Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 18. maí 2012 17 Í frumvarpi að lögum um fjöl-miðla sem nú liggur fyrir þinginu er lagt til að útlend- ingar utan EES megi ekki vera ábyrgðarmenn fjölmiðla. Einnig er reynt, með villandi vísunum í erlend fordæmi, að rökstyðja bann við birtingu skoðanakann- ana á ákveðnum tíma fyrir kosn- ingar. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum. Í greinargerð með frum- varpinu er eftirfarandi haldið fram: „Ísland sker sig úr í hópi nágrannaríkja sinna að því leyti að hér á landi er ekki kveðið á um í lögum að setja skuli nánari reglur um umfjöllun fjölmiðla um framboð í aðdraganda kosn- inga.“ Út frá þessu er ráðist í það verk að banna birtingu skoðana- kannana daginn fyrir kosningar. Það mætti því skilja það þannig að slík bönn væru alþekkt í lönd- unum í kringum okkur. Þetta er í besta falli ömurlega villandi málflutningur þótt sterkari orð ættu vel við. Í bók eftir Christinu Holtz-Bacha: „Opinion Polls and the Media: Reflecting and Shap- ing Public Opinion“, sem kom út fyrir viku, kemur fram að eftir- farandi ríki setja ekki skorður á birtingu skoðanakannanna fyrir kosningar: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Bretland, Bandaríkin, Írland, Holland, Þýskaland, Eistland og Lettland. Hvað eru eiginlega „nágranna- ríki“ Íslands, ef þessi lönd eru það ekki? Málið er þetta: Með banni við birtingu skoðanakann- ana mun Ísland einmitt skera sig úr í hópi nágrannaríkja sinna. Af sama villumeiði eru tilvitn- anir í skýrslu ÖSE um Alþingis- kosningarnar 2009. Í greinar- gerð segir: „Enn fremur er með greininni brugðist við athuga- semdum til íslenskra yfirvalda í skýrslu Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) um framkvæmd kosninga til Alþing- is árið 2009. Þar var m.a. varpað fram þeirri spurningu hvort ekki væri ástæða til að huga að setningu reglna í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga hér á landi.“ Það er rétt að ÖSE lagði til styrkingu reglna um fjölmiðlaumfjöllun. ÖSE lagði til ýmsa hluti (t.d. frjálsan auglýsingatíma í sjónvarpi og að kosningaauglýsingar yrðu sér- staklega auðkenndar) en nefnir skoðanakannanabann ekki. Hér er ráðuneytið því að villa fyrir um þinginu með því að vísa í heimild og treysta því að þing- menn nenni ekki að glugga í hana sjálfir. Frumvarpið gerir nefnilega ekkert af því sem ÖSE leggur til, en leggur hins vegar til tálmanir sem stofnunin nefndi ekki stöku orði. Það verður raunar ekki annað séð en að þetta bann sem lagt er til sé klárt stjórnarskrár- brot. Við skulum rifja það upp að stjórnarskráin heimilar skorður á tjáningarfrelsi í einungis sex tilfellum: í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra. Er erfitt að sjá undir hverja af þessum sex undantekn- ingum bann við birtingu skoð- anakannana ætti að falla undir. Greinargerðin með frumvarp- inu telur samt að frumvarpið standist stjórnarskrá og nefnir það „að í Bretlandi og Noregi er bannað að birta í hljóðvarpi og sjónvarpi auglýsingar frá stjórn- málahreyfingum sem greitt er fyrir birtingu á.“ Þó þetta kunni að vera efnislega rétt, ólíkt mörgu öðru í greinargerðinni, geta allir dæmt um það hve sterk rök það eru fyrir því að það megi (og eigi) banna einhvern hlut, að einhverjir allt aðrir hlutir séu bannaðir í öðrum löndum. Aðför að tjáningarfrelsi útlendinga En þær skoðana- og upplýsinga- tálmanir sem rökstuddar eru með lygnum tilvísunum í erlend for- dæmi eru ekki það eina ömurlega í þessu vonda frumvarpi. Í óskilj- anlegri illkvittni er þar lagt til að í einni grein frumvarpsins verði að finna orðin „Ábyrgðarmaður fjölmiðlaveitu skal vera ríkis- borgari í EES-ríki.“ Það er utan nokkurs skilnings hvernig það geti verið réttlætanlegt að veit- ast að atvinnu- og tjáningarfrelsi þeirra útlendinga frá löndum utan EES sem hér dvelja löglega. Það á að banna þeim að reka og ábyrgj- ast (jafnvel eigin) fjölmiðla. Af hverju mega Bandaríkjamenn eða Taílendingar ekki ritstýra blaði öðruvísi en að einhver Íslending- ur þurfi að ábyrgjast það, eins og um einhvern æfingarakstur væri að ræða? Þetta er aðför að stjórn- arskrá, alþjóðlegum sáttmálum og heilbrigðri skynsemi. Menn verða að stoppa þennan ófögnuð. Og síðan þarf ráðherra að útskýra hvað fyrir henni vakti að leggja nokkuð slíkt til. