Fréttablaðið - 24.02.2012, Side 46

Fréttablaðið - 24.02.2012, Side 46
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR26 folk@frettabladid.is Gítarleikarinn Arnar Grét- arsson lagði bjórinn á hill- una og hellti sér út í Cross- fit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. HEILSA „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit,“ segir Arnar Grétarsson, gítarleik- ari hljómsveitarinnar Sign og með- limur í keppnisliðinu Dóra í Cross- fit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálf- krafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyll- erí. Ég hef til dæmis ekkert drukk- ið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta,“ segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fíl- efldir karlar. Árangurinn er sér- staklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Cross- fit. En svo er til dæmis þessi ólýs- anlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina,“ segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hve- nær,“ segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsu- samlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kenn- ir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokk- að niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri,“ segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokk- arar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is ROKK Í GEÐVEIKINNI Í CROSSFIT Mataræðið breyttist hjá Arnari þegar hann fór að hreyfa sig meira en hann segist þó ekki taka nein aukaefni, hann fái allt sem hann þurfi úr fæðunni auk þess sem hann taki lýsi. „Þetta er ekki beint meðvituð ákvörðun, þetta gerist meira ósjálfrátt. Eins með drykkjuna, maður fer ósjálfrátt að minnka hana, einkum þegar maður er einhver drykkjuhestur,“ segir Arnar sem er búinn að prófa ýmislegt og er nú kominn með mataræði sem hentar honum. 08.00 Hafragrautur með bláberjum 09.30 Epli með hnetusmjöri og kannski smá skyr Hádegismatur: Týpískur hádegismatur er pakki af beikoni og 5 egg. Stundum er það samt kjöt og sætar kartöflur. 15.30 Tvær túnfisksdollur og grænmeti Kvöldmatur: Oftast kjöt eða fiskur og sætar kartöflur eða rófur. Svo fær hann sér yfirleitt hálfan lítra af skyri fyrir svefninn. MATARDAGBÓK ARNARS FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TRYGGIR SÉR KLÁMLÉN Sir Richard Branson hefur tryggt sér einkarétt á vefslóðinni Richardbranson.xxx. Hann átti í deilum við Ástralann Sean Truman sem keypti vefslóðina í fyrra. Samkvæmt frétt BBC var óttast að Truman ætlaði sér að misnota nafn auðjöfurs- ins Bransons og því var ákveðið að taka slóðina af honum. Stafirnir xxx hafa hingað til verið notaðir til að hýsa klám- síður. FACEBOOK Í SJÓNVARPINU Face- book og Twitter verða bráðum hluti af sjónvarpsáhorfi fólks. Þannig getur fólk tjáð sig um þættina sem það er að horfa á og séð hvað vinunum finnst í gegnum samskiptamiðlana efst á sjónvarpsskjánum. Tilraun með þetta verður gerð í Ástralíu í júní. TÆKNI HEILSA Meðalerfið eða erfið lík- amsrækt á meðgöngu er ekki skaðleg heilsu ófæddra barna samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í marsútgáfu tímaritsins Obstetrics & Gynecology. Að sögn Dr. Lindu Szymanski, meðhöfundar rannsóknarinn- ar, þurfa konur ekki að óttast að erfið hreyfing skaði fóstur, og hvetur kyrrsetukonur til að hreyfa sig reglulega. Hún bendir á að hjólreiðar og göngur henti verðandi mæðrum vel. Hreyfing á meðgöngu ekki skaðleg TÍSKA Fatahönnuðurinn Marc Jacobs gerðist sekur um að nota of ungar fyrirsætur á sýningum sínum á tískuvikunni í New York. Félag fatahönnuða í Bandaríkjun- um, CFDA, gaf út ákveðnar reglur fyrir tískuvikuna þar sem hönnuð- um var gert að ráða aðeins fyrir- sætur sem höfðu náð 16 ára aldri. The New York Times fletti hins vegar ofan af því að tvær fyrir- sætur í sýningum Marcs Jacobs á nýafstaðinni tískuviku höfðu verið einungis 15 ára gamlar. Fyrirsæturnar sem um ræðir eru þær Thairine Garcia og Ondria Hardin en Marc Jacobs vill meina að hann hafi fengið sam- þykki hjá foreldrum stúlknanna. „Ég ræð útliti sýningarinnar og enginn annar getur stjórnað því. Ef foreldrar gefa leyfi sé ég enga ástæða fyrir að banna stúlkunum að taka þátt í sýningunni,“ segir Jacobs kokhraustur í samtali við tímaritið á meðan forseti CFDA, Steven Kolb var ekki ánægður með hönnuðinn. „Við teljum að það sé mjög mikilvægt að stúlkurnar séu orðnar 16 ára gamlar. Það er mikil synd ef hönnuðirnir eru ekki sam- mála því.“ Marc Jacobs notaði of ungar fyrirsætur RÆÐUR Marc Jacobs hunsaði reglur Félags fatahönnuða í Bandaríkjunum og var með fyrirsætur undir 16 ára aldri í sýningu sinni á tískuvikunni í New York. NORDICPHOTOS/GETTY HEILSA Bjartsýni, jákvætt hugar- far og húmor er talið draga úr áhyggjum og streitu þeirra sem óttast að fara til tannlæknis, samkvæmt nýrri rannsókn. Einn- ig getur spjall á léttum nótum við starfsfólk tannlæknastofa dreift huganum og skapað þægilegt andrúmsloft. Samkvæmt rannsókn háskól- ans í Gautaborg gengur jákvæð- um sjúklingum með góða kímnigáfu betur að takast á við heimsókn til tannlæknis heldur en þeim sem örvænta og mikla hlutina fyrir sér. Ef þú forðast tannlækna eins og heitan eldinn, er því um að gera að segja einn eða tvo brand- ara í næstu heimsókn. Húmor gegn hræðslu við tannlækna GLENS HJÁLPAR Grín á tannlæknastof- unni getur gert gæfumuninn. MEGA SELJA IPAD Í SJANGHÆ Fyrirtækið Apple getur haldið áfram að selja iPad í Sjanghæ. Kínverska fyrirtækið Proview hafði krafist þess að lögbann yrði sett á vöruna. Það segist hafa komið fram með nafnið iPad árið 2000. Apple kveðst á hinn bóginn hafa tryggt sér réttinn á nafninu á heimsvísu árið 2009. krakkar@frettabladid.is Greta Salóme Stefánsdóttur er farin að hlakka verulega til að fara til Aserbaídsjan með Jónsa vini sínum, en þau verða fulltrúar Íslands í Eurovision- söngvakeppninni sem fram fer í maí. Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Hefur þú gert góðverk í dag? lifsstill@frettabladid.is 26

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.