Fréttablaðið - 12.04.2012, Síða 62

Fréttablaðið - 12.04.2012, Síða 62
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - flestar stærðir HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í KNATTSPYRNU verður á Rúv árin 2014, 2018 og 2022. Rúv greindi frá þessu í gær. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, samdi við EBU, Evrópusamband útvarps- og sjónvarps- stöðvam um rétt síðustu tveggja móta en Rúv átti þegar réttinn fyrir mótið árið 2014. IE-deild kvenna: Njarðvík-Haukar 66-69 Njarðvík: Shanae Baker-Brice 22/8 fráköst/3 varin skot, Lele Hardy 17/18 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/6 fráköst, Harpa Hallgrímsdóttir 6/7 fráköst, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 3, Ína María Einarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 2. Haukar: Tierny Jenkins 26/29 fráköst/6 varin skot, Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/6 stoðsend- ingar/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunn- arsdóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4 Enska úrvalsdeildin: Man. City-WBA 4-0 1-0 Sergio Aguero (6.), 2-0 Sergio Aguero (54.), 3-0 Carlos Tevez (61.), 4-0 David Silva (64.) Wigan-Man. Utd 1-0 1-0 Shaun Maloney (49.) Wolves-Arsenal 0-3 0-1 Robin van Persie, víti (9.), 0-2 Theo Walcott (10.), 0-3 Yossi Benayoun (69.) Rautt spjald: Sebastian Bassong, Wolves (8.). QPR-Swansea 3-0 1-0 Joey Barton (45.+1), 2-0 Jamie Mackie (55.), 3-0 Akos Buzsaki (67.) STAÐAN: Man. United 33 25 4 4 78-28 79 Man. City 33 23 5 5 79-26 74 Arsenal 33 20 4 9 66-41 64 Tottenham 33 17 8 8 57-38 59 Newcastle 33 17 8 8 50-42 59 Chelsea 33 16 9 8 56-38 57 Everton 33 13 8 12 38-34 47 Liverpool 33 12 10 11 40-36 46 Fulham 33 11 10 12 43-43 43 Norwich City 33 11 10 12 46-52 43 Sunderland 33 11 9 13 42-41 42 Stoke City 33 11 9 13 32-45 42 WBA 33 11 6 16 39-47 39 Swansea City 33 10 9 14 35-44 39 Aston Villa 32 7 14 11 35-44 35 QPR 33 8 7 18 38-56 31 Wigan 33 7 10 16 31-57 31 Bolton 32 9 2 21 36-65 29 Blackburn 33 7 7 19 45-70 28 Wolves 33 5 7 21 34-73 22 Þýski handboltinn: Lemgo-Kiel 25-31 Aron Pálmarsson gat ekki leikið með Kiel vegna meiðsla. Kiel er búið að vinna alla 27 leiki sína í deildinni í vetur. Tveir sigrar í viðbót og liðið er orðið meistari. Füchse Berlin-Huttenberg 36-28 Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Berlin í leiknum en Berlin styrkti stöðu sína í öðru sæi deildarinnar með sigrinum. Tus N Lübbecke-Bergischer 26-20 Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem er í fallbaráttu. Magdeburg-Balingen 26-26 Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað hjá Magdeburg. Björgvin Páll Gústavsson er einnig í liði Magdeburg. Liðið siglir frekar lygnan sjó í þýsku úrvalsdeildinni. Melsungen-Grosswallstadt 24-23 Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt. ÚRSLIT FÓTBOLTI Gianfranco Zola, fyrrum leikmaður Chelsea og stjóri West Ham, hefur áhuga að snúa sér aftur að þjálfun með því að taka við liði Chelsea. Zola er einn frægustu leik- manna Chelsea á síðustu árum en þar var hann í samtals sjö ár. Hann var síðast starfandi knatt- spyrnustjóri West Ham en hann hætti þar í maí árið 2010. „Ég sakna vallarins og leikj- anna. En ég veit ekki hvað gerist hjá mér í framtíðinni,“ sagði Zola. „Það er reglulega haft sam- band við mann þegar maður er ekki starfandi en þá er samt enn langur vegur frá því að samningar takist. Hvað Chelsea varðar þá væri það hræsni af mér að segja að ég hefði ekki áhuga. En ég tel ekki réttar aðstæður til staðar svo að eitthvað verði af því. Ég er stuðningsmaður Chelsea og óska ég félaginu alls hins besta. Núna eru þeir í góðum höndum Roberto Di Matteo.“ - esá Gianfranco Zola: Til í að stýra liði Chelsea GIANFRANCO ZOLA Fagnar hér í leik með Chelsea fyrir nokkrum árum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI David Moyes, stjóri Everton, segir það ómögulegt fyrir hinn unga Jack Rodwell að ná EM í sumar en hann verður frá vegna meiðsla þar til í sumar. „Ég myndi ráðleggja honum að einbeita sér að ná sér góðum fyrir næsta tímabil,“ sagði Moyes við enska fjölmiðla en Rodwell, sem er 21 árs, á tvo A-landsleiki að baki með Englandi. „Jack hefur verið frá í um sex mánuði samtals vegna meiðsla í vöðva aftan í læri. Ég held að það verði erfitt fyrir hann að spila með Englandi á næstunni.