Bændablaðið - 01.03.2012, Síða 24
24 - búnaðarþing 2012 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 1. MARS 2012
BÚNAÐARÞING
2012
ÁF
RA
M
ÍSL
EN
SK
UR
LA
ND
BÚ
NA
ÐU
R
Ályktanir
Ályktanir Búnaðarþings 2012
Til afgreiðslu á Búnaðarþingi voru 23 mál að þessu sinni og voru
einungis eftirfarandi mál afgreidd þegar blaðið fór í prentun
Búnaðarþing var sett sunnudaginn
26. febrúar í Súlnasal Hótels Sögu
að viðstöddu fjölmenni. „Áfram
íslenskur landbúnaður“ voru ein-
kunnarorð setningarathafnarinnar
en þar hélt Haraldur Benediktsson,
formaður BÍ, setningarræðu sem
fjallað er um á síðunni hér á undan.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
ávarpaði þingið og fór yfir helstu
mál sem ráðuneytið hefur haft til
umfjöllunar síðustu misseri og hvað
er framundan. Hann kvað mikil-
vægi íslensks landbúnaðar ótvírætt
við endurreisn þjóðarbúsins eftir
efnahagshrunið. Hann bar lof á
bændur fyrir dugnað og kjark og
gerði að umtalsefni gott samstarf
Bændasamtakanna og stjórnvalda.
„Þessi kreppa kom ekki síður niður
á bændum en öðrum landsmönnum
og gerir auðvitað enn. Voru þeir þó
ekki ofhaldnir fyrir. En, í tilviki land-
búnaðarins, rétt eins og þjóðarinnar
allrar fullyrði ég að hættunni hefur
verið afstýrt og skiptir þar miklu hið
farsæla samkomulag sem tókst milli
ríkisvaldsins og Bændasamtakanna
um að verja sjálfan grunn framleiðsl-
unnar og þar með kjörin eftir föngum
með endurskoðun og framlengingu
búvörusamninganna á árinu 2009,“
sagði Steingrímur.
Ráðherra fór meðal annars yfir
útflutningsverðmæti og gjaldeyris-
tekjur sem landbúnaðurinn skapaði
á síðasta ári. Væri fiskeldi tekið með
inn í myndina auk ferðaþjónustu
bænda næmu þær tekjur um tólf
milljörðum króna.
Ætlar sér ekki að láta ístaðið
dingla laust
„Af þessum sökum m.a. þarf að
standa fast á hagsmunum og fram-
tíðarmöguleikum landbúnaðarins
í yfirstandandi viðræðum við
Evrópusambandið og rétt er að
undirstrika að annað stendur ekki
til. Hversu leitt sem mönnum
finnst að standa í þeim viðræðum
og sjálfsagt ýmsum hér innan dyra
það með öllu ástæðulaust, er tilvist
þeirra mála staðreynd og það hvernig
framtíðartengslum okkar við megin-
land Evrópu, álfunnar sem við nú einu
sinni tilheyrum, verður háttað er eitt
af þeim málum sem þjóðin þarf að
glíma við og átta sig á framtíð sinni
gagnvart. Ég hef ekki hugsað mér
að láta ístaðið dingla laust varðandi
hagsmuni íslensks landbúnaðar í þessu
máli meðan mér er falin þar á nokkur
ábyrgð og hvers vegna ætti ég að gera
það? Maður sem er jafn sannfærður nú
ef ekki sannfærðari en áður um að það
þjónar ekki best okkar hagsmunum
að ganga í Evrópusambandið,“ sagði
Steingrímur varðandi umsókn Íslands
um aðild að Evrópusambandinu.
Að loknu máli ráðherra tók við
hátíðardagskrá þar sem félagarnir
í Hundi í óskilum, þeir Eiríkur G.
Stephensen og Hjörleifur Hjartarson,
skemmtu gestum af sinni alkunnu
snilld. Á eftir þeim spilaði strengja-
kvartettinn Hugo nokkur lög en
dagskránni lauk með afhendingu
Landbúnaðarverðlauna sem að
þessu sinni féllu í skaut bændanna í
Skarðaborg og Reykjahlíð og fjallað
er um á bls. 26.
