Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 18
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR Ég held ekki að það sé sérlega eftirsóknarvert að vera for- seti. Líklega er þó skárra að vera forseti lítillar þjóðar en stórrar. Á hinn bóginn held ég að það sé eftir- sóknarvert fyrir þjóð – ekki síst ef hún er lítil – að eiga sér forseta. En það verður að vera góður forseti. En hvernig skyldi góður forseti vera? Stundum er sagt að forset- inn eigi að vera sameiningartákn fólksins í landinu, þessarar óræðu stærðar sem sumir reyna að hafa fyrir lóð á vogarskálina þeim megin sem þeir sjálfir standa. Þá er talað eins og forsetinn geti hafið sig upp yfir stjórnmálin og hvers- dagsleikann og sameinað fólkið í landinu í krafti þess að vera sá sem hann er. En fólkið í landinu er frekar sundurleitur hópur, það eru varla neinar vogarskálar sem það kærir sig um að fjölmenna á og það er ekki til neitt tákn sem það er tilbúið að sameinast um. Ekki einu sinni náttúran hefur megnað að vera slíkt tákn. En ef forsetinn getur ekki verið sameiningartákn, er þá ekki borin von að hann geti verið for- seti allra? Er hugmyndin um for- seta allra ekki bara einhvers konar brandari sem enginn vill segja – þótt sjö manns vilji reyndar verða forseti? Er forsetinn ekki einmitt aukastærð í lýðræðinu, einhvers konar menningarlegt skjaldar- merki sem hefur engu hlutverki að gegna í eiginlegri stjórnskipan lýðveldisins? Ég held ekki. Hugmyndin um forseta er ekki bara einhver brand- ari, heldur alvarleg hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan. Til skamms tíma var fátt sem tengdi forsetann við valdaskak lýðræðis- ins, en lýðræðið snýst ekki bara um valdaskak. Að minnsta kosti ekki þegar sæmilega lætur. Og raunar er það einmitt valdaskak- ið sem hætt er við að gangi af lýð- ræðinu dauðu á endanum. Stjórnmál einkennast af tvenns konar baráttu. Annars vegar bar- áttu fyrir sérhagsmunum og hins vegar baráttu fyrir almannahags- munum. Þessi tvenns konar bar- átta verður alltaf hluti af stjórn- málum, og þannig hlýtur það að vera – og þannig á það að vera. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá sérhagsmuni sem einmitt geti sameinað fólkið. En eðli sínu samkvæmt eru sérhags- munirnir ekki allra og þeir sam- eina ekki aðra en þá sem njóta þeirra – með réttu eða röngu. For- setinn getur ekki umbreytt sér- hagsmunum í almannahagsmuni hversu mikilfenglegur og mælsk- ur sem hann annars er. Lýðræðið snýst ekki bara um að fólk nái að koma því til leiðar sem það skynjar sem hagsmuni sína á hverju augnabliki. Lýðræði snýst líka um skynsemi. Það snýst líka um virðingu. Það snýst líka um leikreglur. Það snýst nefni- lega ekki bara um leikslok, held- ur um gildi, verðmæti og leikregl- ur. Og það er hér sem forsetinn getur haft hlutverki að gegna í lýðræðinu. Hann þarf að tala máli skynseminnar, með því að styðja embættisverk sín skynsamlegum rökum. Hann þarf að byggja slík rök á mikilvægustu gildum lýð- ræðislegs samlífis – m.a. virðingu fyrir öðrum, ekki síst þeim sem eru honum ósammála. Hann þarf að sýna að hann kunni að hlusta, ekki bara á þá sem hafa hátt held- ur líka á þá sem tala af veikum mætti. Hann þarf að sýna að hann stendur fyrir eitthvað sem er nógu bitastætt til þess að þeir sem eru forsetanum ósammála geti eftir sem áður sagt: „Já, gott og vel, ég er honum ósammála en ég get samt fallist á að sjónarmiðin séu studd gildum rökum.“ Þannig verður forsetinn ekki sameiningartákn, heldur samein- ingarafl. Lýðræði snýst um það að lifa saman þrátt fyrir ólíkar skoð- anir, þrátt fyrir öndverð sjónar- mið, þrátt fyrir athafnir sem við erum ósammála um. En lýðræðið snýst ekki bara um þetta. Því tónn lýðræðisins er ekki einungis sleg- inn á „þrátt fyrir“-strengi. Lýð- ræði snýst ekki um að lifa saman þrátt fyrir að við séum ólík, heldur „vegna þess“ að við erum ólík. Líf okkar er einmitt innihaldsríkt og gefandi vegna þess að við komum úr ólíkum áttum, stefnum í ólíkar áttir og ferðumst með margvísleg- um hætti. Það er í margbreytileik- anum og ágreiningnum sem við getum menntast hvert af öðru og það er með viðbrögðum við þess- um staðreyndum mannlegs sam- lífis sem forseti getur verið sam- einingarafl. Eitt sterkasta sameiningarafl í íslensku samfélagi í dag eru dóm- stólar. Þeir sameina ekki með því að finna það sem allir eru sammála um, heldur með því að vera farvegur fyrir ósamkomu- lag – stundum jafnvel hatrammar deilur. En þótt fólk sé ósammála og deili harkalega, þá eru samt flestir sammála um að leið dóm- stólanna sé réttlát leið til úrlausn- ar. Og þótt fólk sé ekki endilega sammála niðurstöðu