Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012
Ræktun erðabreyttra plantna spannar nú
yfir 160 milljónir hektara um allan heim
– Mikil erfðabreytt ræktun er nú í 29 löndum, en Bandaríkjamenn eru lang umsvifamestir og tekist er á um ágæti hennar
Ræktun erfðabreyttra plantan
(Biotech crops) spannar nú yfir
160 milljónir hektara á heims-
vísu samkvæmt tölum ISAAA
(International Service for the
Acqusition of Agri-biotech
Aplications). Hefur ræktunar-
svæðið sækkað um 12 milljónir
hektara eða 8% síðan 2010.
Árið 2011 var sextánda fram-
leiðsluár líftækniræktunar í atvinnu-
skyni, en hún hefur stöðugt farið
vaxandi og nam aukningin á síðasta
ári eins um 12 milljónum hektara. Frá
1996 hefur líftækniræktun aukist frá
því að vera á 1,7 milljónum hektara
í um 160 milljónir hektara, eða um
94%. Er notkun líftækni því hrað-
asta þróun í ræktun í sögu landbún-
aðar í heiminum, samkvæmt tölum
ISAAA. Þó engar forsendur né sér-
stök ástæða sé til að draga ítarlega
úttekt og tölur ISAAA í efa, er rétt
að benda lesendum á að þarna er ekki
um hlutlaus samtök að ræða, eins og
nafn samtakanna bendir raunar til.
Líftækni beitt við ræktun í 29
löndum
Milljónir bænda í 29 löndum hafa
tekið upp ræktun á jurtaafbrigðum
sem breytt hefur verið með líftækni.
Hafa þeir tekið ákvarðanir um að sá
og endursá í 100 þúsund tilfellum í
land sem samanlagt nær yfir 1,25
milljarða hektara. Það er landsvæði
sem er um 25% stærra en heildar-
flatarmál Bandaríkjanna eða Kína.
Meginástæða þess að bændur velja
líftækniafbrigði til ræktunar er sögð
vera að slík ræktun skapi meiri
„efnahagsstöðugleika, sé félags-
hagfræðilega betri og umhverfislega
hagstæð“. Þá er fullyrt í gögnum
ISAAA að rannsóknir í Evrópu sýni
að líftækniræktun sé örugg til notk-
unar við fóðuröflun fyrir dýr.
Af þeim 29 ríkjum sem þar sem
nýtt er líftækni eða erfðabreytt
afbrigði til ræktunar eru 19 þróun-
arlönd og 10 iðnríki. Um þau tíu
ríki sem mest framleiða með þess-
ari tækni og rækta hvert um sig á
meira en einni milljón hektara, er
sagt að þau skapi breiðan vettvang
fyrir aukna fjölbreytni í ræktun til
framtíðar.
Níu afkastamestu ríkjanna rækta
nú erfðabreytt afbrigði á meira en
2 milljónum hektara hvert. Yfir
60% jarðarbúa eða um 4 milljarðar
manna búa í þessum 29 ríkjum sem
nýtt hafa líftækni í sinni ræktun. Af
þeim 29 ríkjum sem mest rækta af
erfðabreyttum afbrigðum eru 17 sem
rækta á 50.000 hekturum eða meira.
Í heild ræktuðu 16,7 milljónir
bænda erfðabreyttar jurtategundir á
árinu 2011 og hafði þeim þá fjölgað
um 1,3 milljónir frá árinu 2010.
Um 15 milljónir þessara bænda eru
fátækir bændur í þróunarlöndum með
tiltölulega litla ræktun samkvæmt
úttekt ISAAA.
Alls 14 milljónir kínverskra og
indverskra bænda í erfðabreyttri
ræktun
Í heild sáðu 7 milljónir kínverskra
og indverskra bænda erfðabreyttum
tegundum á árinu 2011 og uppskáru
erfðabreytta framleiðslu úr rúmlega
14,5 milljónum hektara. Jukust
brúttótekjur bændanna verulega og
fóru í 250 dollara á hektara. Með því
að nota erfðabreytt afbrigði sem sem
eru ekki viðkvæm fyrir sníkjudýrum
tókst bændunum að minnka notkun
á skordýraeitri um helming, sam-
kvæmt úttekt ISAAA.
Um 50% heimsuppskerunnar af
erfðabreyttum tegundum voru á árinu
2011 ræktuð í þróunarlöndum eða
nánar tiltekið 49,875%. Reiknað er
með að framleiðsla á erfðabreyttum
afurðum í þróunarlöndunum fari á
árinu 2012 í fyrsta sinn fram úr fram-
leiðslu iðnríkjanna. Þessi þróun er
þvert á það sem fullyrt hefur verið
síðan slík ræktun hófst að einhverju
marki á árinu 1996.
