Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 2
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR2 FERÐAÞJÓNUSTA Í júníbyrjun getur fólk átt von á því að sjá á þjóð- vegum landsins 16 lúxusfornbíla á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykja- víkur, með viðkomu á mörgum helstu ferðamannastöðum. Þarna verður á ferð hópur ferðamanna á vegum franska fornbílaklúbbsins Imperial Rallye. „Þarna verða allt í allt um 40 manns á ferðinni,“ segir Catherine Ulrich, sem verður leiðsögu maður hópsins. Hún er landsmönnum að góðu kunn og hefur ferjað hér um margvíslega hópa síðustu 20 ár. Í vetur var hún hér á ferð í fimmtugasta sinn. „ E n þet t a verður nú svo- lítið öðruvísi, því ég er vön að vera með fólk í bílum og tala við það á leiðinni. Núna verða allir í sínum eigin bíl,“ segir Catherine, sem þó á von á því að geta frætt ferðafólkið um land og þjóð á viðkomustöðum og í matartímum. Imperial Rallye blæs til ferða af þessu tagi á hverju ári, en í fyrra var til dæmis ekið um Portúgal og árið 2010 var ekið um Kína í forn- bílum. Eðli málsins samkvæmt miða ferðir þessar að betur stæð- um ferðamönnum. Catherine á þó ekki von á öðru en að vel fari um alla hér, þótt fólkið sé vant lúxus af öllu tagi. „Þetta verður mjög skemmti- legt,“ segir hún. Bílarnir koma með Norrænu í lok maí, en fólk- ið með flugi til Keflavíkur annan júní. Daginn eftir fara þau svo með flugi til Egilsstaða þar sem bílaflotinn bíður þeirra. „Og þá byrjum við á því að fara til Fáskrúðsfjarðar og þar verð- ur líka sendiherra Frakklands á Íslandi og bæjarstjórinn í Fjarða- Sextán fornbílar í lúxusferð um Ísland 40 manna hópur fer akandi frá Egilsstöðum suðurleiðina til Reykjavíkur á 16 lúxusfornbílum á vegum fransks ferðaklúbbs. Ferðin hefst í júníbyrjun með heimsókn á Fáskrúðsfjörð. Bílarnir verða til sýnis í Reykjavík í lok ferðarinnar. FORNBÍLAR Á FERÐ Hér getur á að líta svipaðan bílaflota og verður á ferðinni hér á landi í júníbyrjun. Myndin er tekin í ferð Imperial Rallye árið 2009, en þá var ekið frá Prag til Feneyja. MYND/IMPERIAL RALLYECATHERINE ULRICH Bílarnir sem koma til landsins í lok mánaðarins eru ekki af lakara taginu, en alls er von á 16 fornbíl- um. Staðfest er að í hópnum verða AC Cobra, Aston Martin DB 2/4, Bugatti 57 C - Citroen DS Chapron Cabriolet, Ferrari 250 GT, Ferrari 365 GTC, Jaguar XK 140, Jaguar MK2, Mercedes Benz 300 SL, Mercedes Benz 280 SE Cabriolet, Mercedes Benz 350 SL og Rolls Royce Corniche. Fram kemur á vef Imperial Rallye að af öryggisástæðum séu aldrei fleiri en 20 bílar saman í ferð. Bílarnir sem koma til landsins í maílok TIL SÝNIS Þessi Bugatti 57 C 1938 var til sýnis á sýningunni L’art de l’Automobile í París í fyrravor. NORDICPHOTOS/AFP DÝRALÍF „Við nefndum folaldið Álf sem smá virðingarvott við þessa nýju fjöl- skyldu sem sest er að hérna í Eyjum“, segir Gunnar Árnason, eigandi Hestaleigunnar Lukku í Vestmanna- eyjum. Svo bar við að hryssan Gæfa frá Lágafelli kastaði fallegu folaldi í skjóli við álfasteininn í garði Árna Johnsen. Árni flutti steininn til Eyja á þriðjudag en steinninn var settur niður við íbúðarhús hans, Höfðaból. Gunnar segir Eyjamenn taka fagn- andi á móti nýju vori og ekkert sé meira viðeigandi en þegar nýtt líf lítur dagsins ljós. Spurður um það hvort hann trúi á álfa og aðrar verur sem flest okkar greina ekki með berum augum segir Gunnar að hann hafi tekið sama pól í hæðina og Árni títtnefndur Johnsen. „Það sem við ekki sjáum eigum við að láta vera, það