dómstólanna – og síst þegar dómur fellur því í óhag – þá sættir fólk sig yfirleitt við niður stöðuna einmitt vegna þess að hún er niðurstaða hlutlægs dómstóls og rökstudd í löngu máli, með vísun í almennar leikreglur samfélagsins og þau viðmið um réttlæti sem hafa verið ríkjandi um langan tíma. Ég held að ef það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni um forseta lýðveldisins sem samein- ingarafl þá liggi það vit einmitt í því að forsetinn geti stuðlað að einingu frekar en sundrungu með því að sýna okkur hvernig við getum hlustað hvert á annað og lært hvert af öðru – hvernig við getum lifað innihaldsríku og lær- dómsríku lífi einmitt vegna þess að við erum ólík. Þegar sagt er að forsetinn skuli vera sameiningartákn fólksins í landinu, þá er stundum talað eins og hann geti af skarpskyggni sinni komið auga á þá … Forsetinn: Tákn eða afl Því er iðulega slegið fram sem sönnu að þrátt fyrir bágan efnahag og erfitt ástand hafi Ísland fulla burði til þess að rétta úr kútnum á skömmum tíma og reisa hér endurbætt og öflugra samfélag. Í þessari algengu orð- ræðu er því haldið fram að Íslend- ingar séu umfram allt svo vel menntuð þjóð. Slíkar fullyrðingar eru sérstaklega algengar í stjórn- málum. Staðreyndin er þó sú að slík- ar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Samkvæmt nýjustu tölum OECD eru 36% Íslendinga á aldr- inum 25-34 ára með háskólapróf. Samanborið við önnur norræn ríki er ástandið vægast sagt slæmt þar sem 47% Norðmanna, 45% Dana, 42% Svía og 39% Finna á sama aldri hafa lokið námi við háskóla. Þá kemur Ísland ekki einungis illa út í samanburði við nágrannaþjóð- ir heldur er komið niður fyrir með- altal OECD. Árið 2008 var Ísland í 18. sæti af 34 löndum OECD þegar kemur að opinberum fjárframlögum til háskóla. Ísland varði árlega að meðaltali 10.429 Bandaríkjadoll- urum á hvern háskólanema. Til samanburðar var meðaltal OECD ríkjanna 13.717 dollarar og Svíar settu yfir 20.000 Bandaríkjadal á hvern sinn nemanda. Síðan þess- ar tölur voru birtar hafa framlög ríkisins verið skorin niður um um það bil fjórðung á Íslandi. Þetta þýðir að verið er að reyna að reka háskólakerfi að norrænni fyrir- mynd fyrir rétt rúmlega 40% af fjármagninu. Ástandið er slæmt og mun versna með hverju ári nema vit- undarvakning verði á mikilvægi þessa málaflokks fyrir framtíð- arhorfur í lífsgæðum og atvinnu- málum í landinu. Bæði nefndir og sérfræðingar hafa skilað skýrri afstöðu til málsins, nú sé ekki tím- inn til þess að draga saman seglin í menntamálum, þvert á móti að nú sé tími til þess að efla þau. Þessi skilaboð hafa verið látin sem vind- ur um eyru þjóta. Frá „hruni“ hafa fjárframlög til háskólanna verið skorin verulega niður að raunvirði. Á sama tíma er þeim gert að taka inn fleiri nem- endur en áður. Framlag á hvern nemenda er því að lækka og það mun óhjákvæmilega koma niður á gæðum kennslunnar og skól- anna allra. Nú þegar aldrei hefur verið mikilvægara að útskrifa vel menntaða einstaklinga og fá hing- að til lands góða nemendur erlend- is frá, stefnir allt í hnignun metn- aðarfullra háskóla sem geta ekki staðið undir væntingum sem til þeirra eru gerðar. Háskólar verða að geta boðið starfsfólki sínu upp á spennandi vinnuumhverfi og samkeppnis- hæfar aðstæður og laun og komi ekki til stórtækra stefnubreytinga í þessum málum er ekki langt í að það verði ekki fært. Umræðan um laun stundakennara hefur vart farið fram hjá neinum og starfs- fólk háskólanna vinnur við kjör sem engan veginn samræmast þeirri hæfni, menntun og reynslu sem það hefur. Aukinheldur verða háskólarn- ir að bjóða íslenskum nemend- um aðstæður og gæði sem eru sambærileg valkostum erlendis. Námsmenn eiga rétt á þeirri lág- markskröfu að íslenskir háskól- ar bjóði þeim upp á námsgæði til jafns við það sem tíðkast á lönd- unum í kringum okkur. Ef fram heldur sem horfir er framtíðin ekki björt í íslensku háskólastarfi. Viljinn til þess að gera vel er til staðar og á síðustu árum hefur verið unnið þrekvirki með tilliti til niðurskurðar og þess fjármagns sem skólarnir fá. Hættan er sú að vel unnin verk skólanna komi nú í bakið á þeim. Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því að vel heppnaður niðurskurður er ekki tilefni til frekari niðurskurðar. Eru Íslendingar vel menntuð þjóð? Forsetaembættið Ólafur Páll Jónsson dósent í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Menntamál Kristján Pétur Sæmundsson formaður Stúdentafélags HR 2011-2012 Ebba Karen Garðarsdóttir formaður Stúdentafélags HR 2012-2013 Sara Sigurðardóttir formaður Stúdentaráðs HÍ 2012-2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.