Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 10
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR10 SAMÞÆTTING Við hjálpum þér að fá meira út úr fjárfestingu í viðskiptalausnum með samþættingu við önnur upplýsingakerfi. VIÐSKIPTALAUSNIR Bjóðum uppá þrautreyndar viðskiptalausnir, eins og Microsoft Dynamics NAV og LS Retail. RÁÐGJÖF Hjá Rue de Net starfar samstíga hópur sérfræðinga með áralanga reynslu af rekstri og innleiðingu viðskiptakerfa. KERFISÖRYGGI Við tryggjum hámarks virkni og áreiðanleika viðskiptalausna þinna. Framúrskarandi lausnir á einum stað www.ruedenet i. s Rue de Net Reykjavík - Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík - Sími: 414 5050 - ruedenet@ruedenet.is REYNSLA, ÞJÓNUSTA OG PERSÓNULEG RÁÐGJÖF Rue de Net hefur yfir að ráða samstíga hópi sérfræðinga með áralanga reynslu af rekstri viðskiptakerfa, innleiðingu og samþættingu viðskiptalausna. Við leggjum áherslu á nána og persónulega ráðgjöf þar sem ráðgjafi Rue de Net kemur að verkferlinu frá byrjun til enda, frá sölu til afhendingar vöru, lausnar og þjónustu. KAUPTHING FUND Société d'Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 (the “Sicav“) ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS The Board of Directors is pleased to convene the shareholders of KAUPTHING FUND to attend the annual general meeting to be held at the registered office of the Sicav on 19 April 2012 at 10.00 a.m. with the following agenda: 1. Report of the Board of Directors and of the Independent Auditor 2. Approval of the financial statements as at 31 December 2011 3. Allocation of the results 4. Discharge to the Directors 5. Renewal of the mandate of the Independent Auditor 6. Statutory elections 7. Miscellaneous The shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and that decisions will be taken by simple majority of the votes cast. Proxies are available at the registered office of the Sicav. Shareholders, who wish to attend the annual general meeting, are requested to inform the Board of Directors (Fax nr: +352 49 924 2501 – ifs.fds@bdl.lu) at least five calendar days prior to the annual general meeting. GRIKKLAND, AP Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, boðaði í gær til þingkosninga í landinu þann 6. maí næst- komandi. „Meginmark- mið ríkisstjórn- arinnar hafa náðst,“ sagði Papademos á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær. Hann hefur stýrt bráða- birgðastjórn sem tók við völdum í nóvember eftir fjármálahrunið í Grikklandi. Ríkisstjórninni hefur nú tekist að skera niður útgjöld og ná sam- komulagi um skuldir ríkisins til að bjarga Grikklandi frá þjóðar- gjaldþroti. - bj Kosið 6. maí í Grikklandi: Ríkisstjórn náð markmiði sínu LUCAS PAPADEMOS SPÁNN Ekki var nægur stuðningur við áform bæjarstjórnar í spænskum smábæ fyrir því að hefja stórfellda ræktun á kanna- bisi í íbúakosningum. Um 56 pró- sent studdu ræktunina, en 75 pró- sent hefðu þurft að vera henni samþykk til að hún yrði að veru- leika, samkvæmt frétt BBC. Um 960 búa í bænum Rasquera í Katalóníu, og hafa bæjarbúar hingað til lifað á ræktun vínberja og ólífa. Bæjarfélagið er fremur skuldsett eftir ágjöf síðustu ára, og duttu stjórnendur bæjarins niður á frumlega leið til að afla bænum tekna. Þeir lögðu til að bærinn legði land undir kannabisræktun, en á Spáni er heimilt að rækta lítil- ræði af maríjúana til einkanota. Bæjarfulltrúarnir