Bændablaðið - 01.03.2012, Qupperneq 2
Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 20122
Fréttir
Bændasamtök Íslands hafa sent
Umhverfisráðuneytinu skrif-
legar athugasemdir við frum-
varpsdrög til breytinga á lögum
nr. 64/1994 um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum. Þar kemur fram að
Bændasamtökin leggjast gegn
öllum fyrirætlunum um breytingar
á ákvæðum laganna um hlunn-
indanýtingu.
Ítreka BÍ fyrri afstöðu sína í þess-
um efnum en frumvarpsdrögin eru
lögð fram í kjölfar vinnu starfshóps
sem ráðherra skipaði í september
2011. Fulltrúi Bændasamtaka Íslands
í þessum starfshópi sagði sig frá
vinnunni í desember sama ár vegna
þeirra vinnubragða sem voru viðhöfð.
„Bændasamtökin hafa gert alvar-
legar athugasemdir við vinnubrögð
starfshópsins og umhverfisráðuneyt-
isins, varað við því að fyrirhugaðar
breytingar á ákvæðum laganna um
hlunnindanýtingu kunni að stangast
á við eignarréttarákvæði stjórnar-
skrárinnar og einnig bent á ákveðna
snertifleti við aðildarviðræður
Íslands og Evrópusambandsins.
Bændasamtökin hafa bent á ákveðnar
leiðir sem þau telja færar til þess að
sömu markmiðum verði náð en án
þess að gengið verði á rétt bænda,
landeigenda og rétthafa hlunninda.
Allar athugasemdir og ábendingar
Bændasamtaka Íslands hafa verið
hafðar að engu,“ segir í athugasemd
BÍ.
Þá segir að Bændasamtökin hafi
áður bent á það mat sitt að það sé
málinu síður en svo til framdráttar
að forsendur að baki fyrirhuguðum
lagabreytingum séu ekki nægilega
vel ígrundaðar. Umhverfisráðherra
hafi skipað sérstakan starfshóp til
þess að fjalla um verndun og nýt-
ingu svartfuglastofnanna, þó fyrir
liggi að það sé lögbundið hlutverk
Náttúrufræðistofnunar Íslands, sbr.
4. gr. áðurnefndra laga nr. 64/1994
og staflið f. 2. mgr. 4. gr. laga nr.
60/1992 um Náttúrufræðistofnun
Íslands og náttúrustofur.
„Löggjafinn hefur ákveðið hvern-
ig fyrirkomulag við vernd og veiðar
á stofnum villtra dýra skuli vera en
það hefur hingað til ekki verið virt.
Á fundi með umhverfisráðherra í
umhverfisráðuneytinu þann 16. janú-
ar sl. gerðu fulltrúar Bændasamtaka
Íslands grein fyrir afstöðu sinni í
málinu. Á þessum sama fundi lýsti
umhverfisráðherra því yfir að fyrir
lægi ákvörðun um að skrifa umrætt
frumvarp. Þá kallaði ráðherra á þess-
um fundi eftir samræðum og sam-
vinnu við Bændasamtökin í þessum
efnum. Fulltrúar Bændasamtaka
Íslands gerðu ráðherra grein fyrir
því að búnaðarþing yrði sett þann
26. febrúar nk. og að þetta mál yrði
sérstaklega til umræðu á þinginu.
Að þessu sögðu er auðvitað afar
óheppilegt að umsagnarfrestur renni
út þann 24. febrúar. En hvað sem því
líður áskilja Bændasamtök Íslands
sér rétt til þess að gera frekari og
ítarlegri athugasemdir við frum-
varpsdrögin að loknu Búnaðarþingi
þar sem málið mun fá efnislega með-
ferð eins og umhverfisráðuneytinu
er kunnugt um,“ segir í bréfinu til
Umhverfisráðuneytisins sem Elías
Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur
BÍ undirritar.
Hörð gagnrýni BÍ á frumvarpsdrög
um svartfuglaveiðibann
- Samtökin vara við að breytingarnar kunni að fela í sér stjórnarskrárbrot
Breytingar á lögum um veiðar á bjargfugli og nytjar á öðrum viltum fuglum og spendýrum eru nú til skoðunar. Sýnist
veiðimönnum og bændum sem freklega verði þar gengið á hefðbundinn rétt þeirra ef fyrirliggjandi frumvarpsdrög
ná fram að ganga. Mynd /HKr.
Bændasamtökin:
Nýr lands-
ráðunautur
Karvel Lindberg Karvelsson,
hefur verið ráðinn landsráðu-
nautur í alifugla- og svínarækt
hjá Bændasamtökunum.
Karvel er búfræðikandidat frá
LbhÍ og hefur auk þess stundað
sérnám í svínarækt. Hann hefur störf
í byrjun mars. Við bjóðum hann
velkominn til starfa.
Skógræktargeirinn á Íslandi óskar eftir breytingum:
Vill allur undir eitt ráðuneyti
- Skógrækt ríkisins færist frá umhverfisráðuneyti til atvinnuvegaráðuneytis
Skógræktargeirinn á Íslandi, þar
á meðal Skógrækt ríkisins, hefur
farið fram á að málefni greinar-
innar verði flutt að öllu leyti undir
nýtt atvinnuvegaráðuneyti þegar til
stofnunar þess kemur. Forsvarsfólk
greinarinnar hefur sent ráðherra-
nefnd um endurskipulagningu
stjórnarráðsins erindi þessa efnis.
