Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 38
Heilsa FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 20126 SALT FÓTABAÐ 1 bolli gróft sjávar- salt 1 sítróna skorin í sneiðar 10 myntulauf ef vill Hellið salti og sítrónus neiðum í stórt vaskafat. Byrjið á að nudda fæturna aðeins upp úr þurru saltinu áður en heitu vatni (ekki of heitu) er hellt yfir fæturna svo fljóti vel yfir. Slakið á í 10 mínútur. Nauðsynlegt er að hugsa vel um fæturna þar sem mikið mæðir á þeim alla daga. Reglulega ætti að nudda burt þurra húð svo ekki myndist sigg og bera mýkjandi krem á fæturna að kvöldi. Í búr- hillunni má vel finna hráefni í fínasta heimatilbúið skrúbb og krem. Heimatilbúið fótadekur Þreyttir og aumir fætur geta haft neikvæð áhrif á almenna líðan fólks. Yfir veturinn eru fæturnir einnig innilokaðir í ullarsokkum og kuldaskóm og hafa því gott af örlitlu dekri með vorinu. Búrskápurinn er fullur af fínasta hráefni í heimatilbúið skrúbb, krem og fótabað. Nýburar sem eru umvafðir hlýju á meðan á bólusetningu stendur finna minna til en ella. Þetta sýna niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð eru skil í tímaritinu Pain. Tilraunin fór þannig fram að 47 heilbrigðum nýburum var skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn fékk yl undir hitalampa, annar hópurinn sykurdropa og sá þriðji snuð rétt fyrir bólusetningu. Þá voru viðbrögð ungbarnanna mæld í öllum hópum; grátur, grettur og hjartsláttar- tíðni. Þeir nýburar sem kúrðu í hlýjunni hættu að kveinka sér og gráta mun fyrr en börnin í hinum hópunum, og fjórðungur þeirra grét ekki neitt á meðan allir hvítvoðungarnir sem fengu sykurdropa í munn grétu sárast. Í öllum hópum jókst hjartsláttartíðni strax á eftir bólu- setningu og lækkaði aftur á svipuðum hraða hjá öllum börnunum. Niðurstaðan varð þessi: Náttúruleg hlýja dregur úr gráti og grettum ungbarna sem vanalega fylgja sársaukafullri bólusetningu, ásamt því að vera náttúrulegri, auðveldari og skilvirkari leið en aðrar til að lina sársauka hjá nýburum. Fleiri rannsókna er þörf til að sjá hvort aðferðin gagnist læknum í framtíðinni og hvaða hitastig hentar ungbörnum best. Heimild: BBC Health Hlýja linar sársauka Ungbörnum þykir gott að vera umvafin hlýju og nú sýna rannsóknir að ylurinn linar sársauka. NORDIC PHOTOS/GETTY GRÓFT SKRÚBB ÚR HAFRAMJÖLI 1 bolli gróft haframjöl ½ maukað epli 4 msk. hunang Blandið öllu saman í skál og nuddið vel á fæturna. Látið bíða í nokkrar mínútur áður en skolað er af fótunum. S krúbbið losar dauðar húð- frumur af þreyttum fótum og gefur þeim raka. EINFALT SYKURSKRÚBB 1 bolli sykur ½ bolli ólífuolía 1 msk. rifinn sítrónubörkur Blandað í skál og nuddað á fæturna. Nuddið vel á hælana og undir tábergið. Skolið fæturna. SYKUR OG KAFFISKRÚBB ¼ bolli púðursykur ¼ bolli hvítur sykur 3 msk. nýmalað kaffi 5 tsk. möndluolía 5 tsk. jojoba-olía 2 tsk. hunang Öllu blandað saman í skál og nuddað á þreytta fætur. Skrúbbið gefur fótunum mýkt og ljúfan ilm. ÓLÍFUOLÍUKREM 1 dl ólífuolía 1 dl vaselín 1 hylki E-vítamín olía ¼ tsk. teatree-olía Blandið ólífuolíunni við vaselínið, annað hvort með gaffli eða með þeytara. Gatið E-vítamín hylkið og kreistið olíuna út í. Bætið teatree-olíu út í og blandið öllu vel saman. Setjið í tóman brúsa og berið á fæturna á kvöldin. Ef fæturnir eru mjög þurrir skal bera þykkt lag á, fara svo í víða sokka og stinga sér undir sæng. Ólífuolía mýkir húðina og er tilvalin í heima- tilbúin krem. Gott er að nudda fæturna upp úr þurru saltinu áður en vatni er hellt yfir. Einfalt sykurskrúbb. Haframjöl má nota í skrúbb til að nudda dauðar húðfrumur af fótunum. NORDIC PHOTOS/GETTY DANSpúl 20+ Langar þig að dansa og koma þér í gott líkamlegt form? Framundan er fjölbreytt og skemmitlegt 6 vikna dans og púl námskeið fyrir 20 ára og eldri. Áhersla á alhliða líkamsþjálfun, samhæfingu, jazzdans og dansgleði. Tímabil: 16. apríl – 23. maí Tímar á mánudögum kl. 19:40 og miðvikudögum kl. 20:20 Kennarar: Arna Sif Gunnarsdóttir og Una Björg Bjarnadóttir. Verð 16.500 kr. Frír aðgangur að tækjasal JSB meðan á námskeiði stendur Skráning er hafin í síma 581 3730 og á jsb@jsb.is Vornámskeið hjá DANSSTUDIO JSB Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nýtt námskeið hefst 16. apríl! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 KYNNING − AUGLÝSING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.