Bændablaðið - 01.03.2012, Síða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012
SUMARHÚS
Sumarhús BÍ eru laus til umsóknar.
Athugið að umsóknarfrestur rennur út
15. mars nk.
Um er að ræða sumarhús BÍ að Hólum
sem eru til útleigu allt árið.
Þá er einnig laust til umsóknar sumarhús
í Vaðnesi í Grímsnesi sem verður leigt út
á tímabilinu 15. júní til 24. ágúst.
Sjá umsóknareyðublað hér að neðan, en einnig er hægt að nálgast það
rafrænt á vefsíðunni bondi.is, undir Um BÍ/Orlofssjóður BÍ.
Nánari upplýsingar hjá Bændasamtökum Íslands
í síma 563-0300 (Dóra).
Áslaug Helgadóttir sér alltaf ástæðu
til að andmæla því sem ég hef að
segja um náttúru og vísindi. Það má
því segja að ég sé orðin vön að svara
henni. Þó er undarlegt að henni
finnist í lagi að halda því ítrekað
fram að ég alhæfi, hafi ekki rétt
fyrir mér, virðist ekki átta mig á
hlutunum, að hjá mér sé misskiln-
ingur á ferð, að ég leyfi mér að gera
víðtækar ályktanir, fari ekki rétt
með, að fullyrðingar mínar komi
hvergi fram í greinum sem ég vitna
í o.s.frv.
Í grein sinni í Bændablaðinu 19.
janúar sl. tekur Áslaug fyrst fyrir þær
„alhæfingar“ sem ég set fram um að
lífrænn landbúnaður sé betri fyrir
frjósemi jarðvegs og líffræðilegan
fjölbreytileika en sá svokallaði hefð-
bundni, án þess þó að hrekja þá fram-
setningu mína. Síðan bendir Áslaug
réttilega á að tún og akrar séu röskun
á náttúrulegum vistkerfum, hvort sem
stundaður er lífrænn eða hefðbundinn
landbúnaður.
Ef Áslaug hefði lesið greinarnar
sem ég vitnaði í hefði hún séð að nú
eru u.þ.b. 180,000 milljón tonn af fos-
fati framleidd úr fosfatnámum. Þar
hefur hún rétt fyrir sér. Hins vegar
virðist hún ekki gera sér grein fyrir
að núverandi framleiðsla er hámarks-
framleiðsla og að héðan í frá fer fram-
leiðslan óhjákvæmilega minnkandi
vegna þess að við höfum nýtt 50%
af fosfatnámunum (sjá mynd 1.) Af
þeirri ástæðu verður að fara að vinna
að því að endurvinna allt fosfat, nýta
lífrænan úrgang og m.a. vinna áburð
úr skólpi frá borgunum.
Áslaug getur þess að ég virðist álíta
að lífrænn landbúnaður sé lausnar-
orðið. Síðan kemur hún með rök fyrir
mikilvægi þaulræktunar; að auka þurfi
ræktun fátækra þjóða, og að auka þurfi
notkun nituráburðar tvisvar og hálfu
sinni.
Spurningin sem vaknar hjá mér
er, hvaðan nituráburðurinn eigi þá að
koma? Núna er hann að mestu unninn
úr olíu, en við höfum nú þegar einnig
nýtt 50% af olíuauðlindunum (sjá
mynd 2), þannig að niturframleiðsla
mun minnka og verða dýrari nema
að við förum aftur að vinna nitur úr
andrúmsloftinu, líkt og áburðarverk-
smiðjan í Gufunesi gerði frá 1954-
2001. En til þess þarf hvata (platínu)
og orku, og bæði eru af skornum
skammti í heiminum, vegna þess að
við höfum einnig nýtt nær 50% af
platínu og við getum aldrei framleitt
sjálfbæra orku til jafns við þá olíu sem
við brennum núna (sjá mynd 3).
Það merkilegasta við grein
Áslaugar er þó að í lokin telur hún
að vistlandbúnaður verði mikilvægur
við að leita allra leiða til að nýta nær-
ingarefni betur en við gerum í dag.
Hér er Áslaug komin í hring og er
mér sammála. Því fagna ég, en skil
ekki alveg hvers vegna það tók hana
heilsíðu í Bændablaðinu, þar sem
hún leggur áherslu á að ásaka mig
um rangfærslur, til að komast að því!
Kristín Vala Ragnarsdóttir.
Sjálfbærni fyrir ríka
jafnt sem fátæka
– svar við grein Áslaugar Helgadóttur í janúarblaði Bændablaðsins
Mynd 1. Hubbard hámarksframleiðslu framsetning á námuvinnslu hráfosfats.
Tölurnar eru framleiðsla í milljónum tonna á ári. Hringir sýna raunframleiðslu.
Línan er Hubbardkúrfa. Óbirtar niðurstöður frá Sverdrup og Ragnarsdóttir.
Mynd 2. Hámarksframleiðsa á olíu. Gögn frá ASPO, Association for the Study
of Peak Oil (http://www.peakoil.net/).
getur tekið við af jarðefnabrennslu. Olía er rauð, gas appelsínugult, kol
svört, vatnsorka blá og endurnýjanleg orka (sólarorka, vindorka, sjávarfal-
laorka...) græn. Gögn frá ASPO, Association for the Study of Peak Oil (http://
www.peakoil.net/.
Umsókn um orlofs styrk/orlofsdvöl
Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um
orlofsstyrk eða orlofsdvöl að Hólum og í Vaðnesi í
Grímsnesi sumarið 2012. Auk úthlutunar orlofsvikna
að Hólum er gert ráð fyrir að í ár verði úthlutað
u.þ.b. 70 orlofsstyrkjum til bænda. Upphæð
hvers orlofsstyrks verður kr. 38.500 miðað við sjö
sólarhringa samfellda orlofsdvöl, innanlands en kr.
5.500 á sólarhring við styttri dvöl.
Vinsamlegast raðaðu í forgangsröð hvort þú óskir
frekar úthlutunar orlofsstyrks eða orlofsdvalar með
því að merkja 1 og 2 í viðkomandi reiti (bara 1 ef
einungis annað hvort kemur til greina). Frestur til
að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2012.
(Athugið að þeir sem fengu úthlutað orlofs styrk á sl.
ári og nýttu ekki til fulls þurfa að sækja um að nýju).
Orlofsstyrk
árið
Að Hólum
árið
Nafn umsækjanda Kennitala
Heimilisfang Símanúmer
Undirskrift og dagsetning
Póstnúmer og staður
Hefur þú fengið úthlutað orlofsdvöl eða orlofsstyrk
hjá Bændasamtökunum áður? Ef já, hvar og hvenær
fékkstu síðast úthlutað?
Hvernig búskap stundar þú?
Orlofsstyrk
Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um:
Orlofsdvöl að Hólum Tímabilið:
Já Nei
Já Nei
Umsóknina skal senda fyrir 15. mars nk.
rafrænt á netfangið ho@bondi.is
eða á póstfang Bændasamtaka Íslands:
Bændahöllin v/Hagatorg,
107 Reykjavík,
merkt Orlofsdvöl sumarið 2012
Sumarið 2012
Orlofsstyrk
Orlofsdvöl í Vaðnesi Tímabilið: