosalega skemmtilegt og lærdómsríkt.“ Framkvæmdahugur að lifna við „Það varð algjör viðsnúningur við hrunið en núna er þetta að lifna við aftur. Til viðbótar við fjósbyggingu hjá Berglindi og Guðmundi á Núpi undir Eyjafjöllum er nú til dæmis stórt fjós í byggingu á Hóli í Svarfaðardal. Á Núpi í Djúpavogshreppi og í Dufþaksholti í Rangárþingi eystra er verið að byggja geldneytafjós. Síðan er eitthvað um að byggð hafi verið hesthús og reiðhallir undanfarin ár, svo það er alltaf eitthvað að gerast og segja má að framkvæmdir hafi í raun ekki alveg stöðvast á neinum tíma- punkti frá því að efnahagshrunið reið hér yfir,“ segir Magnús Sigsteinsson, forstöðumaður byggingarþjónustu Bændasamtakanna. /ehg Hjónin Berglind Hilmarsdóttir og Guðmundur Guðmundarson á Núpi undir Eyjafjöllum: Taka nýja fjósið í notkun næsta sumar Hilmar Haukur, sonur Berglindar og Guðmundar, og Halldór Halldórsson steypa mjólkurhúsvegginn í blíðunni í sumar. Myndir / BH Guðmundur, bóndi á Núpi, að störfum við að steypa sökkulveggi ásamt Jóni Óskari Björgvinssyni frá Vorsabæ í Landeyjum. Jóhann Jensson á Fit og Halldór Hjartarson, búsettur í Hrepphólum, leggja hér í legubásana. Frá steypuvinnu á Núpi undir Eyjafjöllum í febrúar á þessu ári.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.