Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 10
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR10 Þetta er nokkuð deilu- mál í Þýskalandi nú um stundir. Á að hafa eitt mið- stýrt dreifikerfi eða frjáls- ara orkuflæði? Og ef annar hvor maður er með sólarsellu í garðin- um, verða þá of fáir notendur til að standa undir háþróuðu dreifikerf- inu? Ljóst er að slíkt kerfi þarf að vera til staðar í einhverri mynd, þó ekki væri nema til að bregðast við áföll- um. Mikilvægi vindorku Einn angi af þeirri deilu snýr að uppsetningu vindmyllugarða í Eystrasaltinu. Fyrirhugað er að reisa þar risastórar vindmyllur og ljóst er að tenging þeirra við lands- netið yrði kostnaðarsöm. Ekki eru allir hrifnir af þeirri hugmynd, en ljóst er að sjónmeng- un af slíkri framkvæmd yrði umtals- verð. Matthias Rucsher, upplýs- ingafulltrúi hjá Þróunarstofn- un Þýskalands, segir að nauð- synlegt sé að byggja á vind- orku í miklum mæli eigi það markmið að nást að skipta út 30 til 40 þúsund megawött- um af orku fyrir endurnýjanlega orkugjafa árið 2020. „Orkuframleiðendur eru nú að fjárfesta í vindorkunni og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Ef markmiðið á að nást verðum við að veðja á allt.“ Rucsher er bjartsýnn á að mark- miðið náist. „Við höfum alltaf farið fram úr markmiðum okkar. Ríkis- stjórnin stefnir á að árið 2020 komi 35% orkunnar úr endurnýjanleg- um orkugjöfum, en iðnaðurinn segist geta náð þeirri tölu í 43%.“ Fyrirmyndin Feldheim Það er ekki síst í ljósi þessara markmiða sem Feldheim er fyrir mynd í orkumálum. Vissu- lega eru aðstæður þar óvenju góðar. Vindmyllurnar voru til staðar áður en íbúarnir ákváðu að taka þátt í verkefninu. Það þýðir þó ekki að aðrir geti ekki reist sér sína vindmyllu. Þá er lausn þeirra á hita- málum einfaldlega praktísk. Í stað þess að sitja uppi með lífrænan úrgang úr svínabú- um er hann nýttur til að hita þorpið upp. Orkukostnaður snarlækkar og ekki þarf að greiða fyrir förgun á mykj- unni. Byggðastefna? Fyrirkomulagið í Feldheim er þann- ig ekki aðeins umhverfisvænt held- ur einnig efnahagslega hagkvæmt. Frohwitter segir að með sjálfbærni- markmiðum sínum hafi þorpsbúar bætt efnahag sinn töluvert. „Hér er ekkert atvinnuleysi og raunar er það svo að fólk sækir hingað eftir vinnu úr nágrenn- inu. Menn hafa jafnvel velt því upp hvort módelið hér geti ekki nýst sem byggðastefna. Það snýr kannski ekki við fólksflótta úr sveitum í borgir, en það getur vel hjálpað til við að halda honum í skefjum.“ Þar sem töluverð umframorka kemur úr vindmyllu Feldheim-búa sköpuðust skilyrði fyrir frekari uppbyggingu á svæðinni. Þar er nú verksmiðja sem framleiðir búnað í sólarsellur sem gerir þeim kleift að fylgja sólinni sjálfkrafa. Þetta bætir orkunýtingu þeirra um 8 til 9 prósent. Fjárfesting sem skilar sér Það er meira en að segja það að skella upp einni 100 metra hárri vindmyllu og koma sér upp búnaði til að framleiða hita úr svínamykju. Líkt og áður segir er um samvinnu verkefni íbúanna að ræða. Allt í allt kostaði fjárfestingin um einn milljarð evra. Augljóslega getur lítið þýskt þorp, þó vel stætt sé, ekki pungað út slíkum upphæð- um, en lán reyndust auðsótt. Og fjárfestingin er ekki vitlausari en svo að hún borgar sig upp á 12 til 15 árum og það þó íbúarnir greiði mun minna fyrir raforkuna en þekkist víðast annars staðar. Þegar greitt hefur verið af lánun- um er ætlun íbúanna að lækka verð- ið enn frekar. Og þar sem þeir selja einnig rafmagn inn á þýska lands- netið skapa þeir sveitarfélaginu tekjur til framtíðar. Samvinnuhug feldheimskra er við brugðið og myndi hann jafnvel vekja öfund Jónasar frá Hriflu og fleiri samvinnumanna. Verkefnið fékk nýverið 10 þúsund evrur í verð- laun og íbúarnir ákváðu að nýta það fé allt til frekari uppbyggingar. Að auki skapa herlegheitin 60 störf, sem er ekki svo lítið í þorpi með 145 íbúum. Á MORGUN: Endurnýjanleg orka og alþjóða- samfélagið Þorpið Feldheim í nágrenni Berlínar er sjálfu sér nægt um rafmagn og hita. Vind- urinn og sólin knúa raf- magnstæki þorpsins, og reyndar gott betur en það. Þorpsbúar ylja sér svo við varma sem byggir á úrgangi þeirra helstu fram- leiðsluvöru, svínanna. Stubbur er ekki stór. Það