Bændablaðið - 01.03.2012, Side 42

Bændablaðið - 01.03.2012, Side 42
42 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 Jörðin Hlíð er búin að vera í eigu núverandi ábúenda, frá árinu 2007. Þá keyptu þeir af for- eldrum Svavars sem voru búnir að búa þar frá 1975. Fyrstu tvö árin stóðu þau Svavar og Rakel ein að rekstrinum, en árið 2009 stofnuðu þau Hlíðarbúin sf., ásamt systur Svavars og Mági sem búa á jörðinni Geirshlíð í Miðdölum. Hlíðarbúin reka búin í Hlíð og Geirshlíð saman sem eitt bú. Göngum við því saman í öll þau verk sem til falla. Býli? Hlíð. Staðsett í sveit? Hörðudal í Dalabyggð. Ábúendur? Svavar Magnús Jóhannsson og Rakel Magnea Hansdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Svavar og Rakel, Mikael Magnús, fimm ára, og Telma Karen, eins og hálfs árs. Þá eigum við hund- inn Töru og köttinn Hófí. Stærð jarðar? 570 hektarar, þar af eru 18 hektarar ræktaðir. Heyja Hlíðarbúin í heildina á 6 jörðum sem allar eru staðsettar í Hörðudal og Miðdölum. Tegund býlis? Blandað bú. Kýr, kindur og hestar í eigu annarra. Fjöldi búfjár og tegundir? 48 nautgripir og 20 mjólkurkýr. 780 kindur og 21 hrútur (þar af eru 290 í Hlíð). Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar og endar á mjöltum og gjöf- um. Þess á milli eru allskonar verk unnin, sem velta á því hvort það er vor, sumar, vetur eða haust. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst leiðin- legast að þurfa að skafa skít. Skemmtilegast eru sauðburður, smalamennska og allt annað sem viðkemur sauðfé. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu móti en með bættri vinnuaðstöðu. Annars veit maður aldrei hvað gerist í fram- tíðinni. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Það fólk sem sinnir þeim málum stendur sig ágætlega. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef við göngum ekki í ESB. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í skyri og lambakjöti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, súrmjólk, skemmt grænmeti og útrunninn rjómi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautalund með bernaisesósu, kartöflugratín og rjómasalati hjá fullorðna fólkinu. Grjónagrautur hjá yngri kynslóðinni. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Svavar var að dæla út úr fjóskjallaranum og þurfti að fara út í á að ná í vatn til að hræra. Á meðan haugsugan var að dæla inn í sig, sofnaði Svavar. Þurfti bóndinn á næsta bæ að vekja Svavar með flauti og látum. Margir eru enn duglegir í átaki eftir jólahátíðina og þá taka næstu veislur við þar sem freist- ingar eru til að falla fyrir. Því er um að gera að hugsa um hollt fæði á milli hátíða og jafnvel útbúa sér eigin tebolla stöku sinnum, sem ku vera vatnslosandi og gott fyrir sálina. Myntute – að marokkóskum sið 1 l vatn 10 myntustilkar 1-2 tepokar (grænt te), eða 3 msk. grænt teduft 3 msk. sykur Aðferð: Sjóðið vatn, hellið þriðjungi af því í tekönnu og veltið henni fram og aftur til að hita hana. Bætið myntu, tepokum og sykri í könnuna og hellið afganginum af vatninu yfir. Látið teið lagast í 3-4 mínútur og hellið síðan í glös. Fallegt er að skreyta glösin með myntulaufum. Appelsínu- og kanilte 500 ml vatn 1 kanilstöng 10 cm bútur af appelsínuberki. Gætið þess að hvíti hlutinn fari ekki með (hann er bitur á bragðið) 1 tsk. safi úr appelsínu 1 tsk. agavesíróp eða hunang Aðferð: Sjóðið vatnið og bætið kanilstöng- inni og berkinum út í. Látið malla í pottinum í 5-7 mínútur. Sigtið allt í gegnum sigti og ofan í bolla. Bætið appelsínusafanum og agavesírópinu saman við. Látið standa í um fimm mínútur og drekkið. (Af uppskriftavefnum cafesigrun.com) /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR Í heimsréttum Rikku er farið til ólíkra landa í leit að matarupplifunum og er ein þeirra ferðalag til Marokkó, þar sem meðal annars er boðið upp á myntute. Mynd: Gísli Egill Hrafnsson. Tími fyrir te – myntute að marokkóskum sið MATARKRÓKURINN Hlíð Mikael Magnús, 5 ára og Telma Karen eins og hálfs árs.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.