Bændablaðið - 01.03.2012, Qupperneq 33

Bændablaðið - 01.03.2012, Qupperneq 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 Góður árangur uppgræðslu við Suðurstrandarveg Landgræðslan og Vegagerðin hafa í unnið saman að uppgræðslu á Hafnarsandi vestan Þorlákshafnar síðan 2001 með það að markmiði að koma í veg fyrir sandfok á Suðurstrandarveg. Mjög mikill laus sandur var á svæðinu þegar uppgræðsla hófst árið 2001 og því hætta á sandfoki á veginn ef ekk- ert væri að gert. Á þessu 11 ára tímabili hefur áburði verið dreift á um 5.800 ha og melgresi sáð í 66 ha. Mikil breyting hefur orðið á gróðurfari þar sem hlutfall gróinna svæða hefur aukist mikið. Sem dæmi um það má nefna að þau svæði sem hafa minna en þriðjungs gróður- hulu hafa minnkað úr um 3.900 ha árið 1997 niður í tæpa 1.900 ha árið 2011. Jarðvegsrof hefur að sama skapi minnkað til muna sem og magn af lausum sandi á yfirborði, en stærð þeirra svæða sem þau voru með mikinn eða mjög mikinn sand á yfirborði breyttist úr því að vera tæpir 2.800 ha árið 1997 í tæpa 100 ha árið 2011. Mörk uppgræðslusvæðisins á Hafnarsandi. Uppgróið land meðfram Suður- strandarvegi. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Starfsmaður óskast á hænsnabú Matfugl ehf. óskar eftir að ráða starfsmann á hænsnabú. Starfið hentar duglegum og samviskusömum einstaklingi með reynslu og áhuga á umhirðu dýra. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af stjórnun landbúnaðarvéla. Umsóknir sendist á netfangið denni@matfugl.is „Vinnandi vegur" - Átak í atvinnusköpun Hafið er átak til atvinnusköp- unar á vegum samtaka atvinnu- rekenda, launþega, sveitarfélaga og ríkisins, sem miðar að því að fjölga störfum og fækka atvinnu- lausum. Með þátttöku í átakinu, sem kallast „Vinnandi vegur“, eiga atvinnurekendur kost á styrk vegna ráðninga nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleit- enda – og má ætla að íslensk býli geti notið góðs af því í ráðningu starfsfólks að þ´vi er segir í til- kynningu. Í upplýsingum frá Vinnumála- stofnun kemur fram að styrkur fyrir 100% vinnu er 167.176 krónur á mánuði auk 8% framlags í lífeyris- sjóð. Ef fyrirtæki ráða starfsmann sem hefur verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur er hægt að fá styrk í allt að 12 mánuði. Ef við- komandi hefur verið án vinnu skemur en 12 mánuði er hægt að fá styrk í allt að sex mánuði. Markmiðið er sem fyrr segir að koma þeim sem eru án atvinnu í starf og um leið að örva atvinnu- lífið til skamms tíma. Átakið er tímabundið og lokað verður fyrir skráningar í lok maí. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.vinnumalastofnun. is/vinnandivegur. /smh

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.