Fréttablaðið - 24.02.2012, Síða 19

Fréttablaðið - 24.02.2012, Síða 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Aðalfundur Beint frá býli verður haldinn að Sól- heimum í Grímsnesi á morgun milli 13.45 og 18. Meðal efnis á dagskrá verður kynning á skýrslu Háskólans á Akureyri um lagaumhverfi heimavinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Sjá nánar á www.beintfrabyli.is H elga Soffía Kon- ráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju, segist ekki vera mikið fyrir að elda mat. Hún kann þó að njóta hans. Helga Soffía leggur meiri áherslu á að baka og býður gestum í kaffi hvern sunnudag, enda er hún mikil fjölskyldu- manneskja. Helga Soffía kynntist fyrr- verandi eiginmanni sínum, Tos- hiki Toma, þegar þau voru bæði við nám í Ísrael. Síðan fluttu þau til heimalands hans, Japans, og bjuggu þar í tvö ár. „Móðir mín var flinkur kokkur þannig að ég þurfti aldrei að gera neitt í eldhúsinu. Það varð til þess að ég fékk aldrei neinn sérstakan áhuga á eldamennsku,“ segir Helga Soffía. „Þegar ég kynnt- ist Toshiki reyndist hann vera afar snjall kokkur og tók að sér matargerðina á heimilinu. Ég kynntist japanskri matar- gerð í gegnum Toshiki en hann var sérlega hugmyndaríkur og fylgdist vel með matreiðsluþátt- um í sjónvarpinu. Það var allt nýtt fyrir mér á þessum tíma og margt framandi. Ég var hús- móðir í Japan þar sem í boði var ýmislegt framandi hráefni. Hrár fiskur er mikið borðaður í Japan en ég kunni ekkert með hann að fara. Ég naut þess að borða, enda líkaði mér maturinn. Matarhefð- in í Japan er auk þess skemmti- leg. Lengi er setið til borðs og margir smáréttir bornir fram,“ segir Helga Soffía. Hún segir að eftir að þau fluttu til Íslands hafi haldist sú hefð að eiginmaðurinn eldaði. „Nú bý ég með tveimur börnum mínum, 18 og 21 árs, en þegar ég elda þá erum við bara að næra okkur. Vegna þess hversu mikið er að gera hjá mér þá dett ég oft í það að hafa eitthvað fljótlegt í matinn. Yngra barnið er svolítið farið að prófa sig áfram í matar- gerð og hefur erft þann áhuga frá föður sínum. Mér finnst ágætt að vera í hinu félagslega hlutverki, leggja fallega á borð og rabba við gesti. Til að geta haldið góðu samneyti við fjöl- skyldu og vini fór ég að sinna bakstri og býð í huggulegt sunnu- dagskaffi. Það finnst mér mjög gaman,“ segir Helga Soffía sem gefur hér uppskrift að romm- kúlutertu sem hún fann í eftir- réttabók frá Hagkaup og er afar vinsæl hjá henni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 2 Þú velur 2 aðalrétti af 14 á matseðli og greiðir eingöngu fyrir báða réttina Nú gerum við okkur glaðan dag Gril lhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, www.gri l lhusid.is GRRRillandi gott í allan vetur Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju, býður heim á sunnudögum. Alltaf með sunnudagskaffi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.