Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 12
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR12 Kemur til greina að Lífeyrissjóð- irnir felli niður innheimtanlegar kröfur? „Nei, það kemur ekki til greina. Á Íslandi erum við með skyldu- tryggingarkerfi þar sem öllum er gert skylt að borga í lífeyrissjóð að lágmarki 4% af laununum sínum og launagreiðandi borgar að lágmarki 8%. Þar af leiðandi er um að ræða eignir þessara sjóðfélaga sem eru að borga inn í sjóðinn og lífeyris- sjóðirnir hafa engar heimildir til að fara með þessa fjármuni eins og þeim dettur í hug. Þeir hafa það skilgreinda hlutverk að borga út líf- eyri. Þetta er tryggingakerfi, þannig að þótt til séu ýmis góð og verðug verkefni þá er hlutverk lífeyris- sjóðanna að ávaxta fé sjóðfélag- anna með það að markmiði að geta staðið undir greiðslu lífeyris. Við erum ekkert að gera lítið úr vanda þjóðfélagsþegnanna í dag, það eru margir sem eiga verulega bágt og það þarf að finna lausnir, en til þess verður að nota sameig- inlega fjármuni samfélagsins, sem eru skatttekjur eða annað slíkt, en ekki það fé sem er búið að setja í ákveðinn pott og er ætlað fyrir líf- eyrisþega. Það er verulega mikilvæg trygg- ing fyrir okkur sem þjóðfélags- þegna að hafa kerfið uppbyggt með þessum hætti, af því að við vitum aldrei hvernig stjórnvöld eru, hvernig árar í þjóðfélaginu, eða hver er við völd hverju sinni. Það skiptir því miklu máli að þessi eign sem um ræðir sé varin.“ Eignaskattur mismunar Hver er ykkar afstaða gagnvart skattlagningu á lífeyrissjóðina? „Þingið samþykkti fyrirfram- greiddan skatt sem átti að nýtast í sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Þá var lagður eignaskattur á lífeyris- sjóðina, en hann kemur eingöngu niður á almennu lífeyrissjóðun- um, ekki þeim opinberu, sem eru með tryggingu frá ríki og sveitar- félögum. Þá koma þeir sem hafa verið að borga í séreign og nýtt sér full- ar heimildir þar, sem er yfirleitt hátekjufólk í þjóðfélaginu, betur út úr skattinum heldur en þeir sem aðeins greiða í samtryggingu. Mér finnst eins og þeir sem eru miðjumenn og telja sig vera félags- hyggjufólk átti sig ekki á því að eignaskattur með þessum hætti kemur einmitt verst niður á þeim sem minna hafa á milli handanna.“ En hvað með hugmyndir um nýjan skatt til að mæta kostnaði við niðurfellingu? „Ég hef ekki heyrt um frekari hugmyndir um skattlagningu og ég hef fyrst og fremst séð hana á forsíðu Fréttablaðsins. Sem betur fer fannst mér eins og Steingrím- ur J. Sigfússon tæki ekki mjög vel í hugmyndina og ég er ekki viss um að hún sé efst í hans huga. Enda er líka skattlagningin mjög skamm- sýn, vegna þess að það má ekki gleyma því að það var mikil fyrir- hyggja þegar byrjað var að leggja fyrir og safna í sjóð. Með því að skattleggja lífeyris- sjóðina beint er verið að nýta skatt- stofna framtíðarinnar. Í raun er verið að ýta byrðinni á unga fólkið og komandi kynslóðir.“ Færri standa undir fleirum Gæti slíkt haft áhrif á skuldbinding- ar sjóðanna? „Við vitum að samsetning þjóð- félagsins er að breytast verulega. Núna eru 5,5 stöðugildi að vinna fyrir hvern lífeyrisþega, árið 2050 er áætlað að þau verði 2,5. Það er fráleit hugmynd að fara inn á skatt- stofna þessa fólks, enda ljóst að byrði komandi kynslóða verður mun meiri en nú er. Lífeyrissjóðirnir gegna mikil- vægu hlutverki sem sjá má með því að skoða hlutdeild þeirra í elli- lífeyri. Árið 2001 komu 64 prósent af útgreiddum ellilífeyri úr lífeyris- sjóðunum, en sú tala var komin upp í 79 prósent árið 2010. Lífeyrissjóð- irnir greiða því um 80 prósent af öllum ellilífeyri í landinu.“ Tengist ekki útrásinni Nú spyrja margir sig hvers vegna líf- eyrissjóðirnir, sem tóku þátt í útrás- inni, geta ekki komið að niðurfell- ingunni? „Það er allt annar handleggur að afskrifa eignir, gefa eftir eignir eða að taka rangar eða slæmar fjár- festingarákvarðanir. Það er tvennt ólíkt. Lífeyrissjóðirnir eru fjár- festar og sem betur fer gerðu þeir margt vel, þess vegna eru þeir enn sterkir. Það liggur alveg ljóst fyrir að íslenskt þjóðfélag væri miklu verr statt í dag ef lífeyrissjóðirnir væru ekki öflugir. Ef horft er á það sem er að ger- ast víða í Evrópu í dag þá er verið að skerða lífeyrisgreiðslur. Þar sem einkum eru gegnumstreymiskerfi þá hafa greiðslur til framfærslu líf- eyrisþeganna verulega verið skert- ar. Í Grikklandi hefur orðið 40 pró- senta skerðing á lífeyrisgreiðslum. Hér á landi hafa lífeyrisgreiðslur hins vegar hækkað umfram kaup- mátt undanfarið og það þrátt fyrir kreppu. Lífeyrissjóðirnir hafa greitt út verðtryggðan lífeyri en vissulega hefur þessi hópur fólks almennt ekki mikið á milli handanna, það er af og frá.