Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 24.02.2012, Qupperneq 30
10 • LÍFIÐ 24. FEBRÚAR 2012 hvað er næst á dagskrá? Dag- skráin hjá mér er eiginlega svo full þessa dagana að ég hef varla gefið mér tíma til að hugsa um hvað kemur næst. Ég veit að ég er samt alltaf með eitthvert markmið undir- liggjandi, en mér finnst ekki tíma- bært að segja frá því. Vinnurðu út frá persónulegri markmiðasetningu eða hefur eitt gerst af öðru hjá þér? Ég er alltaf með einhverja sýn á það sem mig langar til þess að framkvæma. Ég notast mikið við hugarkort til þess að fá yfirsýn yfir þau markmið sem ég set mér og er mjög einbeitt við það að ná þeim. Þegar mark- miðin eru komin á blað lauma ég þeim svo inn í hugleiðsluna mína og sé fyrir mér hvernig ég vil hafa hlutina. Þessi leið hefur reynst mér vel. Hverjar eru þínar helstu fyrir- myndir bæði í atvinnulífinu sem og persónulega? Það er enginn einn fastur. Ég tek mér alls konar fólk til fyrirmyndar. Ég kann til dæmis mjög vel að meta kurteist fólk sem virðir aðra og kemur vel fram. Ég forðast að setja fólk á stall og fæ innblástur frá samferðamönn- um mínum, stundum frá einhverju sem fólk gerir, en líka stundum frá einstaklingnum sjálfum. Hvernig tæklarðu stress og álag? Ég hugleiði á hverjum ein- asta degi. Ég finn hvíldina í því og hef gert frá því ég var átján ára. Þá fór ég fyrst á jóganámskeið og jógaheimspekin hefur fylgt mér síðan. Hugleiðslan dýpkar innsæið og þroskar það, sem hefur hjálp- að mér að taka ákvarðanir í lífinu. Hvernig heldurðu þér í líkam- legu og andlegu formi? Fyrir utan hugleiðsluna þá hreyfi ég mig reglulega. Ég man einu sinni eftir því að hafa farið í megrun. Ég var á síðasta árinu í menntaskóla og þá var í tísku að drekka soðið vatn með sítrónu, hlynsírópi og cayenne pipar. Algjör viðbjóður. Þetta tíma- bil stóð augljóslega ekki lengi, ég sprakk um hádegi sama dag og síðan þá hafa megrunarkúrar ekki heillað mig. Það sem virkar best fyrir mig er að ég hlusta á líkamann og reyni að forðast þann mat sem ég finn að fer ekki nógu vel í mig. Markmið- ið mitt er ekki að vera með sixpakk heldur að líða vel í eigin skinni. Hvernig lítur mataræði kokks- ins út? Leyfirðu þér miklar kræs- ingar? Ég borða allt sem mig lang- ar í og er hræðilegur sælkeri. Ég borða bara aldrei yfir mig. Ég hef frekar einfaldan matarsmekk og kann að meta góðan hamborg- ara, eplapæ með karamellusósu og sjeik með öllu saman. Það fer eigin lega allt eftir því hvernig stemningin er og gæti ég svo sem talað endalaust um það sem mér finnst gott að borða. Eitthvað að lokum? Eitt gott spakmæli sem hvetur mig helst áfram þessa dagana er: Gættu þess að vanmeta þig ekki því ver- öldin er vís til þess að trúa þér. UPPÁHALDS Tímarit: Sænska Elle à la carte. Heimasíða: Gmail.com Veitingastaður: Get ekki gert upp á milli. Verslun: Mér líður afskaplega vel í matvöruverslunum. Oftar en ekki fer ég frekar að skoða matvöruverslanir en söfn þegar ég ferðast er- lendis. Eftirlætisbúðirnar mínar eru Hagkaup og Whole Food Store í Bandaríkjunum. Hönnuður: Peggy Porschen, vinkona mín og kökudíva. Dekur: Gott höfuðnudd. Líkamsrækt: Þessa dagana er ég í kökuformi og stoltur styrktarað- ili Hilmars Björns, einkaþjálfara í Laugum, en það stendur til að bæta úr því og komast aftur í mína fyrri rútínu. Framhald af síðu 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.