Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.02.2012, Qupperneq 32
12 • LÍFIÐ 24. FEBRÚAR 2012 GRETA SALOMÉ STEFÁNSDÓTT- IR, 25 ára, höfundur lagsins Mundu eftir mér, sem verður framlag Íslands til Eurovision í Aserbaídsjan í ár, er með full- komna æfingastöð í bílskúrnum sínum þar sem hún æfir cross- fit af krafti þegar hún á lausa stund. Hvað færð þú persónulega út úr því að æfa crossfit? Ég fæ alveg rosa útrás sem er alveg frábært fyrir stelpu eins og mig sem þarf að vera stillt og prúð allan daginn. Þetta er rosalega gott því með því að stunda crossfit kem ég jafnvægi á hlutina þegar ég búin að taka góða cross- fit-æfingu. Hvar æfir þú? Ég er að æfa crossfit niðri í Bootcamp-stöðinni á Suður- landsbraut. Ég er búin að æfa í eitt og hálft ár. Við erum með góða að- stöðu heima hjá okkur til að æfa en við erum með fullkomið „crossfit- gym“ í bílskúrnum okkar. Hve oft æfir þú í viku? Það er mjög mismunandi. Svona þegar ég hef verið að æfa mest hef ég stund- um verið að æfa tvisvar á dag eða þegar ég hef haft nægan tíma. Síð- ustu vikur hafa æfingarnar þurft að víkja vegna Eurovision. Ertu að æfa mikið þessa dag- ana samhliða undirbúningnum fyrir Eurovision? Já, ég er á fullu að æfa núna. Ég er svo heppin að kærastinn minn er þjálfari og sér um crossfitið í Bootcamp. Hann býr til æfingaprógram fyrir mig og segir mér hvenær og hvernig ég á að æfa. Hvað heillar þig við að stunda crossfit? Það er að maður getur sett sér persónuleg markmið og þannig fylgst nákvæmlega með framförum. Í crossfit setur maður sér persónulegar áskoranir því maður veit sínar tölur og tíma og þess vegna sjást framfarirnar svart á hvítu. Tölurnar ljúga nefni- lega ekki. Mér finnst líka gaman að þetta sport snýst ekki um spegilinn heldur árangur. Er crossfit öfgaíþrótt að þínu mati? Það getur hver farið á sínum hraða. Það er svo skemmtilegt við crossfit að þar sérðu alls konar fólk í mismunandi ástandi stunda íþrótt- ina og það verður alveg háð þessu og það algjörlega á sínum forsend- um. Hefur þú tekið þátt í crossfit- móti? Já, já, ég hef verið að keppa en ég er ekki búin að keppa mikið undanfarið. Ég er að stefna á eina stóra keppni í Aserbaídsjan þann- ig að eftir þá keppni sný ég mér kannski meira að þessu. Hvernig gengur undirbúningur fyrir Eurovision? Staðan er þann- ig að við erum að taka upp lagið aftur. Síðustu daga höfum við tekið upp sönginn og allar raddir í raun- inni. Svo verður farið í mjög stóra strengjaupptöku með meðlimum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Svo erum við að leggja drögin að tónlist- armyndbandi. Það er verið að klára viðræður við alla og allt að smella saman. SPORTIÐ SNÝST EKKI UM SPEGILINN Crossfit er svo ný íþróttagrein á Íslandi að enska orðið er enn notað. Íþróttin hef- ur slegið í gegn á Íslandi. Lífið spurði fjórar konur sem stunda íþróttina af krafti hvað það er sem þær fá út úr því að stunda íþróttina. Ein þeirra hefur verið mjög áberandi í crossfit-íþróttinni, Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir. Mér finnst líka gaman að þetta sport snýst ekki um spegilinn heldur árangur. SJÁ NÆSTU OPNU: ERNA HLÍF JÓNSDÓTTIRSÓLRÚN BIRGISDÓTTIRANNA JÚLÍANA ÞÓRÓLFSDÓTTIR 25 ÁRARým ingar sala Verslunin flytur Allt á að seljast Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Bætir svefn og dregur úr verkjum Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.