“ - esá Jack Rodwell: Ekki með á EM FÓTBOLTI Óvæntur sigur Wigan á Man. Utd í gær hleypti heldur betur spennu í toppbaráttu enska boltans. Forysta Man. Utd á toppnum er nú aðeins fimm stig þar sem Man. City vann öruggan sigur á WBA. Það var lítill meistarabragur á Man. Utd í fyrri hálfleik gegn Wigan. Meistararnir voru yfir- spilaðir og stálheppnir að vera ekki undir í hálfleik. Wigan skoraði meðal annars mark sem dæmt var af fyrir litlar sakir. Þeir létu það ekki á sig fá og Maloney skoraði mark með laglegu skoti í upphafi síðari hálfleiks. Markið kom reyndar upp úr horn- spyrnu sem aldrei átti að dæma. Man. Utd náði aldrei að komast almennilega í gang í leiknum og baráttuglaðir leikmenn Wigan fögnuðu ógurlega í leikslok. „Við áttum að fá víti í þessum leik og Phil Dowd dómari átti alls ekki góðan dag,” sagði svekktur stjóri Man. Utd, Sir Alex Ferguson. „Engu að síður verður það ekki flúið að við vorum hreinlega slakur í þessum leik og það verð- ur að hrósa Wigan fyrir sinn leik.” Carlos Tevez var kominn í byrj- unarlið Man. City gegn WBA í stað Mario Balotelli og það virtist hafa fín áhrif á lið City að vera laust við Ítalann óþroskaða. Sergio Aguero kom City yfir með laglegu marki. Lék upp vall- arhelming WBA og skoraði með smekklegu skoti utan teigs. Hann bætti öðru marki við snemma í síð- ari hálfleik og afgreiddi leikinn. Leikmenn City sýndu gamal- kunna takta það sem eftir lifði leiks og Tevez skoraði meðal annars sitt fyrsta mark fyrir City síðan hann kom úr sjálfskipulagðri útlegð. David Villa skoraði líka en hann hefur ekkert getað síðustu vikur. - hbg Toppbaráttan opnaðist upp á gátt í gær þegar Man. Utd tapaði óvænt á meðan Man. City vann sinn leik: Wigan hleypti mikilli spennu í toppbaráttuna SVEKKTIR Ryan Giggs og Phil Jones fórna hér höndum í leiknum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Haukar unnu í gær frábæran sigur, 69-66, á Njarð- víkingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Njarðvík komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum en þær rauðklæddu neituðu að gefast upp og unnu að lokum sigur. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík í einvíg- inu um titilinn en næsti leikur fer fram á Ásvöllum á laugardaginn. Það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að Njarðvíkingar ætluðu sér að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Liðið byrjaði leikinn betur og náði fljótlega ágætis tökum á vell- inum. Heimastúlkur náðu nánast öllum fráköstum í byrjun leiks- ins og það skipti sköpum. Í öðrum leikhluta varð munurinn á liðunum mest sautján stig, 31-14, og Njarð- vík virtist gjörsamlega ætla að keyra yfir gestina. Lyktin af Íslandsmeistaratitl- inum var greinilega sterk og þær ætluðu að landa sínum fyrsta. Það gekk allt upp hjá þeim hvítklæddu í fjórðungnum en á sama tíma var ekkert ofan í hjá Haukum. Hauka- stúlkur voru bara ekki í takt við leikinn og áttu greinilega erfitt með stressið og stemmninguna í húsinu. Staðan í hálfleik var 33-22 fyrir Njarðvík og það þurfti margt að breytast svo að illa færi ekki fyrir Haukum. Haukastúlkur voru ákveðnar í upphafi síðari hálfleiksins og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar annar leikhlutinn var hálfn- aður var munurinn aðeins fimm stig, 43-38, og leikurinn galopinn. Haukar fóru að láta boltann ganga miklu betur á milli leik- manna og unnu hlutina eins og lið, ekki fimm einstaklingar eins og hafði einkennt fyrri hálfleik- inn. Í lokaleikhlutanum voru það Haukar sem reyndust sterkari og unnu að lokum frábæran sigur, 69-66. Gestirnir voru frábærir á lokasprettinum og voru hreinlega sterkari á andlega sviðinu. „Það gekk allt upp hjá okkur framan af og mikil stemmning í liðinu,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í gær. „Í síðari hálfleiknum förum við að verja forskotið allt of mikið og það er aldrei vænlegt til árangurs. Við þurfum bara að vinna í Hafnar firðinum á laugar- daginn, þýðir ekkert að pæla í öðru. Fyrir þann leik verðum við að fara yfir hluti sem gengu ekki upp hjá okkur í kvöld og lagfæra. Við hættum bara að spila okkar leik í fjórða leik hlutanum og fórum að láta andlega þáttinn taka yfir.“ „Við vorum alveg skelfilegar fyrstu fimmtán mínútur leiksins,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við náum samt að koma okkur aftur örlítið inn í leikinn í lok ann- ars leikhluta og það var mikil- vægt. Í hálfleik ræddum við bara um það að hafa trú á verkefninu og koma brjálaðar til leiks í síðari hálf leikinn. Ég er bara svakalega stoltur af stelpunum og þær áttu þetta svo sannarlega skilið í kvöld. Núna er bara næsti leikur á okkar heimavelli og við ætlum okkur að jafna þetta einvígi. Þessir leikir hafa verið þvílík auglýsing fyrir íslenskan kvennakörfubolta og ég vona að allir Hafnfirðingar mæti á laugardaginn.“ - sáp EKKERT TEITI Í NJARÐVÍK Haukar eyðilögðu veisluhöld Njarðvíkurstúlkna sem hefðu orðið Íslandsmeist- arar með sigri í Ljónagryfjunni í gær. Njarðvík sterkara nær allan leikinn en Haukastúlkur komu geysilega grimmar til baka og unnu sætan sigur. FLOTTAR Þessar stelpur skemmtu sér vel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG GRIMMAR Haukastúlkur neituðu að fara í frí og unnu sigur af harðfylgi í gær. Liðin þurfa því að mætast í fjórða leiknum hið minnsta. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.