Jón Loftsson skógræktarstjóri
segir í samtali við Bændablaðið að
skógræktargeirinn hafi áhyggjur af
stöðu skógræktar í skipulagi stjórn-
arráðsins. Hann staðfestir jafnframt
að fulltrúar skógræktargeirans séu
sammála um þá skoðun að öll mál-
efni skógræktarinnar eigi að vistast
undir einu ráðuneyti. Þeirri skoðun
hafi verið komið á framfæri við ráð-
herranefndina. Jón vildi ekki stað-
festa að í þeim efnum hefði verið rætt
um atvinnuvegaráðuneytið frekar en
t.a.m. umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið. Bændablaðið hefur þó heim-
ildir fyrir því að svo sé.
Málefni skógræktar háð
ákvörðunum tveggja ráðuneyta
Við stjórnarmyndunina vorið 2007
var ákveðið að færa málefni skóg-
ræktarinnar undir umhverfisráðu-
neytið frá sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytinu. Að endingu
varð niðurstaðan hins vegar sú
að Skógrækt ríkisins ásamt fram-
lögum til Skógræktarfélags Íslands
og Hekluskóga voru vistuð hjá
umhverfisráðuneytinu en landshluta-
verkefnin í skógrækt ásamt forræði
yfir löndum Skógræktar ríkisins og
hluta af fjárveitingum til rannsókna
á vegum Skógræktar ríkisins urðu
eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytinu. Því var skógræktinni
ekki bara skipt milli tveggja ráðu-
neyta heldur er starfsemi Skógræktar
ríkisins háð ákvörðunum tveggja
ráðuneyta.
Skiptingin afar bagaleg
Jón segir að þessi skipting sé afar
bagaleg. „Skipting skógræktar á
milli tveggja ráðuneyta hefur aukið
flækjustig í samskiptum og gert
ákvarðanatöku erfiða og seinvirka.
Hún hefur síður en svo aukið skil-
virkni í stjórnsýslu á sviði skógræktar,
sem var yfirlýstur tilgangur breyt-
ingarinnar. Skógrækt á Íslandi hefur
veikst við þessa skipan mála, líkt og
skógræktaraðilar í landinu vöruðu við
frá upphafi. Því höfum við farið fram
á viðræður við ráðamenn um fram-
tíðarskipan skógræktarmála undir
einu ráðuneyti nú.“
/fr
skógræktar í skipulagi stjórnarráðsins. Mynd /HKr.
Hreppsnefnd Húnavatnshrepps
hefur samþykkt að ganga að
kaupum á eignarhlut ríkisins í jörð
og fasteignum á Reykjum, fimm
íbúðum og skólastjórabústað á
Húnavöllum og einbýlishúsi og
bílskúr í Steinholti. Umsamið verð
er rúmlega 24,2 milljónir króna.
Kaupin eru með fyrirvara um fjár-
mögnun.
Þetta kemur fram í fundargerð
hreppsnefndar Húnavatnshrepps en í
henni segir einnig að fjármálaráðu-
neytið hafi fallist á að söluverðið tæki
mið af fasteignamati eignanna eins og
það var árið 2011, en þá var eignar-
hlutur ríkissjóðs 24.237.000 krónur
miðað við staðgreiðslu.
Til skoðunar er hvort rétt sé að
Fasteignir Húnavatnshrepps ehf.,
sem er 100% í eigu sveitarfélagsins,
standi að kaupunum.
Vatnsnes og Víðidalur:
Viðhaldi varnargirð-
inga ábótavant
Landbúnaðarráð Húnaþings
vestra krefst þess af Matvæla-
stofnun að auknum fjármunum
verði varið til viðhalds varnar-
girðinga í sveitarfélaginu, þar
sem ástandi þeirra sé verulega
ábótavant, og sérstakt átak
verði gert á árinu 2012 til við-
halds varnargirðingar milli
Vatnsness og Víðidals.
Þetta kom fram á fundi land-
búnaðarráðs Húnaþings vestra
sem haldinn var á dögunum.
Á fundinum birti Þorbjörg Inga
Ásbjarnardóttir upplýsingar sem
Ingvar J. Jóhannsson, eftirlitsmað-
ur með lausagöngu búfjár, hefur
aflað frá Matvælastofnun um við-
hald sauðfjárveikivarnargirðinga
í sveitarfélaginu, m.a. viðhald
varnargirðingar milli Vatnsness
og Víðidals.
Á fundinum var jafnframt
greint frá samþykkt sveitarstjórnar
Húnaþings vestra um að leggja
til sérstakt aukafjármagn eða 1
milljón króna, til viðhalds heiða-
girðinga á þessu ári.
Landbúnaðarráð lýsti yfir mikilli
ánægju með fjárveitinguna, enda sé
það kunnugt að heiðagirðingar í
sveitarfélaginu þarfnist mikils við-
halds.
Ríkisjörðin á Reykjum:
Húnavatnshreppur
kaupir hlut ríkisins
á 24,2 milljónir
Karvel Lindberg Karvelsson.