Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 20
My secret kynnir nýjan drykk, Túr-merik, unnin úr fersku túrmeriki sem kemur á markað í dag. „Í þennan nýja drykk notum við sér- staka aðferð eftir leiðsögn frá Ayurveda- lækni á Indlandi,“ útskýrir Ólafur Sóli- mann, eigandi My Secret. „Við meðhöndl- um til dæmis túrmerik og svartan pipar í olíu við visst hitastig, áður en við setjum það í drykkinn. Þessa aðferð lærðum við á Indlandi af lækni sem vinnur við nátt- úrulækningar, Ayurveda,“ segir Ólafur en hann hefur dvalið bæði í Taílandi og á Ind- landi um árabil. Í drykknum er auk túrmeriks, engifer, svartur pipar, mynta, cane-sykur og fleira. Virkni engifers og túrmeriks er vel þekkt í Asíu en Ólafur segir ekki sama hvern- ig jurtirnar séu unnar. Með réttri aðferð megi jafnvel þúsundfalda áhrif einstakra efna. „Það er ekki nóg að sjóða eitt hrá- efni sérstaklega heldur þarf alltaf að blanda öðrum efnum á móti til að há- marka virknina í jurtunum. Til dæmis sýrum, kryddi eða sætu. Nú sýna nýjustu rannsóknir að með því að blanda svört- um pipar á móti túrmeriki getur virknin í curcumininu, virka efninu í túrmeriki, tvöþúsundfaldast. Við gerum það í þess- um drykk og notum einungis ferskar jurt- ir, ekki duft og flytjum sjálf inn sérstaklega ferskt túrmerik. Þá eru engiferdrykkirnir frá My secret einu drykkirnir hér á landi þar sem eingöngu er notað ferskt engifer en ekki duft.“ Undanfarna sex mánuði hafa tíu ein- staklingar drukkið nýja drykkinn til reynslu. Ólafur segir árangurinn ekki hafa látið á sér standa. „Áhrifin eru frábær. Þetta voru mismun- andi einstaklingar sem voru að kljást við mismunandi kvilla, meðal annars einstak- lingur með MS-sjúkdóm og einstaklingar sem kljást við kulda í höndum og fótum, rist- ilvandamál, þvagvandamál og maga- vandamál. Þá hafa rannsóknir sýnt að virka efnið í túrmeriki er sótt- hreinsandi og bólguhemjandi og flýtir fyrir að sár grói. Þá er talið að efnið hjálpi til við meðferð á liðagigt. Ég vil þó taka fram að Túr- merikdrykkurinn okkar hefur ekki verið rannsakaður sér- staklega sem slíkur en virkni allra innihaldsefna drykkjarins hafa verið rannsökuð,“ segir Ólafur. Vörur My Secret hafa nú verið í tvö ár á markaðnum og njóta vinsælda. Þær fást nú í flestum verslunum landsins og segir Ólafur undirbúning fyrir markaðssetn- ingu erlendis hafna. „Við höfum tekið þátt í alþjóðlegum keppnum og unnið til verðlauna sem hefur hjálpað okkur að vekja athygli á vörunni erlendis. Við erum nú í samstarfi við Ís- landsstofu um rannsóknarvinnu á erlend- um markaði og höfum einnig sótt um styrk til að láta rannsaka virkni drykkjanna. Það sem gefur vörunum okkar hins vegar trú- verðugleika eru reynslusögur fólks sem hefur reynt drykkinn og fundið áhrifin á sjálfu sér,“ segir Ólafur. Túrmerikdrykkurinn frá My Secret fer í sölu í dag og fæst einungis hjá My Secret á Digranesvegi í Kópavogi. Drykkurinn verður á sérstöku tilboði út maí. Nýr drykkur frá MY SECRET My secret kynnir nýjan heilsudrykk unninn úr fersku túrmeriki og engifer. Túrmerik hefur verið notað í yfir 2500 ár á Indlandi þar sem það var í fyrstu notað sem litarefni. Læknis- fræðilegir eiginleikar þessa krydds hafa komið betur og betur í ljós. NÝTT FRÁ MY SECRET... FERSKUR TURMERIC DRYKKUR Ólafur Sólimann, eigandi My Secret, kynnir nýja heilsudrykki. Rannsóknir hafa sýnt að með því að blanda svörtum pipar saman við túrmerik tvöþús- undfaldast virknin. Mun meira fæst út úr virka efninu curcumin úr fersku túrmeriki heldur en dufti og þykkni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.