Bændablaðið - 01.03.2012, Qupperneq 38
38 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012
Markaðsbásinn
Óraunhæfar væntingar
um hraðferð inn í ESB
Í sumar verða þrjú ár síðan
Ísland sótti um aðild að ESB.
Aðildarviðræðurnar hófust svo
formlega í júní 2010. Viðræðunum
er skipt í 33 kafla. Alls hafa verið
opnaðir 11 kaflar og þar af er
samningum lokið um 8 þeirra
og þeim því lokað tímabundið.
Í hinum þremur hefur ESB sett
fram skilyrði fyrir lúkningu við-
ræðna um þá. Þessir kaflar eiga
það sameiginlegt að efni þeirra
fellur undir EES-samninginn.
ESB er búið að senda frá sér
rýniskýrslur um 11 kafla til við-
bótar þeim 11 sem viðræður eru
hafnar um. Í þeim hópi er að finna
þá kafla sem flest helstu hagsmuna-
mál Bændasamtaka Íslands falla
undir. Í tveimur þessara kafla hafa
verið sett skilyrði af hálfu ESB fyrir
því að hefja samningaviðræður;
landbúnaði og byggðamálum. Af
öðrum mikilvægum málaflokkum
sem viðræður eru ekki hafnar um
má nefna matvælaöryggi, en undir
þann kafla fellur löggjöf um inn-
flutning á búfjárafurðum og lifandi
dýrum, umhverfismál og tollamál.
Frá því er viðræðurnar hófust
hefur oft verið látið í veðri vaka,
m.a. af utanríkisráðherra og for-
manni samninganefndarinnar, að
þær ættu að geta gengið hratt fyrir
sig og Ísland vilji opna alla erfiða
kafla sem fyrst. Sérstakar væntingar
hafa verið bundnar við að þessir
kaflar verði opnaðir nú, meðan Danir
gegna formennsku innan ESB. En
hver er svo staðan? Í Morgunblaðinu
þann 21. febrúar sl. segir Stefán
Haukur Jóhannesson, formaður
íslensku samninganefndarinnar, að
ekki liggi fyrir hvenær erfiðu kafl-
arnir í samningaviðræðunum verða
opnaðir. Hann vonast þar til að fimm
kaflar verði opnaðir á ríkjaráðstefnu
í lok mars en ekki er tilgreint hvaða
kafla þar er um að ræða. Orðrétt
segir síðan: „Við höfum lagt á það
áherslu að opna þessa svokölluðu
erfiðu kafla eins fljótt og auðið
er en Evrópusambandið hefur sitt
verklag.“.
Loksins nú eru forystumenn við-
ræðnanna af Íslands hálfu farnir að
viðurkenna að ESB viðhefur sitt
verklag og viðræðuferlið lúti lög-
málum þess, ekki Íslands. Allt tal
um að „kíkja í pakkann“ og sjá hvað
stendur til boða er sannarlega blekk-
ing. Þetta kristallast hvað best í
því að ESB vill ekki ræða sjávar-
útvegsmál fyrr en það hefur lokið
sinni heimavinnu, en endurskoðun
sjávarútvegsstefnunnar stendur þar
yfir. Það hefur því reynst enn ein
blekkingin að Ísland fengi aðild að
endurskoðun hennar með því að
sækja um aðild að ESB, eins og
ítrekað var haldið fram í upphafi
aðildarviðræðnanna.
Opið og lýðræðislegt ferli?
Í þingsályktun Alþingis var undir-
strikað mikilvægi þess að viðræðu-
ferlið yrði opið og fulltrúar hags-
munaaðila ættu breiða aðkomu að
því. Skipaður var fjöldi samninga-
hópa um einstök viðfangsefni. Þegar
frá líður er ekki laust við að þetta
sé farið að taka á sig aðra mynd.
Til dæmis hefur aðeins einn fundur
verið haldinn í samningahópi um
landbúnað síðan ESB kynnti opn-
unarskilyrði sín þann 5. september
í fyrra. Þá skipaði utanríkisráðherra
6 manns í samstarfsnefnd sem af
hálfu ESB er skipuð fulltrúum hags-
muna- og félagasamtaka í Evrópu.
Samráðstarfsnefndinni er ætlað
ráðgefandi hlutverk í viðræðunum.
Þrátt fyrir þá miklu hagsmuni sem
eru undir fyrir sjávarútveg og það að
40% af fjárlögum ESB renni til land-
búnaðar er enginn fulltrúi þessara
aðila í nefndinni og ekki var leitað
til samtaka þessara atvinnuvega við
skipunina.
Þá heyrir til algerra undan-
tekninga að efni sem kemur frá
ESB tengt viðræðunum sé þýtt á
íslensku. Hvernig á almenningur að
geta sett sig inn í þetta flókna ferli
þegar stærstur hluti þeirra gagna sem
kemur frá ESB er aðeins til á ensku?
Viðræðurnar snúast um aðlögun
Í framvinduskýrslu ESB frá síðast-
liðnu hausti var víða vikið að því að
Ísland eigi eftir að innleiða löggjöf
ESB. Þetta eru skýr skilaboð. Það
er semsagt sífellt að koma betur í
ljós að ESB fylgir ákveðnu verklagi
í viðræðunum við Ísland, verklagi
sem er þekkt úr fyrri stækkunar-
viðræðum. Viðræðurnar fara því
algerlega fram á forsendum ESB,
ekki Íslands. Dæmið um stöðuna
í viðræðunum nú varðandi sjávar-
útveg sýnir glöggt að Ísland á ekki
að vera gerandi í að móta löggjöf
ESB í þessum viðræðum, slíkt hefur
aldrei staðið til.
