Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 34
HELGARMATURINN Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari býr í Lúxem- borg með fjölskyldu sinni. hún nýtur þess að elda góðan mat og býður hér upp á dýrindis uppskrift fyrir helgina. Nautalundir í litlum sneiðum með súkkíni og blaðsalati. 600 g nautalundir, skornar í 1 cm þykkar sneiðar 1-2 súkkíni, skorið í sneiðar 1 lítið eggaldin, skorið í sneiðar 1 höfuð eikarlauf, skolað vel í ísköldu vatni og þerrað 1 dl kryddaðar ítalskar ólífur 4 msk. þurrristaðar furuhnetur 2 msk. nýrifnar flögur af parmesan-osti. 1 1/2 dl jómfrúarólífuolía 1 msk. balsamík-edik 1 búnt ferskt basilika 2 hvítlauksgeirar 1 tsk. rifinn sítrónubörkur salt og svartur pipar úr kvörn. Steikið nautalundarsneiðarn- ar eldsnöggt á rifflaðari pönnu eða útigrilli Saltið og piprið Veltið súkkíní og eggaldin- sneiðunum upp úr jómfrúarolíu og steikið á sama hátt og salt- ið og piprið. Rífið niður eikarlaufsalatið og látið í skál. Takið fjórar matskeiðar af jómfrúarolíu og hrærið saman við eina matskeið af balsam- íkó-edikinu. Saltið og piprið. Hellið þessu yfir salatblöðin og blandið vel saman. Látið salat- ið á miðjan disk eða á fat. Raðið litlu nautasteikunum og súkkíní-bitunum umhverfis sal- atið. Setjið ólífur meðfram og á salatið. Látið sólþurrkuðu tóm- atana yfir. Stráið þurrristuðum furuhnetunum yfir salatið. Látið basílíkublöðin, hvítlauks- geirana og sítrónubörkinn í kvörnina á litlu „töfrasprota- matarvinnsluvélinni“ og hakk- ið fínt. Hellið afganginum af jómfrúarólífuolíunni saman við og saltið og piprið eftir smekk. Skvettið þessu fallega yfir litlu steikurnar, súkkíníið og eggald- inið og látið að síðustu nýrifnar parmesanflögur yfir allt. Borið fram með brauði. BLESS RITGERÐ Stoltir háskólanemendur sem hafa verið að skila inn loka- ritgerðum sínum undanfarna daga hafa ekki undan við að deila hamingjufærslum á samskiptavefnum facebook. com. „Komin í land // bless ritgerð // örlítið lúin eftir lokasprett- inn // það tókst! // betra aðeins of seint en ekki // húrra // þetta voru statusarnir sem mig langaði að deila með ykkur á þessum tímamótum þegar ritgerð hefur verið skilað,“ skrifar Elva Dögg Melsteð meðal annars glöð í bragði með sín tímamót en hún er að ljúka námi í HR. Náttúru egar sápur og hre nsiefni se vernda vatnsauðlin irnar ok ar Allar Sonett vörurnar brotna 100% niður í náttúrunni á skömmum tíma og jurtirnar sem notaðar í þær eru lífrænt ræktaðar með demeter vottun. Engin ensím, sterk bleikiefni eða kemísk ilmefni. Henta afar vel fyrir rotþrærnar í sumarbústaðinum. Sonett vörurnar fást í eftirtöldum verslunum: LIFANDI markaði, Yggdrasill, Fjarðarkaupum og Hagkaupi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.