Fréttablaðið - 12.04.2012, Side 16
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
úthugsaðar og hugsaðar til lengri
tíma.“
Hann segir það líka hafa skipt
máli, þegar Tavistock ákvað að
binda fé á Íslandi, að ákveðnar
grunnstoðir séu hér til staðar
sem félagið telur nauðsynlegar
í þeim löndum sem félagið fjár-
festir. „Þegar við erum að fjár-
festa í nýjum ríkjum þá viljum við
að ákveðnar stoðir séu til staðar. Í
fyrsta lagi þarf mannauð. Ef þjóð
er vel menntuð og upplýst þá fylgir
hún lögum og allar nauðsynlegar
stofnanir og innviðir, bæði sam-
félagslegir og pólitískir, eru í lagi.
Íslendingar eru mjög framarlega
á öllum þessum sviðum. Fólkið hér
talar til dæmis flest mörg tungu-
mál og þjóðin stendur mjög fram-
arlega á þeim sviðum sem eftir-
sóknarvert er að skara fram úr á.
Í öðru lagi skiptir máli að þjóð
búi yfir náttúruauðlindum. Íslend-
ingar eiga fisk, orku og einstaka
landfræðilega staðsetningu. Ég
hugsa alltaf um Ísland sem brú á
milli Norður-Ameríku og Evrópu
og landfræðilegt mikilvægi
landsins mun aukast mikið í fram-
tíðinni. Þessir kostir, mannauður,
innviðir og náttúruauðlindir, skipta
gríðarlegu máli vegna þess að
þessir hlutir eru ekki að fara neitt.
Þeir munu ekki hverfa þrátt fyrir
að kreppa skelli tímabundið á.“
Kreppur orsakast af græðgi
Espinosa hefur starfað hjá
Tavistock í 16 ár og segist vera
kreppusonur þar sem hann hefur
nánast allan sinn starfsferil unnið
í löndum sem eiga við kreppu-
vandamál að stríða. Á meðal
þeirra landa eru Mexíkó, Brasilía
og Argentína. „Ég hef unnið í
þessum þremur löndum á meðan
kreppur hafa geisað þar. Vanda-
málin sem Ísland er að glíma við
eru auðvitað annars eðlis, enda
miklu minna land, en þau eru samt
sem áður kreppuvandamál.
Það eru margir þættir sem
orsaka kreppur. Ég tel að sú helsta
sé græðgi. Það er ekki bara græðgi
ríkra bankamanna, sem þó vissu-
lega hagnast á ósanngjarnan hátt,
heldur líka græðgi almennings
sem, í leit sinni að betra lífi, sér
tækifæri til að eignast alls kyns
hluti sem á endanum gengur
jafnan ekki upp. Þetta er einfald-
lega hluti af opnu markaðshag-
kerfi. Þangað til að við finnum
betra kerfi þá er þetta það besta
sem við eigum.“
Áhuga á orku og fasteignum
Espinosa segir að Tavistock hafi
mikinn áhuga á því að fjárfesta
meira á Íslandi. „Í raun var það
hugmyndin á bak við fjárfestingu
okkar í MP banka að skoða önnur
fjárfestingatækifæri á Íslandi.
Við töldum þetta réttu leiðina til
að kynna okkur til leiks sem fjár-
festa á Íslandi. Að koma inn í
gegnum aðaldyrnar og kaupa hlut
í fjármálafyrirtæki, sem er undir
stífu eftirliti og regluverki, ekki í
gegnum bakdyrnar. Við myndum
mjög gjarnan vilja fjárfesta meira
á Íslandi. Við horfum til orku-
geirans og við höfum þegar skoðað
tvö verkefni sem honum eru tengd
og við erum byrjaðir að greina.
Fasteignageirinn er líka eitthvað
sem við erum að skoða, enda sam-
ræmast slíkar fjár festingar stefnu
Tavistock. Stór hluti eignasafns
okkar er í fasteignatengdum verk-
efnum.“
Tavistock á þegar hluti í fimm
fyrirtækjum í orkugeiranum og
var um tíma á árum áður einn
eigenda rússneska orkurisans
Gazprom. Espinosa segir félagið
þó ekki hafa áhuga á því að eignast
íslensk orkuver eða íslenskar auð-
lindir. Hann segir það heldur ekki
hafa áhuga á því að fjárfesta í
neinu sem íslensk stjórnvöld eða
almenningur eru á móti að félagið
kaupi í. Þeir hafi meiri áhuga á
að fjárfesta í þeirri þekkingu og
tækni sem Íslendingar hafa komið
sér upp í nýtingu á hreinni orku.
„Áhugi okkar snýr meira að því að
vinna í sameiningu með íslenskum
aðilum annars staðar í heiminum.