/EB
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka Íslands
eb@bondi.is
ESB-mál
Betri fjós
Snorri Sigurðsson ráðgjafi hjá Viden-
centeret for landbrug í Danmörk
Haldið 22. mars á Stóra Ármóti
Páskaskreytingar
Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar-
stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ
Haldið 31. mars í Hveragerði
Ræktun áhugaverðra krydd-,
lauk- og matjurta í eigin garði
Í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur
Haldið 31. mars í Tjarnalundi í Dölum
Fræðslufyrirlestur um
kynbótamat íslenskra hrossa
Í samstarfi við Hestamannafélagið Dreyra
Dr. Elsa Albertsdóttir LbhÍ
Haldið 12. apríl á Akranesi
Tálgunarnámskeið
- ferskar viðarnytjar
Ólafur Oddsson Skógrækt ríkisins
Hefst 13. apríl í Hveragerði
Að breyta sandi í skóg
- endurheimt skóglendis
í samstarfi við Hekluskóga og Héraðs- og
Austurlandsskóga
Ása L. Aradóttir prófessor við LbhÍ,
Hreinn Óskarsson Hekluskógum,
Úlfur Óskarsson lektor við LbhÍ og
Þröstur Eysteinsson Skógrækt ríkisins
Hefst 13. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði
og 20. apríl á Egilsstöðum
Baráttan við illgresið
- í tún-, garð- og kornrækt
Jón Guðmundsson plöntulíffræðingur
Haldið 25. apríl á Stóra Ármóti
Pottaplöntuskreytingar
Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar-
stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ
Haldið 27. apríl í Hveragerði
Tögl - frá sterti til handverks
Lene Zachariassen hagleikskona
Hefst 4. maí hjá LbhÍ á Hvanneyri
Endurmenntun LbhÍ
Jarðrækt nytjajurtir og nýting
búfjáráburðar
Guðni Þorvaldsson og Ríkharð
Brynjólfsson prófessorar við LbhÍ
Hefst 6. mars á Egilsstöðum
Ísgerð
Í samstarfi við Farskólann og Matís
Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræð-
ingur og ísáhugamaður
Haldið 10. mars á Flúðum, 23. apríl
á Sauðárkróki og 24. apríl á
Hvammstanga
Innflutningur plantna
aðferðir og áhætta
Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands,
Félag garðplöntuframleiðenda, Skógrækt
ríkisins og Sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytið
Ian Murgatroyd skosku skógar-
þjónustunni, Helga Ösp Jónsdóttir
MAST, Ólafur Njálsson Félag garð-
plöntuframleiðenda, Erling Ólafsson
Náttúrufræðistofnun, Guðmundur
Halldórsson Landgræðslan, Halldór
Sverrisson LbhÍ og Sigurgeir Ólafsson
sérfræðingur
Haldið 10. mars í Hveragerði
Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár
Jóhannes Sveinbjörnsson lektor LbhÍ
Haldið 12. mars á Sauðárkróki
Húsgagnagerð úr skógarefni
Ólafur Oddsson Skógræktar ríkisins
Hefst 16. mars í Vaglaskógi og
Bygging hrossa
Í samstarfi við Hrossaræktarsamtök
Austurlands
Þorvaldur Kristjánsson, kynbóta-
dómari og sérfræðingur hjá LbhÍ
Haldið 17. mars á Egilsstöðum
Bætt mjólkurgæði
Snorri Sigurðsson ráðgjafi hjá Viden-
centeret for landbrug í Danmörk
Haldið 20. mars á Hvanneyri og í
fjarfundi á Egilsstaði og Sauðárkrók
Allar nánari upplýsingar má finna á
www.lbhi.is/namskeid
Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is
eða í síma 433 5000
Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid
Aðalfundur WorldFengs var
haldinn í Bændahöllinni,
Reykjavík, 20. febrúar sl.
Umræðuefnið var ársskýrsla
WorldFengsverkefnisins, sem
Jón Baldur Lorange, verkefnis-
stjóri WorldFengs, lagði fram og
kynnti.
Að sögn Jóns Baldurs kom rekstur
WorldFengs vel út í fyrra, eins og
síðastliðin ár, og náðist að vinna þau
verkefni í WorldFengs sem stefnt
var að árið 2011. Áskrifendum
fjölgaði um 32% á milli áranna
2010 og 2011 og eru þeir í dag
12.533 talsins í 24 löndum. Mesta
fjölgunin var í Þýskalandi, Íslandi
og Svíþjóð. Á árinu 2012 verður
unnið að mörgum spennandi verk-
efnum.
Stjórn WorldFengs, en hana skipa 2 frá Bændasamtökum Íslands og 2 frá FEIF, alþjóðsamtökum eigenda íslenska
hestsins. Frá vinstri: Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtakanna, Jens Iversen,
forseti FEIF, Marlise Grimm, ræktunarleiðtogi FEIF og Guðlaugur Antonsson, landsráðunautur í hrossarækt.
Stjórn WorldFengs fundar í Bændahöllinni
Bændablaðið
á netinu...
www.bbl.is
Næsta blað
kemur út
15. mars
NÚ BLÁSUM VIÐ
TIL VEISLU
Föstudaginn 9. Mars ætla Vinir Tungnarétta að standa
fyrir stórhátíð í Aratungu.
Margt spennandi verður á dagskrá eins og pakkauppboð,
happdrætti, hinn alkunni tungnaréttasöngur og margt
margt fleira.
Allur ágóði af samkomunni mun renna beint til
enduruppbyggingar á Tungnaréttum.
Húsið opnar kl.19:00 og herlegheitin hefjast svo
stundvíslega kl 20:30
Erum á Facebook(Vinir Tungnarétta)
Allir hjartanlega velkomnir
Vinir Tungnarétta