Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 40
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR20 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag víða um heim. Í til- efni af því hafa safnafræðinemar við Háskóla Íslands stofnað svonefnt Smá- stundarsafn, sem verður opið milli klukkan 14 og 16 í Hámu á háskóla- torgi. En hvað er Smástundarsafn? „Smástundarsafn, eða „pop-up museum“, er mótvægi við hefðbund- ið safnastarf og gengur meira út á skrásetningu minninga og sögu en söfnun efnislegra hluta“ segir Karina Hanney Marrero, sem stendur að safninu ásamt Eddu Björnsdóttur. „Smástundasafnið er hins vegar tíma- bundið og byggir meira á sögunum á bak við hvern grip, sem er í raun það sem gefur mununum gildi.“ Smástundarsafnið byggir þannig alfarið á þátttöku gesta, sem færa safninu muni sem tengjast tilteknu þema og segja söguna á bak við grip- inn. „Þemað í dag verður frí,“ segir Karina. „Við biðjum því fólk að koma með hvaða hlut sem er sem það teng- ir af einhverjum ástæðum við frí og hafa til sýnis á safninu. Við biðjum fólk jafnframt um að skrá söguna á bak við gripinn í stuttu máli. Að lok- inni sýningu fá gestirnir gripinn aftur en mynd af honum og sagan á bak við hann birtist á heimasíðunni okkar.“ Smástundarsafnið er að erlendri fyrirmynd. „Þetta er mjög heppilegt konsept að því leyti að það krefst ekki mikillar yfirbyggingar,“ segir Karina. „Þetta er líka mjög hentug aðferð til að takast á við ákveðin samfélags- leg málefni, til dæmis samkynhneigð eða stéttaskiptingu. „Með því að gefa persónulegum frásögnum aukið vægi myndast samræðuvettvangur fyrir gesti safnsins, þar sem þeir fá tæki- færi til að deila minningum og sögum tengdum ákveðnum hlutum. Útkom- an verður því mögulega allt önnur en nokkurn tímann í hefðbundnu safni.“ Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem Smástundar- safn með þessu sniði er sett á laggirn- ar hérlendis en Karina segir vel koma til greina að endurtaka leikinn. „Við vonum að það verði framhald á þessu, það væri gaman að halda aðra sýningu í sumar eða haust út frá ein- hverju öðru þema. Við ætlum fyrst að sjá hvernig viðbrögðin verða,“ Sýningin er öllum opin og Karina hvetur sem flesta til að líta við, jafn- vel með mun sem tengist fríi með ein- hverjum hætti. „Það getur verið gripur úr tjaldúti- legu, staup úr útskriftarferð, brottfar- arspjald – hvað sem er. Komið endi- lega við og segið söguna á bak við gripinn.“ Hægt er að fylgjast með afrakstri dagsins á heimasíðu Smástundar- safnsins, smastundarsafnid.wor- dpress.com. bergsteinn@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Kínverjar, einkum námsmenn, hófu frið- samleg mótmæli í upphafi ársins 1989 og kröfðust lýðræðislegra umbóta. Mest fór fyrir mótmælunum á Torgi hins himneska friðar í miðri Peking en þar komu náms- menn sér fyrir og fóru í mótmælasvelti. Á þessum degi lagðist almenningur fyrir alvöru á sveif með námsmönnunum og milljónir manna fjölmenntu á götum úti með fána og skilti og hrópuðu slagorð gegn æðstu ráðamönnum landsins. Þetta voru alvarlegustu og umfangsmestu mótmæli í sögu Kína frá því kommúnistar tóku við völdum fjörutíu árum áður en allt fór þetta samt friðsamlega fram og börn og foreldrar sameinuðust í mótmælunum. Aðgerðirnar vöktu heimsathygli og þannig var til að mynda Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, í opinberri heimsókn í Kína í maí en hún féll að miklu leyti í skugga mótmælanna. Langlundargeð landsfeðranna var þó ekki meira en svo að í byrjun júní leystu þeir mótmælin á Torgi hins himneska friðar upp með vopnavaldi og ofbeldi. Fjöldi manns féll í aðgerðunum og 10.000 manns voru handteknir í blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar. ÞETTA GERÐIST: 18. MAÍ 1989 Milljónir mótmæla í Kína KARINA OG EDDA Ólíkt hefðbundnu safnastarfi, þar sem markmiðið er yfirleitt að koma upp vænlegum efnislegum safnkosti, gengur Smá- stundarsafnið fyrst og fremst út á skráningu minninga og sögu – þess sem gefur gripunum gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ALÞJÓÐLEGI SAFNADAGURINN ER Í DAG: SMÁSTUNDARSAFN Á HÁSKÓLATORGI Sagan gefur safngripnum gildi Í tilefni af 30 ára afmæli Náttúrugripasafns Seltjarn- arness verður safnið opið almenningi á laugardaginn, frá klukkan 13 til 17. Safnið er til húsa í Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi og geymir einstæða gripi sem áhugavert er að skoða. Einnig verður í Valhúsa- skóla sýnd myndin Lífríki í landi Seltjarnarness sem Kvik hf. kvikmyndagerð vann fyrir menningarnefnd fyrir nokkrum árum. Boðið er upp á fuglaskoð- unarferð undir leiðsögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Lagt verður af stað frá Valhúsaskóla klukkan 14. Á sama tíma verður mál- verkasýningin Án forskrift- ar eftir Sigurð K. Árnason opin, en hún var sett var upp á Bókasafni Seltjarnar- ness í tilefni afmælis Nátt- úrugripasafnsins. Náttúrugripa- safnið er 30 ára Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, GUÐBJARTS RAFNS EINARSSONAR skipstjóra og útgerðarmanns, Löngulínu 2B, Garðabæ. Anna Sigurbrandsdóttir Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir Ingi Jóhann Guðmundsson Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir Steinar Ingi Matthíasson barnabörn Guðrún Einarsdóttir Sigurður Einarsson Stefán Einarsson GUNNAR GUNNARSSON RITHÖFUNDUR (1889-1975), fæddist á þessum degi fyrir 123 árum. „Þegar best lætur er mannkynið aðeins illa siðmenntuð apahjörð.“ 123 1756 Sjö ára stríðið hefst þegar Bretland lýsir yfir stríði á hendur Frökkum. 1908 Rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas? var hleypt af stokk- unum í Saint-Malo í Frakklandi. Það strandaði síðar á Íslandi. 1920 Sambandslögin frá 1918 voru staðfest með breytingum á stjórnarskrá. 1978 Selfoss fékk kaupstaðarréttindi. 1980 Eldfjallið Sankti Helena gaus í Washingtonfylki. 57 létust í sprengigosinu og tjónið var metið á þrjá milljarða dollara. 1989 Verkfalli Bandalags háskólamanna lauk og hafði það staðið í sex vikur og valdið mikilli röskun á skólastarfi og fleiru. 1990 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fjarlægir samkynhneigð af lista yfir geðræna kvilla. 2004 Massachusetts verður fyrsta ríki Bandaríkjanna til að heimila hjónavígslur samkynhneigðra. 2006 Silvía Nótt söng fyrir hönd Íslands í forkeppni Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Merkisatburðir AFMÆLISBÖRN Ólafur R. Dýrmunds- son ráðunautur er 68 ára í dag. Ingibjörg Hjartardótt- ir rithöfundur er 60 í dag. Þórunn Guðmunds- dóttir söngkona er 52 ára í dag. VALHÚSASKÓLI Náttúrugripasafn Seltjarnar- ness er til húsa í Valhúsakóla. Það fagnar 30 ára afmæli nú um mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.