Mexíkó, þar sem ég vinn mikið,
er til dæmis einn af stærstu
notendum jarðvarmaorku í heim-
inum. Orkufyrirtækin þar hafa í
gegnum tíðina hrifist af því sem
hefur verið gert á Íslandi í nýting-
armálum. Þarna gæti verið sam-
fella sem myndi henta okkur.“
VARÐANDI IRISH LIFE &
PERMANENT PLC („ILP“) OG
VARÐANDI LÁNASTOFNANIR
(STÖÐUGLEIKA-) LÖG 2010
Yfirréttur Írlands gaf út hinn 28 mars 2012
réttartilskipun samkvæmt 9. kafla (stöðugleika-)
laganna um lánastofnanir með áorðnum
breytingum samkvæmt lögum 2011 um
(skiptanefndir) Seðlabanka og lánastofnanir,
(Lögin) með eftirfarandi skilmálum:
Beinir því til ILP inter alia að taka skref í að undirbúa sölu á
Irish Life Limited („Irish Life“), sem er að öllu leyti
dótturfélag ILP, og á dótturfélögum þess til
Fjármálaráðuneytis Írlands (Ráðherrans) sem hluta af
endurfjármögnun ILP. Slík skref fela í sér en takmarkast
ekki við samning við Ráðherrann um hlutafjárkaup miðað
við allt útgefið hlutafé Irish Life og önnur skref sem gera
mögulega skiptingu trygginga- og bankastarfsemi ILP auk
þess að ljúka við skipulag sem nauðsynlegt kann að reynast
til að gera slíka skiptingu mögulega og gera samninga sem
nauðsynlegir kunna að reynast til að gera slíka skiptingu
mögulega.
Rétturinn tilkynnti inter alia, að réttartilskipunin og sérhver
hluti hennar, að svo miklu leyti sem henni er beint að og
hún gerð vegna ILP, sé ráðstafanir til endurskipulagningar til
að uppfylla tilskipun nr. 2001/24/EC frá Evrópuþinginu og
Evrópuráðinu hinn 4. apríl 2001.
Samkvæmt kafla 11 í lögunum er hægt að leggja fram
umsókn um að víkja til hliðar réttartilskipun, að uppfylltum
skilyrðum sem sett eru fram þar, til Yfirréttar Írlands, Four
Courts, Inns Quay, Dublin 7, Írlandi, ekki síðar 14 daga eftir
30 mars 2012, sem er útgáfudagur réttartilskipunarinnar
samkvæmt kafla 9A(1)(b) í lögunum. Samkvæmt kafla 64(2)
í lögunum, er ekki hægt að áfrýja réttartilskipuninni til
Hæstaréttar án samþykkis Yfirréttar.
Eintök af réttartilskipuninni eru fáanleg hjá aðalskrifstofu
Yfirréttar með því að senda tölvupóst til
listroomhighcourt@courts.ie
M
ario Espinosa er
framkvæmda-
stjóri fjárfestinga-
félagsins Tavistock
Group en félagið
hefur í gegnum dótturfélag sitt
Manastur eignast 9,54% hlut í MP-
banka gegn því að leggja honum til
530 milljónir. Spurður um hvernig
það kom til að Tavistock ákvað að
fjárfesta á Íslandi segir Espinosa
að Joe Lewis, stofnandi og aðaleig-
andi félagsins, hafi sjálfur komið
með hugmyndina inn á borðið.
„Skúli Mogensen [stærsti eigandi
MP banka] og Joe Lewis þekkja
mikið af sama bankafólkinu í Bret-
landi. Hann beindi Skúla í áttina
til okkar. Hlutirnir gerðust mjög
hratt í kjölfarið. Ég myndi segja að
það hafi tekið minna en viku frá
því að við hittum Skúla og þangað
til að við ákváðum að taka þátt.
