Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 50
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR30 sport@frettabladid.is RAGNAR SIGURÐSSON spilaði síðustu mínúturnar þegar að lið hans og Sölva Geirs Ottesen, FC Kaup- mannahöfn, varð danskur bikarmeistari í gær eftir sigur á AC Horsens í úrslitaleik á Parken, 1-0. Sölvi Geir hefur verið frá vegna meiðsla og var því fjarri góðu gamni í gær. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill FCK frá upphafi. Innifalið: 10 æfingar, bolur, brúsi, morgunverður, fyrirlestrar, MIÐI Á LANDSLEIKINN ÍSLAND-HOLLAND 10. JÚNÍ Í UNDANKEPPNI EM og handknattleiksþjálfun í hæsta gæðaflokki. Skráning: skraning@hai.is og í síma 692 6241 Upplýsingar: www.hai.is / www.facebook.com/HandboltaAkademian Áhersla: Tækni og leikskiln ingur jafnt í VÖRN SEM SÓK N INNSÝN INN Í LÍF ATVINNU MANNA OG LANDSLIÐSMA NNA Fyrirlesarar: VIÐAR HALLD ÓRSSON íþróttafélagsfræði ngur, SILJA ÚLFARSDÓTTI R frjálsíþróttakona og afreks þjálfari, SIGFÚS SIGURÐSS ON landsliðshetja Staður: VODAFONE HÖLLIN Hlíðarenda Verð: 17.900 K R. AFREKSSKÓLI FYRIR STRÁ KA 13–17 ÁRA, 4.–24. JÚNÍ! HANDKNATTLEIKSAKADE MÍA ÍSLANDS OG LENOVO Þjálfarar: KRISTINN GUÐMU NDSSON þjálfari íslandsmeist ara HK EINAR JÓNSSON þjálfari me istaraflokks Fram SIGFÚS SIGURÐSSON silfur hafi ÓL 2008 FÓTBOLTI Pepsi-deild kvenna hefur oft verið einvígi tveggja liða eins og í fyrra þegar Valur og Stjarn- an börðust um titilinn sem endaði með að Stjörnukonur enduðu fimm ára sigurgöngu Vals og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Sumar- ið í ár hefur allt til alls til að verða eitt það mest spennandi í manna minnum ef marka má úrslit fyrstu umferðarinnar. Stjörnukonur byrjuðu titilvörn- ina á tapi á móti Þór/KA fyrir norðan og þetta er aðeins í fjórða skiptið frá 1981 sem Íslandsmeist- arar byrja Íslandsmótið árið eftir á tapi og það hafði aldrei hist svo á áður að bikarmeistararnir byrj- uðu líka á tapi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Það er ekkert eitt lið sem mun stinga af í sumar og nokkur lið munu berjast um titilinn. Það er svolítið gaman að líta á stöðutöfl- una eftir fyrstu umferðina því maður bjóst eiginlega við að hún myndi líta öfugt út. Þetta er mjög gaman því undanfarin ár hafa þetta verið tvö lið og í mesta lagi þrjú lið sem hafa verið að berjast um titilinn,“ segir Sigurður Ragn- ar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að Stjarnan skyldi tapa. Ég var búin að sjá Þór/KA í tveimur leikjum á undirbúningstímabilinu og fannst þær slakar í báðum leikj- unum. Þær eru að byrja sumarið mjög vel og þetta voru úrslit sem komu mikið á óvart. Ég fór sjálf- ur til Vestmannaeyja og sá ÍBV og Val. Vindurinn réði mjög miklu í þeim leik því öll mörkin voru skoruð í meðvindi. Mér fannst ÍBV vera nokkuð sterkara í leikn- um þannig að úrslitin voru sann- Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn Mörg lið ætla að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna ef marka má úrslitin í 1. umferð. Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir töpuðu báðir sínum fyrsta leik sem hefur aldrei gerst áður. Töp Íslandsmeistara í fyrsta leik árið eftir: 2012 Stjarnan - 1-3 tap fyrir Þór/KA 2005 Valur - 1-4 tap fyrir Breiðabliki 1994 KR - 0-3 tap fyrir Breiðabliki 1991 Breiðablik - 0-3 tap fyrir Val Töp bikarmeistara í fyrsta leik árið eftir: 2012 Valur - 2-4 tap á móti ÍBV 2009 KR - 1-3 tap fyrir Val 1996 Valur - 1-7 tap fyrir Breiðabliki 1993 ÍA - 0-2 tap fyrir ÍA 1992 ÍA - 0-1 tap fyrir Val 1990 ÍA - 1-3 tap fyrir KR 1985 Valur - 1-7 tap fyrir Breiðabliki NÚLL STIG Stjarnan og Valur háðu einvígi um titilinn í fyrrasumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Haukar komust í sögu- bækurnar þegar liðið vann sann- kallaðan stórsigur á Snæfelli í 2. umferð bikarkeppni KSÍ í