Bændablaðið - 01.03.2012, Síða 1

Bændablaðið - 01.03.2012, Síða 1
42 4. tölublað 2012 Fimmtudagur 1. mars Blað nr. 365 18. árg. Upplag 24.000 28 39 milljónir greiddar til innleggjenda: KS og SKVH greiða bændum uppbót Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og Sláturhús KVH á Hvammstanga hafa ákveðið að greiða öllum inn- leggjendum 2,15% uppbót fyrir innlegg síðasta árs. Alls er upphæðin 39 milljónir króna sem er til skiptanna. Uppbótin verður greidd út á næstu dögum til þeirra sem lögðu inn sauðfé, naut- gripi og hross á árinu. Að sögn Ágústar Andréssonar, sláturhússtjóra hjá KS, þá er þessi ákvörðun tekin í kjölfar góðs rekstrar á síðasta ári. „Það er jákvæð afkoma og hagræð- ing í rekstri sem gerir okkur kleift að greiða bændum uppbót fyrir inn- legg síðasta árs. Útflutningur hefur skilað góðum tekjum en aðalástæðan er sú hagkvæmni sem félögin hafa náð fram í krafti stærðar sinnar að undanförnu," sagði Ágúst. Kínverjar leita eftir samvinnu við íslenska gróðurhúsabændur: Vilja reisa gróðrarstöð í Guiyang- héraði að íslenskri fyrirmynd - Óska eftir samstarfi við Hafberg Þórisson í Lambhaga um uppbygginguna Hafberg Þórisson, garðyrkju- maður í garðyrkjustöðinni Lambhaga í Reykjavík og Jóhanna Guðjónsdóttir, eiginkona hans, tóku á móti kínverskri sendinefnd á föstudag í fyrri viku. Ástæðan fyrir komu Kínverjanna er áhugi forsvarsmanna í Guiyang-héraði fyrir að koma þar á fót garðyrkju- stöð af svipaðri gerð og Hafberg rekur í Lambhaga í útjaðri Reykjavíkur, með hans hjálp. „Hugmyndin hjá þeim er að kanna möguleika á því að framleiða úti í Kína hágæða salat eins og ég er að framleiða. Þá hafa þau sýnt áhuga á að ég setji þetta upp með þeim. Ég er tilbúinn til þess gegn vissum skilyrðum,“ segir Hafberg. Í hópnum voru tvær konur, Gao Xiu Li prófessor frá Guiyang Medical University og doktor í lyfja- fræði, ásamt dóttur sinni, og Xiao Ling Yang, yfirmaður tæknimála í Guiyang héraði (Guiyang Science & Technical Department). Með þeim var Jón Steindórsson framkvæmda- stjóri, sem er í viðskiptatengslum við Kína. „Þetta er þriðja sendinefndin sem kemur til mín frá Kína í svip- uðum erindagjörðum og það hlýtur að koma að því að eitthvað verði úr þessu,“ segir Hafberg. „Ég get skaffað þeim allt sem þarf til að setja upp svona stöð. Þetta er lagt þannig upp að ég myndi stjórna uppbygg- ingunni ytra en Jón myndi síðan stýra stöðinni.“ Í skoðunarferð um stöðina bauð Hafberg gestunum að bragða á spín- ati sem hann hefur nýverið hafið ræktun á en svo skemmtilega vill til að það er kínverskt að uppruna. Ekki var annað að sjá en að fulltrúum Kínverja líkaði vel við íslensk-kín- verska spínatið. Sunnudaginn 19. febrúar kom svo enn einn hópur útlendinga í garðyrkjustöðina Lambhaga. Þar voru á ferð japanskir kvikmynda- gerðarmenn sem voru að taka efni í mynd um það hvernig Íslendingar nýta sér jarðhitann. Mun það vera í tengslum við vaxandi ótta Japana við nýtingu kjarnorku til raforku- framleiðslu, í kjölfar slyssins sem þar varð í kjarnorkuveri í kjölfar jarðskjálfta og flóða í fyrra. /HKr. Kínversk sendinefnd frá Guiyang-héraði í heimsókn í Lambhaga. Talið frá vinstri: Hafberg Þórisson garðyrkjumaður og Jóhanna Guðjónsdóttir eiginkona hans, Jón Steindórsson framkvæmdastjóri, dóttir Gao Xiu Li, þá er Xiao Ling Myndir / HKr. Jóhanna Guðjónsdóttir gefur Jóni Steindórssyni og Gao Xiu Li að smakka á íslenskræktuðu kínversku spínati. Var ekki annað að heyra en að gestunum líkaði spínatið afar vel. Hafberg ræðir við kínversku fulltrúana um aðstæður og orkumál fyrir nýja garðyrkjustöð í Kína, sem hugsanlegt er að hann taki þátt í að reisa. þjónustu landbúnaðarins á Búnaðarþingi á þriðjudag. Mynd / HKr. - Nánar um Búnaðarþing 2012 í blaðauka bls. 23-26 Bærinn okkar Hlíð Íslenskt kristalsjávarsalt á markað 14 Eðlilegt að líta á reynslu annarra við stefnumótun Samþykkt var á Búnaðarþing 2012 sem lauk í gær ályktun um nauð- syn þess að lækka eldsneytisverð. Það verði gert með því að dregið verði úr skattlagningu á eldsneyti. Að mati búnaðarþingsins kemur hækkun eldsneytisverðs undan- farinna ára hvað harðast niður á íbúum landsbyggðarinnar. Senda á ályktunina til fjármálráðuneytis og þingnefnda ásamt því að ýta á eftir málinu við stjórnvöld með öðrum leiðum. Algjör samstaða var um tillöguna á þinginu og var málið samþykkt með einni umræðu en að öllu jöfnu þarf tvær umræður til að samþykkja mál sem tekin eru upp á búnaðarþingi. Skattar á eldsneyti verða að lækka Mikil eining ríkti á þinginu um ályktun um nauðsyn á lækkun eldsneytisverðs.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.