Við þurftum að vera með réttan
samstarfsaðila sem þekkti til, og
fundum hann í Skúla. Við erum
ekki Morgan Stanley. Við getum
ekki bara keypt eitthvað og flutt
inn tíu manns til að reka það. Ef
verkefnið er rétt, allar nauðsyn-
legar upplýsingar liggja fyrir og
réttur samstarfsaðili er til staðar
þá þarf ekki að taka langan tíma
að taka ákvörðun. Og við tókum
ákvörðun um að vera með.“
Hafa oft synt gegn straumnum
Það vekur upp spurningar, og í
mörgum tilvikum tortryggni, þegar
stórir fjárfestar ákveða að binda fé
í löndum sem hafa ný verið gengið
í gegnum fjármálaáföll. Espinosa
segir slíkar aðstæður hins vegar
geta boðið upp á tækifæri sem allir
hlutaðeigandi geti hagnast á. „Við
höfum oft ráðist í fjárfestingar sem
eru gegn straumnum á stöðum sem
aðrir vilja ekki snerta. Við fjárfest-
um í Mexíkó árið 1995 þegar nán-
ast enginn vildi fjárfesta þar. Við
fjárfestum í Rússlandi og keypt-
um hlut í Gazprom þegar ringul-
reið ríkti þar og ekki var búið að
skrá fyrirtækið á markað. Við
erum því áhættufjárfestar, en allar
ákvarðanir sem við tökum eru vel
Vilja fjárfesta í orku og fasteignum
FJÁRFESTIR „Við töldum þetta réttu leiðina til að kynna okkur til leiks sem fjárfesta á Íslandi. Að koma inn í gegnum aðal-
dyrnar og kaupa hlut í fjármálafyrirtæki, sem er undir stífu eftirliti og regluverki, ekki í gegnum bakdyrnar,“ segir Mario Espinosa,
framkvæmdastjóri hjá Tavistock Group. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Eitt ár er liðið frá því að meira en 40 nýir hluthafar
lögðu 5,5 milljarða króna inn í MP banka gegn því
að eignast innlenda starfsemi hans. Þórður Snær Júlí-
usson ræddi við Mario Espinosa um ástæður þess að
erlent félag ákvað að kaupa hlut í litlum íslenskum
banka, aðrar fjárfestingar og hvað orsaki kreppu.
119 þúsund
Á Íslandi eru í gildi gjaldeyrishöft sem hafa fælingarmátt
gagnvart erlendri fjárfestingu. Espinosa segir Tavistock
Group hafa mikla reynslu af því að fjárfesta í löndum þar
sem slík höft eru til staðar. „Það vill enginn gjaldeyris-
höft. Ríkisstjórnir vilja þau ekki, fólkið vill þau ekki og
fjárfestar vilja þau ekki. Það voru gjaldeyrishöft í Mexíkó
þegar við fjárfestum þar. Þau eru enn til staðar í Brasilíu
og Argentínu þó þau séu ekki endilega kölluð höft. Gjald-
eyrishöft eru nefnilega stórt orð sem geta falið mismun-
andi hluti í sér. Mín skoðun er sú að íslensk stjórnvöld
hafi tekið rétta ákvörðun með setningu haftanna og að
hún hafi verið tekin á réttum tímapunkti. En líkt og allar
harkalegar ráðstafanir þá þurfa þau að vera tímabundin.
Þegar við höfum hitt fólk frá Seðlabanka Íslands
þá hefur það lýst yfir áhyggjum sínum af höftunum
og einskærum vilja til að aflétta þeim þegar það
verður hægt. Þeim líkar því ekki við höftin, en telja þau
nauðsynleg. Ég er sammála þeirri skoðun.“
Hann segir gjaldeyrishöft vera eins og handbremsu
sem þurfti að grípa í. Alvöruland eins og Ísland muni
þó losa hana hægt og rólega. „Á Íslandi er farinn
að myndast hagvöxtur einungis örfáum árum eftir
efnahagshrunið. Lánshæfismat ríkissjóðs er líka komið
í fjárfestingaflokk aftur. Viðsnúningurinn er því hraðari
en við höfum átt von á. Það verða því ekki höft hérna til
eilífðarnóns.“
Það vill enginn gjaldeyrishöft
Tavistock Group var stofnað af Joe Lewis fyrir hartnær fjórum áratugum.
Lewis, sem er Breti en býr á Bahama-eyjum, hafði efnast gríðarlega á gjald-
eyrisviðskiptum á áttunda áratugnum. Félagið á í dag hluti í meira en 200
fyrirtækjum í sextán löndum.
Sú fjárfesting Tavistock sem líkast til hefur vakið mesta athygli á undan-
förnum árum eru kaup félagsins á enska knattspyrnuliðinu Tottenham
Hotspur í gegnum dótturfélagið Enic. Daniel Levy, einn framkvæmdastjóra
Tavistock, er í dag stjórnarformaður Tottenham. Kaupin voru að hluta til fjár-
mögnuð með lánsfé frá Kaupthing Singer&Friedlander, fyrrum dótturbanka
Kaupþings. Á meðal annarra fjárfestinga á undanförnum árum eru kaup
á bresku kráarkeðjunni Mitchells&Butlers, sem var áður að hluta til í eigu
Roberts Tchenguiz, eins stærsta viðskiptavinar Kaupþings fyrir bankahrun.
Eiga Tottenham Hotspur
VAR FJÖLDI FARÞEGA sem Icelandair flutti í mars. Fjölgaði
farþegum félagsins um 23% miðað við sama mánuð í fyrra.