Kátt í Bændahöllinni við setningu Búnaðarþings
» Eldsneytisverð
Markmið
Að lækka eldsneytisverð en hækkun
þess kemur hvað harðast niður á
landsbyggðinni.
Leiðir
Að dregið verði úr skattlagningu á
eldsneyti.
Framgangur
Ályktun verði send fjármálaráðu-
neyti og efnahags- og viðskipta-
nefnd Alþingis.
» Stuðningur við orku-
sparnað
Markmið
Búnaðarþing 2012 skorar á iðnað-
arráðherra að koma myndarlega til
móts við almenning í landinu með
breytingu á reglugerð nr 660/2009
um niðurgreiðslur húshitunarkostn-
aðar með það að markmiði að auka
sjálfbærni í orkuöflun og lækka
orkukostnað.
Leiðir
Núverandi reglugerð kveður á um allt
að 8 ára niðurgreiðslu en Búnaðarþing
2012 leggur til að hún verði 16 ár.
Framgangur
Búnaðarþing beinir því til
Bændasamtaka Íslands að fara fram
á breytingu á reglugerð nr. 660/2009.
Jafnframt að tryggt verði nægilegt
fjármagn til stuðnings vegna fram-
kvæmda við orkuöflun í dreifbýli.
» Kúasæðingar
Markmið
Búnaðarþing 2012 beinir því til
stjórnar B.Í. að skoða kosti og
galla þess að sameina starfsemi
kúasæðinga á landinu öllu með það
að markmið að ein og sama gjald-
skrá verði látin gilda fyrir alla.
Leiðir
Málið verði unnið í samráði
við Búnaðarsamböndin og
Landssamband kúabænda.
Framgangur
Málið sent stjórn B.Í. Niðurstaða
liggi fyrir á næsta búnaðarþingi.
» Búvörusamningar
Markmið
Búnaðarþing 2012 skorar á sjávar-
útvegs og landbúnaðarráðherra að
hefja viðræður við Bændasamtök
Íslands, um framlengingu gildandi
búvörusamninga. Mikilvægt er að
treysta rekstrarumhverfi bænda,
skapa stöðugleika og áframhaldandi
framþróun viðkomandi búgreina.
Leiðir
Búnaðarþing beinir því til BÍ og þeirra
búgreinafélaga sem málið varðar að
óska eftir viðræðum við stjórnvöld
um framlengingu búvörusamninga.
Framgangur
Bændasamtök Ísland í samráði við
viðkomandi búgreinafélög fylgi mál-
inu eftir gagnvart sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.
» Viðskipti með greiðslu-
mark mjólkur
Markmið
Búnaðarþing 2012 beinir því til sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra að
fjölga markaðsdögum með greiðslu-
mark mjólkur þannig að þeir verði
a.m.k. þrír á ári.
Leiðir
Ályktuninni verði komið á framfæri
við sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra
Framgangur
Bændasamtök Íslands vinni að mál-
inu í samráði við Landssamband
kúabænda.
» Aðildarviðræður við
Evrópusambandið
Markmið
Búnaðarþing 2012 krefst þess að varn-
arlínur BÍ verði virtar í aðildarviðræð-
um Íslands og Evrópusambandsins.
Stjórnvöld setji tafarlaust fram samn-
ingsmarkmið sem verndi með skýrum
hætti hagsmuni íslensks landbúnaðar.
Leiðir
Fulltrúar BÍ komi þessum skilaboðum
búnaðarþings með skýrum hætti á
framfæri í nefndarstörfum vegna ESB-
umsóknar stjórnvalda. Stjórn BÍ komi
þeim með sama hætti á framfæri við
íslensk stjórnvöld og sendifulltrúa
Evrópuríkja hérlendis.
Framgangur
Stjórn BÍ er falið að vinna áfram að
málinu af þunga
Haraldur Benediktsson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir,
Eiríkur Blöndal, Ólafur R. Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon.
Hörður Harðarson
og Björn Halldórsson.
Steingrímur J. Sigfússon. Einar Frogner frá Norges bondalag og Ib W. Jensen frá dönsku bændasamt-kökunum í félagsskap Ólafs R. Dýrmundssonar.
Hljómsveitin Hundur í óskilum lék fyrir gesti á setningarathöfninni.