“ Höftin auka áhættu Hafa lífeyrissjóðirnir næga fjárfestingarmögu- leika innan kerfis gjald- eyrishafta? „Áhættan fyrir sjóð- félaga og landsmenn sem fylgir því að vera með allt innan íslensks efnahagskerfis er aug- ljós. Það er gífurleg áhættudreifing í því að fara með fjárfestinguna út fyrir landið. Hlutfall erlendra fjárfestinga lífeyrissjóðanna hefur minnkað mjög. Var 31,9 prósent árið 2009 en aðeins 22,4 prósent í árs- lok 2011. Í erlendri fjárfestingu felst veruleg áhættu- dreifing og eitt af því sem komið er inn á í úttektarskýrslu á lífeyr- issjóðanna. Skýrsluhöfundar taka fram að nauðsynlegt sé fyrir sjóð- ina að fara með stærri hluta af sínum fjárfestingum út fyrir land- steinana, því það sé allt of áhættu- samt að vera með svo stóran hluta þeirra hér innanlands. Það má ekki gleyma því að við búum í neyslu- þjóðfélagi og hér er innflutningur þannig að við erum í rauninni háð umheiminum.“ Talandi um skýrsluna, þar var lagt til að skoða hvort kjósa ætti einn til tvo stjórnarmenn sjóðanna beinni kosningu, hefur það verið skoðað? „Landssamtökin hafa ekki komið að þessu, en hins vegar tel ég víst að lífeyrissjóðirnir og bakland þeirra muni skoða þetta atriði ef þeir hafa ekki þegar gert það. Um þetta eru skiptar skoðanir en ég tel mjög æskilegt að aðilar fari í gegnum þessa umræðu, hvort sem hún leiði til breytinga eða ekki.“ Ekki félagsleg verkefni Hver er raunveruleg aðkoma Lífeyrissjóð- anna að endurreisn íslensks efnahags og á hún að vera einhver? „Að sjálfsögðu. Lífeyr- issjóðirnir eiga að koma að verðugum verkefnum í þjóðfélaginu og eiga að hjálpa til við koma hjól- um efnahagslífsins í gang, ég held að það sé engin spurning. Lífeyris- sjóðirnir hafa komið að stofnun Framtakssjóðs Íslands sem hefur skilað góðri ávöxtun og komið fyrirtækjum á legg sem voru illa stödd. Þá hafa sjóðirnir verið að skoða hvort þeir geti komið að verkefn- um eins og Hverahlíðarvirkjun og öðrum fjárfestingum. Svo vita allir af lífeyrissjóðunum ef þeir eru með góð og arðbær verkefni, en þetta snýst náttúrulega alltaf fyrst og fremst um ávöxtun og áhættu. Sjóðstjórnirnar verða að meta fjár- festingar út frá hagsmunum lífeyr- isþeganna.“ Þannig að hagsmunir þeirra eru alltaf hafðir að leiðarljósi? „Að sjálfsögðu er alltaf haft að leiðarljósi að fjárfestingar sem lífeyrissjóðirnir taka þátt í skili ásættanlegum arði með hagsmuni sjóðfélaganna í fyrirrúmi. Lífeyris- sjóðirnir hafa ekki heimildir til að gefa eftir fjármuni, þeir geta ekki komið að félagslegum verkefnum með beinum hætti nema slíkt sé einnig raunhæf fjárfesting. Þótt lífeyrissjóðirnir leitist við að vera samfélagslega ábyrgir fjárfestar þá er ljóst að þeim ber fyrst og fremst að fjárfesta á viðskiptalegum for- sendum.“ Föstudagsviðtaliðföstuda gur Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða Lífeyrissjóð- irnir greiða því um 80% af öllum ellilífeyri í landinu. Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. Glæsilegt í baðherbergið 2.990,- 4.990,- 2.190,- 2.990,- 1.590,- 1.590,-1.390,- 1.390,- 2.590,- Sjóðirnir gefa ekki peningana Lífeyrissjóðirnir segjast ekki mega fella niður innheimtanlegar kröfur. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssam- bands lífeyrissjóða, segir Kolbeini Óttarssyni Proppé að sjóðirnir sjái um eign framtíðarsjóðfélaga sem verði að vernda. FRAMKVÆMDASTJÓRINN Þórey S. Þórðardóttir tók við sem framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna á síðasta ári. Hún segir að íslenskt samfélag stæði mun verr ef lílfeyrissjóðirnir væru ekki jafn sterkir og raun ber vitni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sú hugmynd að breyta úr sjóðsöfnun og í gegnumstreymi hefur heyrst á Alþingi og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar. Hvað finnst ykkur um það? „Að mínu viti tala þeir sem hafa þessar hugmyndir af mikilli vanþekkingu um kerfið, því sjóðsöfnunin er einmitt styrkur íslenska lífeyrissjóðakerfisins og því stendur það einna fremst í alþjóðlegum samanburði. OECD mælir með sjóðsöfnunarkerfi og hvetur til þess að þessa fyrirkomulags. Þeir hafa bent á og talið brýnt að þeir sem eru með gegnumstreymiskerfi þurfi að auka sjóðsöfnun.” Gegnumstreymi skelfileg hugmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.