Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 20124 Gott er að setja sér hæfileg markmið sem mögulegt er að ná. Best er að koma sér í gang með léttri göngu daglega, nota birtuna, súrefnið og gott færi til að hreyfa sig. Ég mæli með því að fara út undir bert loft vegna þess hversu gott það er andlega. Maður er svo miklu orkumeiri eftir smá göngutúr,“ segir Guðrún. Hálftími á dag Guðrún segir að mælt sé með því að hreyfa sig í að minnsta kosti hálftíma á dag. „Það má taka þann hálftíma í tveimur hlutum og ganga fimmtán mínútur í senn. Þeir sem ekkert hafa hreyft sig í vetur ættu að byrja á tíu mínútum og auka við sig á hverjum degi. Síðan er mjög gott að taka stiga í stað lyftu, ganga í búðina og fara allar styttri vegalengdir fót- gangandi. Ganga þrisvar í viku hefur ótrúlega mikið að segja fyrir heilsuna og andlega líðan,“ segir Guðrún enn fremur. Hún telur nauðsynlegt að setja sér markmið og vera duglegur að hrósa sér nái maður því. „Ekki láta samviskubitið ná yfirhöndinni. Farið frekar rólega af stað. Hinir sem hafa hreyft sig í vetur ættu endilega að halda áfram í sumar og nota góða veðrið til aukinnar líkams ræktar. Það er svo margt hægt að gera án þess að fara í líkams ræktarstöð þó að það sé fínt líka. Að synda er góð íþrótt, sérstaklega sundleikfimi. Ef fólki finnst gaman að dansa þá endilega skrá sig í salsa eða aðra fjöruga danstíma. Öll hreyfing er góð og frábært að nýta sér áhugamálin í leiðinni svo sem að stunda golf.“ Þol og þrek eykst Oft getur líka verið gott að draga einhvern með sér í göngu því tíminn líður hratt þegar fólk spjall- ar á leiðinni. Til að ná árangri í göngu ætti hún að vera nokkuð hröð til að viðhalda hjarta- og blóðrásarkerfinu. Ég mæli þó alltaf með því að byrja smátt og bæta síðan við sig. Þeir sem vilja hlaupa þurfa líka að gæta varúðar fyrst í stað. Sérstaklega ef fólk er þungt eða á við liðvandamál að stríða. Best er að byrja á því að ganga milli tveggja ljósastaura og skokka síðan að næsta ljósastaur og þannig halda áfram. Þolið og þrekið er fljótt að aukast, svefninn batnar og matarlystin breytist. Fólk sem byrjar að hreyfa sig fer ósjálfrátt að borða hollari mat.“ Guðrún greinir frá því að í rannsókn sem hún vann að ásamt fleiri í Háskóla Íslands um hreyf- ingu eldri borgara hafi greini- lega komið í ljós hversu hreyf- ingin bætti lífsgæði þátttakanda. „Gönguþjálfunin er einföld þar sem ekki þarf nein tæki en jafn- framt er hún afar árangursrík og heilsubætandi.“ Ekki láta samviskubitið ná yfirhöndinni. Farið frekar rólega af stað. Undanfarin ár hafa átröskun-arsjúkdómar verið töluvert í umræðunni og ástæður þeirra. Fæstir kannast við hug- takið vöðvafíkn en flestir kannast við einstaklinga sem virðist vera með líkama sinn, útlit og stærð vöðva á heilanum. Flestir þeirra eiga þó ekki við nein vandamál að stríða og stunda heilbrigt líferni. Vöðvafíkn herjar helst á karlmenn en ekki hefur mikið verið fjallað um hana í samfélaginu. Fa r ið hef u r m i n na f y r i r kröfum samfélagsins á útlit karla í gegnum tíðina samanborið við útlit kvenna, en orsök þessara sjúkdóma er oft bendluð við sam- félagslegar útlitskröfur. Sjúk- dómurinn var ekki læknisfræði- lega skilgreindur fyrr en á tíunda áratugnum undir heitinu Body dysmorphic disorder eða bigo- rexia. Til að byrja með var hann þó kallaður öfug anorexía og er af sama meiði og aðrir sjúkdómar sem snúa að útliti eins og lystarstol og lotugræðgi. Vöðvafíkn lýsir sér þannig að einstaklingurinn hefur miklar ranghugmyndir um að hann sé of léttur, lítill eða að vöðvamassi hans sé undir meðallagi. Af þeim sökum eyðir hann miklum tíma í lóðalyftingar sem síðar hefur áhrif á félagslíf hans og tengsl við annað fólk þannig að hann einangrast. Hann notar að öllum líkindum fæðubótaefni óhóflega og hefur áhyggjur af því að borða ekki nóg eða rétt og á á hættu að hefja stera notkun. þessi hegðun getur á endanum leitt til alvarlegra líkam- legra kvilla. Vöðvafíkillinn forðast staði sem gætu dregið athygli að líkama hans og er upptekinn af því að hann sé of lítill eða væskils- legur. Vöðvafíkn hefur mikil áhrif á líðan viðkomandi og endar oft með þunglyndi eða stöðugri við- bjóðstilfinningu á eigin líkama; þetta má rekja til þess að einstak- lingurinn er með mjög svo óraun- hæfar væntingar og viðhorf um eigið holdafar. Sjúkdómurinn byrjar oftast að láta á sér kræla á unglings árum. Áhættuþættir eru margir en talið er að lágt sjálfsmat sé megin orsök hans og hann geti í raun ekki þrifist án þess. Sjúkdómurinn er algengastur á Vesturlöndum og telja margir að rekja megi ástæður þess til óhóflegrar útlitsdýrkunar samfélagsins og birtingar myndar hennar í fjölmiðlum. Eins eru leik- föng barna stöðugt að breytast, með áherslum á útlit og óraun- hæfan líkamsvöxt. Þessar áherslur í vestrænu samfélagi virka svo sem hvati að þeim ranghugmyndum sem hrjá þá sem þjást af vöðva- fíkn. Heimildir: doktor.is og wikipedia.org Vöðvafíkn er varasöm Sjúkdómurinn bigorexia eða vöðvafíkn hefur ekki mikið verið í umræðunni hérlendis. Hann herjar oftast á karlmenn og eru unglingsdrengir helsti áhættuhópurinn. Vöðvafíkill eyðir óhóflegum tíma í lóðalyftingar. Ganga bætir lífsgæði og er heilsubætandi Þegar sól hækkar á lofti eru mörg sófadýr sem hyggjast gera eitthvað í sínum málum. Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir íþróttafræðingur segir að fólk ætti að byrja hreyfinguna hægt og rólega. Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir íþróttafræðingur leggur áherslu á að þeir sem vilja hefja líkamsrækt og hreyfingu ættu að byrja hægt en auka smátt og smátt við sig. Þol og þrek er fljótt að eflast. MYND/STEFAN Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.