Fréttablaðið - 24.02.2012, Side 36

Fréttablaðið - 24.02.2012, Side 36
Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir sem fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismat- reiðslumanna í vikunni eftir að hún var tilnefnd í tveimur flokkum „BEST of RAW Gourmet Chef“ og „Best RAW Simple Chef“, og sigraði í þeim báðum, gefur Lífinu kökuuppskrift sem svíkur engan því Solla veit svo sannarlega hvað þarf til að gleðja bragðlaukana. SÚKKULAÐI „BROWNIE“ MEÐ HIMNESKU SÚKKULAÐIKREMI 4 dl valhnetur 1 dl kakóduft ½ dl hrásykur eða kókossykur ½ dl döðlur, smátt saxaðar ½ dl fíkjur, lagðar í bleyti í 15 mín., þerraðar og smátt saxaðar 2 msk. kaldpressuð kókosolía 1 tsk. vanilluduft eða dropar ¼ tsk. kanill ½ dl smátt saxaðar léttristaðar valhnetur Setjið 4 dl af valhnetum í mat- vinnsluvél, stillið á lægsta hraða og malið hneturnar í mjöl. Bætið restinni af uppskriftinni út í og blandið þar til þetta klístrast saman og myndar deig. Þrýst- ið deiginu niður í 20x20 cm form, setjið plastfilmu yfir formið og látið inn í kæli/frysti í um 30 mín. áður en kreminu er smurt á. KREM 1 dl döðlur, smátt saxaðar 1 dl agavesýróp 1 dl kakó ½ dl kaldpressuð kókosolía 1/4 dl kakósmjör (brætt – má nota kókosolíu) ½ dl kókosmjólk 3-4 dropar mintuolía Allt sett í matvinnsluvél eða í kröftugan blandara og blandað þar til silkimjúkt og kekkjalaust. Ef kremið er of þurrt má bæta smá kókosmjólk út í. Takið botn- inn úr frystinum og smyrjið krem- inu ofan á. Geymist í viku í ísskáp eða 1-2 mánuði í frysti. HELGARMATURINN FJÖLMIÐLASTJÖRNUR Í ASÍU Sjónvarpsstjörnurnar Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir og Sigrún Ósk Krist- jánsdóttir fóru í dýragarð í Kúala Lúmpúr í fyrra- dag í 30 stiga hita eftir að hafa staldrað við hjá Elínu Reynisdóttur stjörnu- sminku í Dubai. Fjölmiðla- konurnar eru á mánaðar- löngu ferðalagi um Asíu ásamt eiginmönnum sínum og börnum. ERNA HRÖNN EIGNAÐIST STÚLKU Erna Hrönn, söngkona og út- varpskona, eignaðist 15 marka stúlku aðfaranótt fimmtudags klukkan 00.46. Stúlkunni heilsast vel og móður líka. Erna á son og dóttur frá fyrra sambandi en unnusti henn- ar, Jörundur Kristinsson við- skiptafræðingur, á þrjár dætur fyrir. Lífið óskar stórfjölskyldunni hjartanlega til hamingju með prinsessuna. Nýherji hf. Sími 569 7700 www.netverslun.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.