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Útgerðarfyrirtæki landsins auglýsa nú grimmt gegn fyr- irhuguðum breytingum á fiskveiði- stjórnunarkerfi því sem hér hefur verið notast við um áratuga skeið og menn hafa verið sammála um að væri meingallað. Þessar aug- lýsingar verða til þess að ég, og margir fleiri, slökkva á sjónvarp- inu strax eftir fréttir því maður nennir ekki að láta segja við sig hvaða bull sem er. Við höfum öll heyrt síendurtekn- ar fréttir af því hvernig útgerð- arfyrirtæki hreinlega krefjast þess að menn séu með þeim í liði, taki með þeim þátt í margs konar svindli, framhjáviktun og tegunda- blekkingum. Ef menn eru að basla við samvisku er þeim einfald- lega hótað atvinnumissi. Fyrir- tæki hefur í hótunum við yfirvöld sem hyggjast skoða hvort það hafi brotið lög og hótar jafnframt að hefna sín á íbúum heils sveitar- félags. Þetta er það umhverfi sem við eigum að venjast þegar rætt er um stórútgerðir og er nema von að venjulegu fólki blöskri yfirgang- urinn. Sú ríkisstjórn sem nú situr fékk umboð frá þjóðinni til að gera breytingar á kerfinu við síð- ustu kosningar. Það umboð fékk hún meðal annars vegna lang- varandi óánægju íbúa víðsvegar um landið með það hvernig farið hefur verið með þessa auðlind, sem samkvæmt stjórnarskrá er sameign þjóðarinnar. Það er ekk- ert launungarmál að gríðarlegir fjármunir hafa verið teknir út úr greininni og notaðir í allskyns brask. Það hafa handhafar veiði- heimildanna getað gert vegna þess að lögin hafa heimilað þeim það. Þeir veðsettu veiðiheimild- ir og keyptu hlutabréf í bönkum og öðrum fyrirtækjum. Stund- um þurfti ekki einu sinn veð til, menn gátu bara „stímað“ út með 25 milljarða út á sitt góða nafn eingöngu. Eftir sitja stórskuldug fyrirtækin sem mörg hver eru varla rekstrarhæf og skuldirnar deilast á þjóðina. Auðvitað er hún ekki sátt. Á fundum víðsvegar um land- ið hefur komið fram að útgerðar- menn telja að ef þeir eigi að greiða gjöld til samfélagsins af arðinum sem fyrirtækin þeirra skapa muni þeir ekki geta greitt niður skuldir sem tilkomnar eru vegna kvóta- kaupa. Sú staðhæfing stenst ekki því gefið hefur verið út að fyrir- tæki sem eru illa stödd vegna kvótakaupa geti fengið afslátt af veiðigjaldinu ef þau sýna fram á það að þau noti arðinn til að greiða niður kvótaskuldir. Lesist – opni bókhaldið. Útgerðarmenn reyna líka að fá samúð okkar vegna þess að laun sjómanna muni lækka við þessa breytingu. Það stenst ekki heldur þar sem veiðigjaldið skal reiknast af arðinum sem myndast eftir að allur fastur kostnaður fyrirtækj- anna hefur verið greiddur, þar með talin laun. Nú eftir stendur sú staðhæfing þeirra að mun minni fiskur muni berast á land. Hvernig menn fá það út er óskiljanlegt, nema ef menn halda að fiskurinn verði svo miður sín að hann leggi á flótta. Það mun verða jafnmikið eða meira fram- boð af fiski, það er bara ekki víst að sægreifarnir sitji einir að því að veiða hann og hafa af honum þær tekjur sem hann gefur. Núverandi handhafar veiðiheimilda munu áfram geta veitt fisk, þeim bjóð- ast nýtingarleyfi til 20 ára. Það þykir flestum nægileg trygging fyrir fjárfestingum. En framsali og braski verða settar aðeins meiri skorður en áður. Við, venjulega fólkið sem ekki erum í útgerð, köllum eftir því að útgerðarmenn sýni fram á það að þeim sé treystandi fyrir þessari auðlind sem við eigum öll saman en þeir hafa fengið að nýta. Það gera þeir með því að sýna sam- félagslega ábyrgð og ræða málin, en ekki með því að hafa í hótun- um eða hrópa upp staðhæfing- ar sem aðeins þola eitt ákveðið sjónarhorn. Verður þá enginn fiskur veiddur meir? Sjávarútvegsmál Jóna Benediktsdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði Heima í Neskaupstað er eitt af þeim glæsilegu félagsheimil- um sem landið státar af. Í því fór ég á mína fyrstu bíósýn- ingu, steig í fyrsta sinn á svið, sá mitt fyrsta leik- rit, upplifði mína fyrstu tónleika, vann í bingói Þróttar, fór í minn fyrsta skemmtistaðasleik og svo mætti lengi telja. Ég á þaðan margar góðar minningar og eru verð- mæti félagsheimila ekki metin til fjár. Ég hef búið í Reykja- vík síðan 2005 og síðan þá sótt ófáar skemmt- anir á Nasa. Skemmtan- ir af öllum stærðum og gerðum. Húsið er sérlega hlýlegt, einhvern veginn í réttri stærð og stemningin sem þar myndast slær öllum skemmti- stöðum borgarinnar við. Í einhverj- um tilfellum kemst þetta nálægt því að vera sveitaball í borg. Þetta er félagsheimili Reykvíkinga. Hús sem marga dreymir um að fá að stíga á stokk í. Hús sem marg- ir hafa stigið á stokk í, stoltir og skemmt sér og ekki síður öðrum. Þegar ég heyrði fyrst af áform- um þess að rífa ætti húsið hristi ég hausinn og hugsaði með mér, þetta gerist aldrei. Fólk myndi aldrei vilja rífa Nasa. Ekki frekar en að virkja Gullfoss, byggja blokk í Ásbyrgi, losa skolp í Þingvallavatn eða selja Höfða útrásarvíkingum. Ef eitthvað af þessu myndi gerast myndi trú mín á mann- kyninu minnka. En hvað er svo að ger- ast? Allt útlit er fyrir að Nasa verði rifið og skarð höggvið í bæj- armynd og menningu Reykjavíkur. Skarð sem skilur eftir sig ör, svekkelsi og vonbrigði. Gjörningur sem fær fólk til að hugsa, þetta er svo rangt! Er í alvöru ekkert hægt að gera? Er þetta óhjákvæmilegt skref ósanngirnis, auðmangs og viðbjóðs? Þetta er mál sem snýst ekki um trefla, latte eða Eurovision-partí. Þetta snertir okkur öll. Til hvers er borgarstjórn, húsa- friðunarnefnd og réttlætiskennd almennings? M.a. til þess að harm- leikur eins og brotthvarf Nasa verði ekki raunin, ekki satt? Plís ekki láta rífa Nasa! Þegar ég missi trúna á mannkyninu Skipulagsmál Daníel Geir Moritz fyndnasti maður Íslands Ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörð- unum sem teknar eru af stjórnenduAt STYRKUR TIL MEISTARANÁMS Í FJÁRMÁLUM VIÐ VIÐSKIPTADEILD HR www.hr.is Auglýst er eftir umsóknum um styrk til meistaranáms í fjármálum við viðskiptadeild HR Veittur verður styrkur fyrir skólagjöldum á námstíma styrkþega. IFS, samstarfsaðili viðskiptadeildar, veitir styrkinn. Styrkurinn verður veittur nemanda sem stundar fullt nám til MSc gráðu í fjárfestingarstjórnun eða fjármálum fyrirtækja. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2012 og verður tilkynnt um styrkinn tveimur vikum síðar. Umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum, stutt lýsing á markmiðum með námi og hugmynd að efni í lokaritgerð til MSc-prófs. Umsóknir skal senda Jóhönnu Björk Briem, verkefnasstjóra meistaranáms í fjármálum, johannab@ru.is Nánar um meistaranám í fjármálum við viðskiptadeild HR: http://www.ru.is/vd/framhaldsnam/ Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á alþjóðlegt viðskiptanám í hæsta gæðaflokki, meðal annars með samstarfi við marga af öflugustu viðskiptaháskólum í heimi. Nýlega fékk viðskiptadeild tvær virtar alþjóðlegar vottanir á námi deildarinnar. Fyrir utan meistaranám í fjármálum býður deildin nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum, endurskoðun og reikningshaldi, og stjórnun og eflingu mannauðs. Um 650 nemendur stunda nám við deildina. Þar starfa um 30 fastir kennarar, auk nokkurra tuga stundakennara úr íslensku atvinnulífi og gestakennara frá fremstu viðskiptaháskólum beggja vegna Atlantshafsins. Árið 2011 birtu fastir kennarar deildarinnar 24 greinar í virtum alþjóðlegum tímaritum. Lög lygum líkust Með banni við birtingu skoðanakannana mun Ísland einmitt skera sig úr í hópi nágrannaríkja sinna. Það er utan nokkurs skilnings hvernig það geti verið réttlætanlegt að veitast að atvinnu- og tjáningarfrelsi þeirra útlend- inga frá löndum utan EES sem hér dvelja löglega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.