er góð regla. Við eigum ekki að vera káfa í því sem við höfum ekki þekkingu á,“ segir Gunnar hlæj- andi en án þess að skýra þau orð sín út frekar. „Það eina í þessu er að við vonum að nafngiftin styrki sambúðina við þessa nýbúa. Við viljum hafa þá okkar megin og bjóðum þá velkomna til Eyja,“ segir Gunnar. - shá Hryssa kastaði í gær folaldi í skjóli við álfastein Árna Johnsen í Vestmannaeyjum: Folaldið var nefnt álfunum til heiðurs ÁLFUR DREYPIR Á KAPLAMJÓLK Gæfa frá Lágafelli kastaði folaldinu fljótlega eftir að steinninn var settur niður við hús Árna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Ásmundur, ertu þá núna utan Garðs? „Já, það má segja það. Ég er í Vest- mannaeyjum núna.“ Ásmundur Friðriksson hefur verið rekinn úr starfi sínu sem bæjarstjóri í Garði. Hann er mjög ósáttur við málalok. SVÍÞJÓÐ Í sex af tíu moskum í Sví- þjóð fengu tvær konur, sem þótt- ust beittar ofbeldi, ráð sem stríða gegn sænskum lögum, að því er kemur fram í heimildarþætti sænska ríkissjónvarpsins. Konurnar, sem voru ýmist með falda myndavél eða tóku upp sím- töl við fulltrúa mosknanna, báðu um ráð vegna fjölkvænis eigin- manns, ofbeldis og þvingunar til kynlífs. Aðeins í tveimur moskn- anna fengu konurnar það ráð að kæra. Sumir gáfu loðin svör en aðrir voru þeirrar skoðunar að ekki ætti að kæra. Þeir sem svör- uðu voru ímanar eða fjölskyldu- ráðgjafar. Einn íman hefur verið látinn hætta störfum vegna máls- ins. - ibs Fengu vond ráð frá moskum: Konur kæri ekki eiginmenn SVEITARSTJÓRNARMÁL Uppsögn Ásmundar Friðrikssonar sem bæj- arstjóra í Garði kostar bæjarfélag- ið tugi milljóna. Kostnaður vegna uppsagnarinnar nemur stórum hluta af tekjum sveitarfélagsins. Ásmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að kostnaður- inn gæti numið allt að 115 milljón- um þegar upp væri staðið. Reikn- aði hann þá með þeim möguleika að hann, nýr bæjarstjóri og þriðji bæjarstjórinn eftir næstu kosning- ar myndu þiggja laun. Einar Jón Pálsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar, segist ekki vita hver endanlegur kostnað- ur verður eða hvernig greiðslum verði háttað. Fari svo að greiðslur til Ásmundar verði allar greiddar upp í einu sé það átak fyrir bæjar- félagið. „Ef greiða þarf alla upp- hæðina strax þýðir það niðurskurð, lántöku eða að ganga þurfi á sjóði bæjarfélagsins.“ Kolfinna S. Magnúsdóttir, for- maður bæjarráðs, segir rétt að um stórar upphæðir sé að tefla. Hins vegar eigi eftir að kanna lögmæti skuldbindinga samningsins við Ásmund. Ársvelta sveitarfélagsins nemur 700 til 800 milljónum króna. Ógreidd laun Ásmundar nema því allt að fimm prósentum af veltu sveitarfélagsins í ár. - shá Deilur í bæjarpólitíkinni í Garði gætu haft áhrif á heildarrekstur sveitarfélagsins: Uppsögn þung fyrir reksturinn Í GARÐI Deilurnar hverfast ekki síst um skólamálin í Garði og afskipti stjórn- málamanna þar af. Þessum virðist nokk sama. SVEITARSTJÓRNIR Ekki er gert ráð fyrir stígum meðfram ströndinni á Arnarnesi í þeirri tillögu að deiliskipulagi sem nú liggur fyrir hjá bæjaryfirvöldum í Garða- bæ. Í Fréttablaðinu sagði frá því að samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir bæinn eiga land- eigendur ströndina en ekki bær- inn. Yrði strandstígur lagður mætti búast við bótakröfum frá eigend- um sjávarlóða. Guðfinna B. Krist- jánsdóttir, upplýsingastjóri hjá Garðabæ, segir að þó hugmynd- ir um lagningu stígs meðfram strandlengjunni hafi oft verið í umræðunni sé nú aðeins gert ráð fyrir svokallaðri „útivistarleið“ þar. Það þýði einungis að þar sé öllum heimilt að fara um. Ekki sé gert ráð fyrir neinum fram- kvæmdum. - gar Skipulagsmál á Arnarnesi: Strandstígar ekki á dagskrá ARNARNESIÐ Þó oft sé rætt um strand- stíga á Arnarnesi er þeir ekki á dagskrá bæjaryfirvalda. byggð,“ segir Catherine Ulrich. Hún segir hins vegar að hópurinn fari í tveimur rútum að franska kirkjugarðinum í Fáskrúðsfirði, því þar séu ekki stæði fyrir alla fornbílana. Hópurinn ekur síðan til suðurs, kemur við á Stöðvarfirði og gistir á Höfn í Hornafirði. Alls verður hópurinn í viku hér á landi og heldur af landi brott mánudaginn ellefta júní. Þá verða þau líka búin að vera í tvær nætur í Reykjavík, en til stend- ur að halda sýningu á bílunum að kvöldi níunda júní fyrir fram- an Hótel Borg þar sem hópurinn gistir. „Yngsti bíllinn í hópnum er frá árinu 1975, en hinir allir eldri,“ segir Catherine. olikr@frettabladid.is BANDARÍKIN, AP Vísbendingar eru um að tíundi hver fangi í Banda- ríkjunum verði fyrir kynferðis- ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í fangavistinni. Gerendur eru ýmist sagðir aðrir fangar eða starfsfólk fangelsa. Niðurstöðurnar eru fengnar úr fyrstu landskönnuninni sem gerð hefur verið á fólki sem setið hefur í fangelsi og bandaríska dómsmálaráðuneytið birti í gær. Sambærileg könnun sem gerð var 2008 og 2009 meðal fanga í haldi leiddi í ljós að einungis 4,4 prósent sögðust fórnarlömb kyn- ferðisofbeldis. - óká Fleiri beittir kynferðisofbeldi: Einn af tíu áreittur í haldi KANADA, AP Lögreglan í Ontario í Kanada bíður þess nú að þjófstol- inn demantur gangi niður af rúm- lega fimmtugum manni í haldi hennar. Maðurinn er talinn hafa stolið demantinum, sem er metinn á jafnvirði um tveggja og hálfrar milljónar, úr skartgripaverslun fyrir heilli viku og gleypt hann. Síðan hefur hann dvalið á lög- reglustöðinni, tekið hægðalosandi lyf, verið samvinnuþýður og farið ítrekað á salernið, en án nokkurs árangurs. - sh Þolinmóð lögregla í Kanada: Bíða demants úr iðrum þjófs SPURNING DAGSINS FÓLK Diskódrottningin Donna Summer lést á heimili sínu í gær, 63 ára, eftir langa baráttu við brjóstakrabbamein. Summer naut mikilla vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar og gerði heimsfræga smelli á borð við I Feel Love, Last Dance, Hot Stuff, Bad Girls og Love to Love You Baby. Hún vann til fimm Grammy-verðlauna á ferlinum. Tónlistarmaðurinn Þórir Baldurs son vann náið með Donnu Summer á sínum tíma og útsetti mörg af hennar frægustu lögum. „Þetta var mjög viðkunnanleg ung kona þegar ég kynntist henni og það voru aldrei neinir stjörnu- stælar í henni, jafnvel þegar hún var orðin heimsfræg,“ sagði Þórir um hana í gær. - sh / jhh Donna Summer látin: Aldrei með stjörnustæla DONNA SUMMER ÞÓRIR BALDURSSON LUNDÚNIR, AP Snúið hefur verið við dómi yfir 24 ára gömlum Lund- únabúa sem dæmdur var á ung- lingsaldri fyrir morð. Maðurinn, sem heitir Sam Hallam, hefur setið í fangelsi í sjö ár. Hallam var dæmdur fyrir aðild í morðinu á 21 árs gömlum manni Essaya Kassahun árið 2005. Lífsýni tengdu Hallam ekki við vettvanginn og fram kom fyrir dómi að ný gögn styddu fjarvist- arsönnun hans og vörpuðu skugga á framburð sem tengdi hann við glæpinn. Í tilkynningu sem Hall- am sendi frá sér eftir að dómur féll í gær sagðist hann þurfa tíma til að jafna sig með fjölskyldu og vinum eftir „martröðina“ sem hann hefði mátt þola. - óká 24 ára maður laus úr haldi: Sýknaður eftir sjö ár í fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.