fyrra- kvöld, 31-0. Tveir leikmenn skor- uðu meira en helming allra marka í leiknum. Viktor Smári Segatta er einn fárra leikmanna sem hefur skor- að tíu mörk í einum og sama leikn- um og Enok Eiðsson mátti sætta sig við að vera næstmarkahæst- ur þrátt fyrir að hafa skorað sex mörk. Viktor Smári Segatta og Enok Eiðsson, Haukum: Saman með 16 mörk „Þetta þróaðist bara í eina átt – að markinu þeirra,“ sagði Enok léttur í bragði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er svekkj- andi að sex mörk dugðu ekki til að vera markahæstur en Viktor var grimmari við markið.“ Sjálfur vildi Viktor ekki meina að Haukarnir hefðu farið illa með 3. deildarlið Snæfells. „Það tel ég ekki. Við kláruðum þetta bara al- mennilega,“ sagði hann. Fram kom á fréttavef Morgun- blaðsins í gær að Haukar hefðu jafnað markamet Smástundar frá Vestmannaeyjum sem vann Skautafélag Reykjavíkur í gömlu 4. deildinni árið 1996, 31-1. Leiða má þó líkur að því að sigur Hauka sé einn sá stærsti frá upphafi í leik á vegum KSÍ. Öllum leikjum nema einum er lokið í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ en dregið verður í 32-liða úrslit keppninnar í dag. Liðin úr Pepsi- deild karla hefja þá þátttöku. - esá MARKAHRÓKAR Viktor Smári, til hægri, og Enok fóru mikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL gjörn,“ segir Sigurður og bætir við: „Það er komin mikil óvissa í deildina ekki síst fyrst Þór/KA byrjar svona vel. Það lítur út fyrir mjög spennandi sumar,“ segir Sig- urður Ragnar. Það var ekki nóg með að Íslands- og bikarmeistararnir töpuðu sínum leikjum heldur náðu „meistaraefnin“ í Breiðabliki ekki að vinna Fylki en Blikakonum var spáð titlinum í spá fyrir mót. „Breiðablik á mikið inni og ég held að þær komi strax sterkar inn í framhaldinu. Þær eru með mjög gott lið og hafa verið að rúlla upp mjög sterkum liðum á undirbún- ingstímabilinu,“ segir Sigurður Ragnar. Ef einhver ætti að gleðjast frem- ur öðrum yfir þróun mála þá er það einmitt landsliðsþjálfarinn. „Vonandi ætla margar stelpur að sýna sig fyrir mér í sumar og ég fagna því. Það er bara jákvætt að breiddin sé að aukast og þess- ar ungu stelpur sem hafa spilað í deildinni undanfarin ár eru komn- ar með meiri reynslu og eru bara orðnar mjög góðir leikmenn. Það er ekki hægt að vanmeta þessi lið sem líta kannski veikari út á papp- írnum. Við sjáum það á úrslitunum í fyrstu umferðinni að það getur allt gerst,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Önnur umferðin hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikur Vals og Selfoss verður í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi en aðrir leikir kvöldsins eru: Fylkir-Stjarnan, Breiðablik-Afturelding og FH- ÍBV. Á morgun mætast síðan KR og Þór/KA en þar mætir Stjörnu- baninn Katrín Ásbjörnsdóttir á sinn gamla heimavöll. ooj@frettabladid.is FÓTBOLTI Forráðamenn Liverpool hafa fengið leyfi hjá Dave Whel- an, eiganda Wigan, til að ræða við knattspyrnustjórann Roberto Martinez. Þetta staðfesti Whelen við enska fjölmiðla í gær. „Ég myndi gjarnan vilja halda honum,“ sagði Whelan við enska fjölmiðla. „En ef hann vill fara til Liverpool myndi ég ekki standa í vegi fyrir því. Ég myndi óska honum góðs gengis.“ Wigan var í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þann 11. mars síðastliðinn en Martinez náði að bjarga liðinu frá falli með frá- bærum lokaspretti á tímabilinu, þar sem liðið vann til að mynda Manchester United, Arsenal og Newcastle. Ekki er útilokað að forráða- menn Liverpool ætli sér að ræða við fleiri en Martinez um að taka við starfi knattspyrnustjóra af Kenny Dalglish, sem var rekinn í fyrradag. - esá Eigendur Liverpool í stjóraleit: Mega ræða við Martinez ROBERTO MARTINEZ Einn eftirsóttasti knattspyrnustjóri Bretlandseyja um þessar mundir. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.