Í upphafi töldu menn að ræktun á
erfðabreyttum tegundum yrði aðeins
í iðnríkjunum en þar hefur andstaða
við slíka ræktun einmitt vaxið hrað-
ast á undanförnum árum. Er svo
komið að ræktun á erfðabreyttum
tegundum vex nú mun hraðar í
þróunarlöndunum en í iðnríkjunum
eða um 11% (8,2 milljónir hektara)
á móti 5% (3,8 milljónum hektara) í
iðnríkjunum á árinu 2011.
Í úttekt ISAAA er sagt að hagur
af erfðabreyttri ræktun hafi vaxið
nokkuð jafnt frá árinu 1996 til 2010
í iðnríkjunum og þróunarlöndunum.
Fimm leiðandi svokölluð þróunar-
ríki, þ.e. Kína, Indland, Brasilía,
Argentína og Suður-Afríka, hafi
samtals ræktað erfðabreyttar tegundir
á 71,4 milljónum hektara eða 44%
af heimsuppskerunni. Samanlagt
eru íbúar þessara landa um 40% af
7 milljörðum íbúa jarðar. Talið er
að jarðarbúar verði orðnir um 10,1
milljarður árið 2100. Fólksfjölgun
mun án efa leiða til umtalsverðrar
hækkunar matvælaverðs en þar telja
talsmenn líftækninnar að erfðabreytt-
ar tegundir geti hjálpað til vegna
meiri afkastagetu. Þeir viðurkenna
þó að líftæknin sé engin töfralausn
hvað þetta varðar.
Brasilía á hraðferð inn í
erfðabreytta ræktun
Hraðast hefur ræktun á erfðabreytt-
um jurtum aukist í Brasilíu, jafnvel
þó Bandaríkin séu ekki undanskilin
þar sem risafyrirtæki í þessari tækni
á borð við Monsanto hafa tögl og
hagldir. Jókst ræktun á erfðabreyttum
tegundum í Brasílíu um 20% á milli
áranna 2010 og 2011 eða um 4,9
milljónir hektara. Er Brasilía nú
með um 19% af 160 milljóna hekt-
ara heimsræktun á erfðabreyttum
tegundum. Regluverkið í Brasilíu er
mjög velviljað þeim sem vilja fara út
í erfðabreytta ræktun og eru leyfis-
veitingar í kerfinu mjög hraðvirkar.
Þannig voru veitt 8 ný leyfi í Brasilíu
á árinu 2010 og voru þau 15 í október
2011. Þannig voru yfirvöld í Brasilíu
á síðasta ári fyrst til að leyfa notkun
á nýju sojabaunaafbrigði sem er með
innbyggðri skordýravörn og er þolið
gagnvart illgresiseyði. Þar hefur
stofnunin EMBRAPA verið mikil-
virk í þróun erfðabreyttra afbrigða í
Brasilíu en stofnunin veltir árlega um
einum milljarði dollara. Fékk stofn-
unin m.a. á síðasta ári leyfi til rækt-
unar á eigin hönnun á erfðabreyttu
afbrigði af baunum sem eru sérþolnar
gagnvart ákveðnum vírusum. Kallar
EMBRAPA tækni sína mikið undur,
„a new state-of-the art biotech crop“,
og hefur kynnt hana með áherslu á
getu til að framleiða, afhenda og fá
sína nýju framleiðslu viðurkennda.
69 milljónir hektara undir
erfðabreytta ræktun í
Bandaríkjunum
Í Bandaríkjunum hafa stjórnvöld
lengst af litið þróun og ræktun á
erfðabreyttum afbrigðum ýmissa
matjurta og fóðurs jákvæðum augum
- enda eru Bandaríkin leiðandi á þessu
sviði samkvæmt tölum ISAAA, með
erfðabreytta ræktun á 69 milljónum
hektara. Þar var áframhaldandi mikill
vöxtur í ræktun á erfðabreyttum maís
og bómull á árinu 2011. Ræktun á
alfalfa eða refasmára hefur einnig
farið vaxandi og er refasmári nú í
fjórða sæti á eftir maís, sojabaunum
og hveiti yfir mesta útbreiðslu á
ræktun á erfðabreyttum afbrigðum
í Bandaríkjunum, eða á um 8 millj-
ónum hektara. Einkaleyfisvarinn
RR®alfalfa refasmári Monsanto
ryður sér nú til rúms, að sögn
vegna mikillar eftirspurnar bænda.