töldu öruggt að ræktun á talsverðu magni af fíkni- efninu væri heimiluð með þessum lagaákvæðum. Stjórnvöld á Spáni voru á annarri skoðun, og hótuðu bæjar- yfirvöldum að fara með málið fyrir dómstóla ef bærinn gerði alvöru úr þessum áformum. Þótt meirihluti þeirra sem þátt tóku í íbúakosningunni hafi verið hlynntir því að rækta kannabis óttaðist stór hluti bæjarbúa að lög- fræðikostnaður gæti sligað bæjar- sjóð, sem þegar stendur tæpt. Ekkert verður því af því að þorpið beiti þessari frumlegu aðferð til að afla tekna, í bili að minnsta kosti. - bj Barist um kannabisræktun í spænskum smábæ: Ekki meirihluti fyrir kannabisræktuninni UMDEILD PLANTA Heimilt er að rækta lítilræði af maríjúana til einkanota á Spáni, en óvíst hvernig áform smábæjar um að rækta og selja eiturlyfið hefði fallið að þeim lögum. NORDICPHOTOS/AFP TRÉ Í BLÓMA Þessi maður virti fyrir sér kirsuberjatré í blóma í Tókýó, höfuð- borg Japans, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERSLUN Nokkur gagnrýni hefur verið uppi vegna unglegra nær- fatafyrirsæta í síðasta Hagkaups- bæklingi. Fyrirsæturnar sem um ræðir eru sextán og tuttugu ára. Að minnsta kosti ein athugasemd hefur verið send til Hagkaupa vegna málsins, en ekkert svar hefur borist. Sigríður Gröndal, innkaupa- stjóri sérvöru Hagkaupa, segir að kvenfatamódelin í bæklingunum eigi almennt að vera eldri en átján ára, yfirleitt miðað við tvítugt. „Okkar markhópur er konur á öllum aldri,“ segir hún. „Þær eru heldur grannar í þessu blaði og við ætlum að reyna að hafa það í huga fyrir næsta blað.“ Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, segir allra reglna yfirleitt gætt. „Ef við- skiptavinir hafa bent okkur á eitt- hvað höfum við reynt að bregðast við því,“ segir hann. Kristín Pálsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, segir það enn athyglisverðara að flestar konurnar í blaðinu séu klæðalitlar og í bjóðandi stellingum. „Mjöðmum er skotið út eða hárið ýft til að undirstrika kyn- þokka módelanna,“ segir hún. „Annars eru þær með hendur fyrir aftan hnakka eða lafandi í óvirkri stellingu.“ Þá segir Kristín að uppstillingar á karlmódelum séu af allt öðrum toga og engan kynferðis legan undirtón sé þar að finna. - sv Hagkaup með sextán ára undirfatamódel í nýjasta bæklingi sínum: Gagnrýni vegna unglegra fyrirsæta ÚR AUGLÝSINGABÆKLINGI HAGKAUPA Að minnsta kosti ein athugasemd hefur verið send til Hagkaupa þar sem unglegt útlit fyrirsætanna er gagnrýnt. PERÚ, AP Níu mönnum var bjargað úr námu í Perú í gær, eftir að hafa verið fastir þar í tæpa viku. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu. Einn þeirra átti erfitt með gang og var með súrefnisgrímu þegar hann kom upp úr námunni. „Við sögðum brandara til þess að halda í vonina og hlupum á milli staða til að halda á okkur hita,“ sagði einn mannanna, Edwin Bel- lido Sarmiento. Annar, Javier Tapia Lopez, sagði að á tímabili hefðu þeir haldið að þeim yrði ekki bjargað. Mennirnir voru fastir um 200 metra undir yfirborði jarðar frá því á fimmtudag í síðustu viku þar til í gær. Þeir fengu súrefni og mat í gegnum rör niður í námuna. Meira en fimmtíu manns létust af slysförum í námum Perú í fyrra. - þeb Mennirnir höfðu verið fastir í tæpa viku: Níu bjargað úr námu FRELSINU FEGNIR Námamönnunum var bjargað einum í einu í gær og fjölskyldur þeirra tóku á móti þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.