Fréttablaðið - 12.04.2012, Page 58

Fréttablaðið - 12.04.2012, Page 58
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR42 lifsstill@frettabladid.is 42 TÍSKA Raf Simons, fyrrverandi yfirhönnuður hjá tískuhúsinu Jil Sander, er nýr hönnuður hjá Christian Dior. Mikið hefur verið skrifað um væntanlegan arftaka Johns Galliano hjá tískuhúsinu og mörg nöfn verið nefnd en nú er loksins komið í ljós að Simons hafi tekið starfinu. Fyrsta fata- lína hönnuðarins fyrir Dior kemur fyrir sjónir almennings strax í júlí þegar hátískan, eða haute couture, verður sýnd. „Strax og ég heyrði af starfinu hjá Dior varð ég spenntur og fannst það vera rétt skref fyrir mig,“ segir Simons í viðtali við New York Times. Það verður óneitanlega spenn- andi að sjá hvað Simons gerir undir hatti Dior en hann er þekktur fyrir einfaldar fatalínur sem hann hannaði hjá Jil Sander en fatnaður Gallianos fyrir Dior var með ævintýralegasta móti. Hann var rekinn frá tísku húsinu fyrir ári er hann var kærður fyrir niðrandi ummæli í garð minnihlutahópa á almannafæri. Nýr hönn- uður Dior SPENNANDI Raf Simons, fyrrum hönnuður hjá Jil Sander, er arftaki Johns Galliano hjá Christian Dior. NORDICPHOTOS/GETTY KYNLÍF Um leið og tvær bleikar línur birtust á pissublautu plast- prikinu þá fylltist ég óþrjótandi fróðleiksfýsn í allt sem tengist barnsburði og uppeldi. Ég reyndi að búa mig undir þessa miklu breytingu sem fylgir barneignum, en mig grunaði ekki að stærsta breytingin yrði hvorki svefnleysi né brjóstastærð, heldur samband mitt við makann. Ég fékk nokkur væg grátköst á meðgöngunni. Eitt kastið stafaði af því að hann pantaði vitlausan mat á veitingastað og eggið sem kom var of lítið eldað. Ég upp- lifði það sem persónulega árás á ófætt barnið og neitaði að borða (og reyndar að tjá mig) fyrr en við vorum komin heim. Ég gat varla horft framan í manninn. Annað kast kom þegar mér fannst hann ekki taka virkan þátt í með- göngunni, því hann las ekki bóka- staflann sem ég rogaðist með heim af bókasafninu. Mér fannst bráð- nauðsynlegt að hann vissi allt um upplifun kvenna sem fá enga vor- kunn, því þær eru bara með einn í útvíkkun. Ég beit hann næstum því af reiði þegar ég vissi að hann væri á leið í sushi og bjór í hádeginu — vissi hann ekki að mig langaði í hráan fisk og áfengi?! Það var eins og hann væri með einbeittan brota- vilja til að gera mér lífið leitt. Raunin var hins vegar sú að hann reimaði skóna mína, nudd- aði á mér bakið og náði í vatnsglas og sterkan brjóstsykur um miðja nótt. Geð köstin mín skrifuðust á krúttleg óléttueinkenni. Svo fædd- ist blessað barnið og lífið sner- ist á hvolf. Samskipti okkar urðu líkt og íslenskt veðurfar, óstöðugt með meiru, þar sem óveður gat brostið á í hinu mesta blíðviðri. Ég gerði honum upp skoðanir og fyrirætlanir og efaðist stöðugt um eigið ágæti í ljósi þessa nýja hlut- verks. Ég sendi hann með bros á vör í vinnuna, en varð svo sturluð af pirringi yfir því að hann fengi að vera í félagsskap full orðinna, þegar ég var sett í prísund bleyju- skipta og svefnskipulags. Sam- skipti byggðust á hagnýtum upplýsingum um barnið og mat- arinnkaup, eldamennsku og hver ætti að hugsa um barnið. Innileiki og nánd voru varla til staðar þar sem kossarnir og faðmlögin, sem voru áður hans, voru nú helguð barninu. Blessað barnið er svo elskað. Það er þó ekki svo að makinn sé ekki elskaður, hann er bara ekki litli ilmandi sólargeislinn minn. Og kynlíf? Hvenær og af hverju? Af öllum doðröntunum sem ég las, þá fjallaði enginn um breytinguna sem barneignir hafa á samband. Ég ætla að rjúfa þögnina og bæta úr þessu. Kynlíf - hvenær og af hverju? KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Í KASTI Sigga Dögg lýsir samskiptum sínum við sinn heittelskaða á meðan hún var ólétt. STRESS VELDUR KVEFI Nýjar rannsóknir frá Háskólanum í Stokkhólmi sýna að það er ekki bara vetrarkuldinn sem veldur kvefi heldur spilar stress mikilvægan þátt þegar kemur að sjúkdómnum. Sá sem er stressaður í lengri tíma er líklegri til að byrja að hnerra og hósta. Sviðsframkoma og út- geislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módel- fitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. HEILSA „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módel- fitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslands- meistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikil vægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts matar æðis.“ Aðalheiður er snyrti fræðingur að mennt og starfar sem mót- tökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módel fitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktar aðila og fæ því fæðubótar- efni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undir- búa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“ alfrun@frettabladid.is Dreymir sætindi vikurnar fyrir mót ● Vakna 5.30 þrisvar sinnum í viku og kenni fitness-form tíma, frá 6.15 til 7.15, í World Class. ● Borða morgunmat strax eftir. Hafragrautur eða Byggi morgunkorn og prótín frá QNT. ● Vinn í móttökunni í Laugum Spa á daginn. ● Morgunkaffi, prótínsjeik og ávöxtur. ● Í hádegismat borða ég svo alltaf heilsurétt frá Nings. ● Síðdegiskaffi, prótínsjeik og ávöxtur. ● Fæ mér alltaf hafragraut með prótíni út á 60 til 90 mínútum fyrir lyftingaæfingu seinni partinn og lyfti alltaf beint eftir vinnu. ● Borða svo kvöldmat strax á eftir, yfirleitt kjúklinga- bringu eða ferskan fisk með grænmeti. ● Svo einn prótínsjeik fyrir svefninn. EINN DAGUR Í UNDIRBÚNING HJÁ AÐALHEIÐI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.