Fréttablaðið - 12.04.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 12.04.2012, Síða 12
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR12 Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á heidur.bjornsdottir@gmail.com eða í síma 618 7559. Verð kr. 6.100,- Á námskeiðinu verður þessum spurningum m.a. svarað: • Hvernig er best að byrja? • Hvernig á að sá/forrækta? • Hvernig er plantað út? • Hvaða áhöld þarf? •Hvernig fá plönturnar næringu? • Hvað þarf til að fá uppskeru allt sumarið? • Hvaða jurtir eru fjölærar? HEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR kennir hve auðvelt er að rækta grænmeti og kryddjurtir og gefur góð ráð sem nýtast byrjendum jafnt sem lengra komnum. Námskeiðsgögn fylgja sem hægt er að nota ár eftir ár! 12 hagur heimilanna ISAVIA býst við að umfang flugstarfsemi í Keflavík slái öll fyrri met í sumar. Ráðist í endurbætur í Leifs- stöð. Í sumar geta farþegar á leið til Lundúna, Berlínar, Alicante og Parísar valið á milli fjögurra flugfélaga. Í sumar er búist við að dag- lega fari um 15 þúsund far- þegar um Leifsstöð þegar mest lætur. Áætlað er að umfang flugstarf- semi á Keflavíkurflugvelli slái öll fyrri met í sumar. „Veruleg aukning verður í leiða- kerfum flugrekenda sem aldrei hafa haft jafnmarga áfangastaði í áætlunar- og leiguflugi til og frá landinu,“ segir í tilkynningu sem ISAVIA sendi nýverið frá sér. Alls koma 17 flugfélög til með að halda uppi ferðum til landsins í sumar og tvö ný félög hyggja á áætlunarflug allt árið. Nýju félögin eru Wow air og Easyjet, en með tilkomu þeirra eru Lundúnir, eða flugvellir í nágrenni borgarinnar, í áætlunarflugi hjá fjórum flugfélögum, en bæði Ice- landair og Iceland Express fljúga þangað í áætlunarflugi. Þótt flugfélögum sem fljúga frá Keflavík hafi fjölgað mjög virðist í fljótu bragði sem áfangastaðir skarist ekki verulega þótt fjölgi mjög úrvali áfangastaða í ein- stökum löndum. Í fljótu bragði virðist sem mest samkeppni verði í flugi til Lundúna, Alicante, Berlínar og Parísar, en fjögur flug- félög bjóða upp á flug á þessa staði í sumar. Síðan eru nokkuð fleiri borgir sem þrjú flugfélög fljúga til. Dæmi um það eru vinsælir áfanga- staðir á borð við Kaupmannahöfn, Ósló og Hamborg. Þá bætast náttúrlega við áfangastaðir sem íslensku flug- félögin eru ekki með á sinni flugáætlun. Til að mynda er samkeppni í flugi héðan til Vínar- borgar, en þar bítast um far- þegana flugfélögin Austrian og Niki Luftfahrt. Í áðurnefndri tilkynningu ISAVIA kemur fram að álag á starfsemina á Keflavíkurflug- velli aukist gríðarlega yfir sumar- mánuðina. „Síðastliðið sumar voru 18 til 20 farþegaflug afgreidd á Aldrei fleiri möguleikar í fluginu Um leið og valkostum fjölgar bætast við hlutir sem huga þarf að þegar bókað er flug til útlanda. Þannig verður fólk að gæta að því að örðugt kann að vera að fá breytt flugmiðum sem keyptir hafa verið á netinu. Kapp er því best með forsjá þegar kemur að ferðalögum á staði þar sem millilenda þarf á leiðinni og jafnvel ferðast með mörgum flugfélögum. Í slíkum tilvikum er örugglega ráðlegt að gera ráð fyrir því að flug geti tafist og skoða vel samgöngur til og frá þeim flugvöllum sem nota á. Þannig getur til að mynda verið misauðvelt, eða erfitt eftir atvikum, að ferðast á milli flugvalla Lundúnaborgar. Þá er nauðsynlegt að hafa auga með því að endanlegur kostnaður við ferð getur aukist nokkuð frá auglýstu flugfargjaldi. Sum lággjaldaflugfélög hafa þann háttinn á að greiða þarf sérstaklega fyrir farangur, mat um borð í vélinni og fleira slíkt. Mikilvægast er að gefa sér góðan tíma í skipulagningu ferðarinnar og bókun. Þegar kemur að flugsamgöngum er það nefnilega þannig að þeir sem bóka tímanlega og hafa augun opin fyrir tilboðum fá að öllum líkindum hagkvæmustu ferðina. Hinir sem bíða fram á síðustu stundu með að bóka ferð eru líklegir til að þurfa að borga mikið fyrir sætið. Til skoðunar áður en flugið er valið GÓÐ HÚSRÁÐ Glerhreinsir á kamínuglugga Þrátt fyrir að sumarið gangi brátt í garð og veður fari hlýnandi finnst mörgum sumarbústaðar eigandanum huggulegt og jafnvel nauðsynlegt að