Stendur RR fyrir Roundup Ready,
sem þýðir að þetta afbrigði þolir að
gróðureyðingarefninu Roundup sé
dælt yfir akrana. Er þetta afbrigði
framleitt undir nafninu Genuity, sem
er í eigu Monsanto og heitir fullu
nafni Genuity® Roundup Ready®
Alfalfa. Afbrigðið er nú ræktað á
200.000 hekturum. Búist er við að
RR®alfalfa muni ná 35% til 50%
hlutdeild í ræktun árið 2015 og verði
orðið yfirgnæfandi á markaðnum
fljótlega upp úr því.
Erfðabreyttar sykurrófur eða
RR®sugarbeet hafa breiðst út enn
hraðar og munu skjótt verða rækt-
aðar á 475.000 hekturum og vera
með 95% markaðshlutdeild.
Spurningar vakna um
ofursjúkdóma
Kynnt hefur verið að erfðabreytt
afbrigði hafi þol gegn svokölluðum
kornrótarormi og hafa verið settar
í gang rannsóknir á áhrifum þess.
Er bændum bent á að stunda góða
ræktunarhætti og skiptiræktun fyrir
erfðabreyttar tegundir ekki síður en
hefðbundnar. Sú spurning hlýtur því
að vakna hvort plöntusjúkdómar og
lífríkið myndi einfaldlega ekki þol
gegn tæknibreyttum jurtum, svo
hætta verði á enn verri og sterkari
sjúkdómaafbrigðum í framtíðinni.
Athyglisvert er því að skoða nýjustu
aðgerðir reglugerðarkerfisins í Japan,
sem heimilaði þann 1. desember
2011 notkun á vírusþolnu papaja-
afbrigði (melónutré) sem þróað var
í Bandaríkjunum. Eru slíkar melónur
nú viðurkenndar til neyslu í Japan
undir skilgreiningunni „fresh fruit/
food“.
Erfðabreytt bómull öflug á
Indlandi
Innleiðing á ræktun á Bt bómull á
Indlandi hefur að sögn ISAAA verið
mjög árangursrík. Stendur Bt fyrir
þol gegn „Bacillus thuringiensis“,
sem myndast í munni fiðrildalirfu
og var fyrst uppgötvað af líffræð-
ingnum Shigetane Ishiwatari í Japan
árið 1901. Úr Bacillus thuringiensis
hafa síðan verið þróuð efnasambönd
og genabreytingar, fyrst af belgíska
Landsvæði sem notað er undir líftækniræktun á heimsvísu í milljónum hektara (ha)
Röð Ríki Land í m/ha Erfðabreyttar tegundir í ræktun
1 Bandaríkin* 69,0 Maís, soyabaunir, bómull, repja, sykurrófur, alfalfa (refasmári), papaya (melónutré), kúrbítur
2 Brasilía* 30,7 Soyabaunir, maís, bómull
3 Argentína* 23,7 Soyabaunir, maís, bómull
4 Indland* 10,6 Bómull
5 Kanada* 10,4 Repja, maís, soyabaunir, sykurrófur
6 Kína* 3,9 Bómull, papaya (melónutré), poplar (ösp), tómatur, sætur pipar
7 Paraguay* 2,8 Soyabaunir
8 Pakistan* 2,6 Bómull
9 Suður-Afríka* 2,3 Maís, soyabaunir, bómull
10 Uruguay* 1,3 Soyabaunir, maís
11 Bólivía* 0,9 Soyabaunir
12 Ástralía* 0,7 Bómull, repja
13 Filipseyjar* 0,6 Maís
14 Mynamar* 0,3 Bómull
15 Burkina Faso* 0,2 Bómull
16 Mexíkó* 0,1 Bómull, soyabaunir
17 Spánn* <0,1 Maís
18 Kólumbía** <0,1 Bómull
19 Chile** <0,1 Maís, soyabaunir, repja
20 Honduras** <0,1 Maís
21 Portúgal** <0,1 Maís
22 Tékkland** <0,1 Maís
23 Pólland** <0,1 Maís
24 Egyptaland** <0,1 Maís
25 Slóvakía** <0,1 Maís
26 Rúmenía** <0,1 Maís
27 Svíþjóð** <0,1 Kartöflur
28 Costa Riga** <0,1 Bómull, soyabaunir
29 Þýskaland** <0,1 Kartöflur
Samtals 160,0
*17 risa líftækniræktendur með sem rækta á 50.000 hekturum eða meira. Heimild: ISAAA
**Nálgun við næstu hundrað þúsund hektara.
Sláttur á Alfalfa eða refasmára.
Utan úr heimi - fréttaskýring