Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012
Árshátíð
Landssamtaka
sauðfjárbænda
verður haldin föstudaginn 30. mars nk. í Súlnasal Hótel Sögu
Hátíðin hefst kl 19.00 með fordrykk. Skemmtidagskrá undir borðum
og dansleikur með hljómsveit Geirmundar að loknu borðhaldi.
Veislustjóri verður Guðni Ágústsson og ræðumaður kvöldsins Ágúst
Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans.
Forréttur: Rjómalöguð sjávarréttasúpa með gulrótarflani
Aðalréttur: Lambahryggvöðvi með smjörbakaðri kartöflu,
fennelsalati og rauðvínssósu
Eftirréttur: Kókos búðingur með ananas og myntu
Miðaverð fyrir mat, skemmtun og dansleik er kr. 6.500.
Tekið er við miðapöntunum hjá Bændasamtökunum í síma 563-
0300. Þeim sem ætla að gista á Hótel Sögu er bent á að tryggja
sér herbergi í tíma í síma 525-9900.
Hópar, 8 manns eða fleiri geta pantað borð.
Árshátíðarnefnd
www.sindri .is
/ sími 5 75 0000
FESTINGAR ERU OKKAR FAG
49.736 m/vsk
5.980 STK BOLTAR, RÆR OG SKINNUR
Sverleiki 3 - 12mm | Lengd allt að 120 mm
3.530 stk boltar 8.8
1.600 stk rær
850 stk skinnur
Ný
netverslun
Næsta Bændablað
kemur út 15. mars
Árshátíð
Landssambands
kúabænda 2012
Hótel Selfossi laugardagskvöldið 24. mars.
Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin á
Hótel Selfossi laugardagskvöldið 24. mars n.k. Húsið
opnar kl. 19.00.
Miðapantanir eru í síma 460 4477 og er miðaverð 7.000
kr.
Herbergjapantanir á Hótel Selfossi eru í síma 480 2500.
Veislustjóri verður Páll Stefánsson dýralæknir og hljóm-
sveitin Stuðlabandið mun halda uppi fjörinu fram eftir
nóttu.
Forréttur: Humarsúpa með fínsöxuðum skelfiski
Aðalréttur: Hægelduð nautalund með rjómakartöflum,
árstíða grænmeti og rauðvínssósu.
Eftirréttur: Frönsk súkkulaðiterta með skógarberjum.
Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna!
Árshátíðarnefnd Landssambands kúabænda.
Þórisstaðir
Grímsnes og Grafningshreppi
Um er að ræða jörðina Þórisstaði sem er 150 ha að stærð. Þar
af er ræktað land um 30 ha. Á jörðinni er 164,8 fm steinsteypt
íbúðarhús sem byggt var árið 1973. Að auki eru eftirfarandi útihús:
212,0 fm hesthús og 137,6 fm sambyggð hlaða sem búið er að
innrétta sem trésmíðaverkstæði. Mikil uppbygging er í sveitinni
m.a. er nýr grunnskóli og glæsileg sundlaug og íþróttahús á
Borg sem er í ca. 10 km fjarlægð frá jörðinni. Stutt er í alla helstu
þjónustu m.a er heilsugæslustöð í Laugarási. Selfoss er í um 30
km fjarlægð og Reykjavík um 80 km fjarlægð. Verð 82,0 millj.kr.
Steindór Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali:
Sími 480-2901
steindor@log.is
Hallgrímur Óskarsson
Sölumaður
Sími 480-2902
halli@log.is Sími 480-2900
Fasteignaskattur á hesthús:
Vilja breytingar
á lögum
Byggðarráð Húnaþings vestra
hefur skorað á innanríkisráðherra
að leggja nú þegar fram frumvarp
á Alþingi til breytinga á lögum um
tekjustofna sveitarfélaga þannig
að hesthús í þéttbýli verði skatt-
lögð með öðrum hætti en núver-
andi lög gera ráð fyrir.
Á fundi byggðarráðsins fyrir
skömmu var ályktun ásamt bókun
þessa efnis lögð fram og samþykkt
samhljóða.
Í bókun byggðarráðs kemur fram
að samþykkt er að fresta gjalddögum
á hesthús í þéttbýli til 1. júlí næst-
komandi og að þeir verði 6 talsins.
Komi til þess að Alþingi samþykki
breytingar á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga, sem hafi áhrif á álagn-
ingu fasteignaskatts ársins 2012 á
hesthús í þéttbýli, er jafnframt ljóst
að sveitarfélagið mun leggja fast-
eignaskattinn á að nýju til samræmis
við þær lagabreytingar.
Safnasafnið – Alþýðulistasafn
Íslands hlaut á dögunum Eyrarrósina,
viðurkenningu fyrir afburða menn-
ingarverkefni á landsbyggðinni
og var hún veitt við hátíðlega
athöfn á Bessastöðum. Magnhildur
Sigurðardóttir og Níels Hafstein
tóku við verðlaununum úr hendi
Dorritar Moussaieff, forsetafrúar,
sem er verndari Eyrarrósarinnar.
Safnasafnið stendur við Þjóðveg
eitt rétt utan við Akureyri, í gamla
Þinghúsinu á Svalbarðsströnd.
Safnið opnaði árið 1995 og vinnur
merkilegt frumkvöðlastarf í þágu
íslenskrar alþýðulistar.
„Eyrarrósin hefur margs konar
þýðingu. Hún staðfestir það orð-
spor sem fer af Safnasafninu, eflir
það á ýmsa lund, gerir því kleift
að markaðssetja sig með öðrum
hætti en hingað til, en síðast en
ekki sízt varpar hún ljóma á far-
sælt samstarf safnsins við íbúa
Svalbarðsstrandarhrepps sem hafa
tekið þátt í sýningum safnsins frá
árinu 1999,“ segir Níels Hafstein
hjá Safnasafninu á Svalbarðsströnd.
Níels segir að veiting
Eyrarrósarinnar hafi nú þegar bor-
ist samstarfsaðilum safnisns bæði
vestan hafs og austan til eyrna
og sé mikils virði í þeirra augum.
Safnasafnið vinnur að því að mynda
regnhlífasamtök fyrir alþýðulista-
fólk í Evrópu, en helztu forkólfar
þess eru Gaia Museum í Danmörku
og Museum dr. Guisling í Belgíu.
Samtals taka 40 aðilar þátt í þessu
samstarfi, listasöfn og listhús, félög
og aðrar menningarstofnanir.
„Safnasafnið vinnur nú að rann-
sóknum á lífi og myndlistarstarfi
Sölva Helgasonar í samvinnu við
Þjóðminjasafnið og er stefnt að
útgáfu bókar. Þá er verið að skipu-
leggja fjölda nýrra sýninga sem
verða opnaðar 19. maí í tengslum
við Alþjóðlega safnadaginn,“ segir
Níels.
Magnhildur Sigurðardóttir og Níels Hafstein tóku við verðlaununum úr hendi
Dorritar Moussaieff, forsetafrúar, sem er verndari Eyrarrósarinnar.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina:
„Staðfestir orðspor“
- segir Níels Hafstein hjá Safnasafninu