kveikja upp í kamínunni í bústaðnum sínum. Oft er gallinn hins vegar sá að sót safnast saman á gluggum kamínunnar svo ill- mögulegt er að njóta loganna að öðru leyti en því að leyfa þeim að ylja sér. Almennur glugga- og gler- hreinsir virkar afar vel til að losna við sótið og heldur gluggunum hreinum lengur en ef notast er einungis við vatn eða venjulega sápu. Kaupás hf. hefur í samráði við mat- vælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur ákveðið að innkalla af markaði vöruna Allra grænir frostpinnar þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki merktir á umbúðum hennar. Í fréttatilkynningu frá Kaupás hf. segir að varan hafi verið í dreifingu í verslunum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Ekki kemur fram í innihaldslýsingu á umbúðunum að varan innihaldi sojalesitín sem er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Neytendur sem eru við- kvæmir fyrir soja eða afurðum úr soja eru beðnir um að farga frost pinnunum eða hafa samband við Krónuna, Nóatún eða Kjarval í síma 458 1100. ■ Matvæli Frostpinnar innkall- aðir vegna ofnæmis- og óþolsvalda Gert er ráð fyrir að verð á gistingu á hótelum í Bretlandi verði hærra í sumar en venjulega þegar Ólympíuleikarnir fara þar fram í júlí og ágúst. Þeir sem geta hugsað sér að sofa í tjaldi ættu þess vegna að skoða vefsíðuna www.campinmygarden.com. Þar er hægt að panta tjaldstæði í einkagörðum víðs vegar um Bretland þar sem er að finna nauðsynleg þægindi eins og salerni og sturtu. Algengt verð fyrir nóttina er um 2.000 krónur á mann en það er oft hærra nálægt London. Hægt er að tjalda í einkagörðum í fleiri löndum. ■ Ferðaþjónusta Boðið upp á tjaldstæði í einkagörðum í Englandi Áfangastaðir flugfélaga sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli Germanwings Primera Air Edelweiss Air AG Travel Service WOW Air Easy Jet Norwegian Air Shuttle Air Berlin Delta Air Greenland Niki Luftfahrt Lufthansa Austrian Icelandair SAS Transavia.com France Iceland Express Noregur Finnland Grænland Kanada Stuttgart, Köln Alicante, Billund, Malaga, Palma, Tenerife Genf, Zürich Budapest, Prag Alicante, Basel, Berlin, Kaupmannahöfn, Krakow, Köln, London, Lyon, París, Stuttgart, Varsjá, Zürich London Alicante, Almeria, Barcelona, Basel, Berlin, Bill- und, Bologna, Edinburgh, Frankfurt, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Krakow, London, París, Prag, Vilnius, Varsjá Alicante, Amsterdam, Barcelona, Billund, Boston, Brussel, Denver, Faro, Frankfurt, Gauta- borg, Glasgow, Halifax, Hamburg, Helsinki, Kaupmannahöfn, London Heathrow, Madrid, Manchester, Milano, Milas Bodrum, Minneapolis, Munchen, New York, Orlando, Oslo, París, Seattle, Stavenger/Bergen, Stokkhólmur, Toronto, Trondheim/Bergen, Washington Berlin, Dusseldorf, Hamburg París Oslo, Stokkhólmur Vínarborg Vínarborg Nuuk New York (JFK) Berlin, Dusseldorf, Hamburg, Munchen, Stuttgart Oslo Ísland Kanaríeyjar, Spánn Bandaríkin Portúgal Tyrkland Spánn Mallorca Ítalía SvissFrakkland Ungverjaland Tékkland Austurríki Þýska- land Bretland Danmörk Pólland Litháen háannatíma að morgni og síðdegis flesta daga vikunnar. Samkvæmt áætlun á komandi sumri munu 23 farþegaflug verða afgreidd yfir háannatíma að morgni og síð degis þegar álagið er hvað mest.“ Búist er við að daglega fari um 15 þúsund farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar mest verður um háannatímann í júní, júlí og ágúst. Til þess að anna aukinni umferð verður á næstu vikum ráðist í endurbætur á flug- stöðinni. „Gerður verður nýr inn- gangur í norðurbyggingu flug- stöðvarinnar fyrir farþega sem fluttir verða með rútum til og frá flugvélum sem fá afgreiðslu á stæðum fjarri flugstöðinni. Afköst í vopnaleit verða aukin, og sjálfsinnritunarstöðvum fjölgað í brottfararsal.“ olikr@frettabladid.is 48,2% ER ÞAÐ HLUTFALL HEIMILA sem árið 2011 átti auðvelt með að láta enda ná saman samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. 38,3 prósent áttu erfitt, eða nokkuð erfitt með að láta enda ná saman og hjá 13,3 prósentum var það mjög erfitt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.