er þorp- ið Feldheim ekki heldur, en ólíkt Stubbi sem þurfti að stóla á aðra varðandi hita og rafmagn, er Feld- heim sjálfbært í þeim efnum. Feldheim er í Stadt Treuenbriet- zen, skammt frá Berlín, og þar búa 145 manns, átta fleiri en í Varma- hlíð. Feldheim var hefðbundið lítið þýskt þorp, þar lifðu menn á land- búnaði og aðallega svínarækt. Fyrir tækið Energiequelle kom að máli við þorpsbúa og óskaði eftir að leigja af þeim land undir vindmyll- ur. Þar er nú að finna 43 vindmyllur sem samanlagt fullnægja raforku- þörf 20.000 manns. Samvinnuhugsun Íbúar Feldheim ákváðu að slá saman og reisa eina vindmyllu. Sú sér íbúunum fyrir nægu rafmagni og vel það, stærstur hluti þeirrar orku sem þar er framleiddur fer inn á flutningskerfi Þýskalands. Raun- ar fer orkan öll þangað og íbúarnir kaupa síðan þá orku sem þeir þurfa til baka. Félag í eigu íbúanna kaupir hverja kílówattstund á 16,6 sent og selur síðan íbúunum á 9 sent. Til samanburðar má nefna að íbúar í Berlín borga um 25 sent fyrir hverja kílówattstund. Félag íbúanna greið- ir síðan fjárfestinguna niður. Skítahitun Það er sérkennileg upplifun að ganga um Feldheim, ekki síst í fylgd hins überþýska Werner Frohwitter. Með sitt yfir- varaskegg og heimsborgara- kaskeiti leiddi hann erlendu gestina um hið sjálfbæra þorp. Ekki verður sagt að þolinmæði sé hans sterkasta hlið, þar sem við blaðamenn- irnir stóðum í rokinu og reyndum að ná niður tölum um megawött og kílówött, framleiðslutölur og -þörf, byrsti hann sig ef of oft var spurt um eitthvað sem áður hafði komið fram. Svo virtist sem upplýsingar hans um endurnýtanlega orkugjafa væru ekki endurnýtanlegar. Frhowitter leiddi okkur þó í ljós að íbúar Feldheim eru gæddir gam- aldags samvinnuhugsun eins og hún gerist best. Eftir að hafa keypt sér eitt stykki vindmyllu og snarlækk- að rafmagnsreikninginn sinn sett- ust þeir yfir húshitunarmál. Hvaða orkugjafi stóð þeim til boða sem væri hagkvæmur og gerði þeim kleift að láta af olíu- og gaskaupum? Jú, í þorpinu eru svínabú þar sem fjórir geltir sinna 6-700 gyltum svo úr verður fjöldi grísa. Öll þessi svín þurfa að skíta eins og önnur dýr og þann skít þurfti að losa sig við með ærnum tilkostnaði. Sú sniðuga hug- mynd að nýta skítinn til húshitunar kviknaði því. Íbúar Feldheim settu því upp litla niðurbrotstöð þar sem skítnum er breytt í varma með gerlagróðri. Hitinn er síðan leiddur um þorpið og einnig í svínabúin þar sem svín- unum er yljað svo þau geti framleitt meira hráefni fyrir hitakerfið. Dreifð framleiðsla Raforkuframleiðsla Þjóðverja hefur breyst mikið undanfarna ára- tugi. Fyrir 20 árum voru orkufram- leiðslustöðvarnar, þær einingar sem framleiddu rafmagn, 1000 talsins. Árið 2012 eru þær 2,7 milljónir. Inni í þessari tölu er allt sem framleiðir orku sem fer inn á netið hjá Þjóðverjum, hvort sem um eina sólarsellu eða heilt kjarnorkuver er að ræða. Það segir sig sjálft að slíkur fjöldi gerir allt utanumhald erfitt. WERNER FROHWITTERT Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Humar 2.350 kr.kg Glæný Stórlúða 2.990 kr.kg Sigin Grásleppa Frá Drangsnesi Harðfiskurinn frá Stykkishólmi Þessi sjúklega góði Sjálfbært þorp um vind og svínaskít FRÉTTASKÝRING: Umhverfismál 2. grein af 4 Vistvæn orkuframleiðsla í Feldheim Straumur Varmi Viðarkurl Notað á álagstímum þegar lífgasið dugir ekki til Lagnakerfið Íbúar, fyrirtæki, býli og bæjarfélagið eiga lagna- kerfið í sameiningu Lífgasframleiðsla Framleiðir 500 KW af rafmagni og 533 KW af hita. Svínamykja, blautur maís og malað korn fer í framleiðsluna Neytendur, bændur Þrjú svínabú Rafgeymsla (áætluð) Umframorka verði geymd og nýtt þegar þörf er á. Neytendur, fyrirtæki og sveitarfélag Tvö fyrirtæki og skrifstofur sveitarfélagsins Vindmyllugarður 43 vindmyllur með fram- leiðslugetu upp á 74,1 MW hver. Íbúar Feldheim eiga eina myllu. Neytendur, íbúar Alls 37 heimili með 145 íbúum Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is VINDRISI Vindmyllurnar í Feldheim eru engin smásmíði. Öxullinn er í 100 metra hæð og spaðarnir eru 35 metrar að lengd. Don Kíkóti hefði mátt hafa sig allan við í atlögum að þessum risum. MATTHIAS RUCSHER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.