Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 26
4 • LÍFIÐ 18. MAÍ 2012 Hvað gerir þú til að tæma hug- ann eftir erfiða vinnuviku? Mér finnst óskaplega gott að fara út að ganga en það sem veitir mér full- komna hamingju og ró er að skella mér í garðinn eða bílskúrinn og dúlla mér. Hvernig hleður þú batteríin? Ég hleð batteríin úti í náttúrunni og þá helst á litla „Southforkinu“ okkar fyrir norðan. Þar get ég skottast um heilu og hálfu dagana drull- ug upp fyrir haus í sumarkjól, lopa- sokkum og gúmmískóm. En svo er fólkið mitt og vinir alveg ómetanleg „hleðslutæki“. Hugleiðir þú eða notar þú aðrar aðferðir til að rækta hugann? Ég veit að ég er það sem ég hugsa þannig að ég reyni að beina hug- anum og athyglinni í réttan farveg á hverjum degi. Auðvitað gengur það misvel dag frá degi en æfing- in skapar meistarann. Annars nota ég tímann vel þegar ég er á ferða- lögum og nota hugleiðslu oft þegar ég sit í flugvélum. Fæ yfirleitt mínar bestu hugmyndir einmitt upp í há- loftunum. Viltu deila með okkur uppáhalds hamingjumolanum þínum/tilvitn- un? Mín uppáhaldstilvitnun og lífs- mottó er: „Allt sem þú veitir at- hygli vex og dafnar, jafnt fegurstu blóm sem og illgresi.“ Hann Guðni meistari í RopeYoga Setrinu gauk- aði að mér þessum sannleika rétt áður en ég fór til Danmerkur 2009 til að keppa í Eurovision fyrir þeirra hönd. Eins gaf hann mér aðra gjöf í formi visku þegar hann rétti mér blað með tilvitnunum frá þýska meistaranum Goethe sem enn hangir á ískápnum mínum! Þar stendur eftirfarandi: „Until one is committed, there is hesitancy - the will to draw back, always ineffect- iveness“. Fyrir mér er þetta það sem lífið snýst um, að hika ekki heldur heitbinda sig sjálfum sér og sínum, vinunum, vinnunni, heils- unni, ástinni og svo framvegis. Hvernig ræktar þú hjónaband- ið? Þessu er auðvelt að svara: Ég veiti því alla mína athygli. Það er svo gott að elska, eins og meist- ari Bubbi sagði svo réttilega, að maður verður að stunda það af miklum móð með bros út um allt andlit. Og að lokum, heldurðu að Gréta og Jónsi komist áfram í Eurovisi- on? Já, ekki efakorn í mínum huga að þau eiga eftir að fara áfram, og svo lengra ef út í það er farið. Ef vindáttirnar verða réttar þann 26. maí og þau ná að fanga Evrópu með ástríðu sinni og einlægni, þá held ég að við gætum alveg þurft að halda „Evrópumeistarakeppni lagahöfunda og flytjenda“ hér að ári. Sem sagt: Gleðilegt Eurovision og farsælt komandi ár. HAMINGJUHORNIÐ Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona HUGLEIÐIR OFT Í FLUGI Hildur Edda Hilmarsdóttir og Auður Hermanns- dóttir Englund voru glæsilegar. Auður, Hildur Sif, Sigurrós, Elías og Ólöf safnstjóri í Hafnarborg. „Við Dorrit eigum fallega vináttu. Við kynntumst á Gló. Hún kom til að fá sér að borða og við tókum tal saman. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Það sýndi sig fljótlega að við höfum báðar áhuga á svipuðum hlutum, lífrænni ræktun, hollu mataræði, að gera Ísland sem sjálfbærast með meiru. Hún hugs- ar mjög vel um sig og elskar hollan og góðan mat. Hún elskar matinn á Gló og borðar þar mjög oft. Mér finnst Dorrit ein skemmtilegasta og mest sjarmerandi manneskja sem ég hef kynnst. Hún er eldklár, sér- lega vel gefin og þér leiðist aldrei í hennar félagsskap. Hún kemur eins fram við alla, hefur mikla útgeislun og lætur fáa ósnortna. Hún elskar Ísland og öll sú ómet- anlega landkynning sem hún hefur staðið fyrir verð- ur ekki metin til fjár. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem elskar lífið og mannfólkið á jafn einlægan og for- dómalausan hátt. Þar hefur hún verið mér mikill inn- blástur,“ segir Solla Eiríks um vinkonu sína Dorrit Mo- ussaieff sem mætti á opnun hjá Gló í Hafnarfirði til að fagna með Sollu. „Allt frá því að við opnuðum Gló er mikið búið að biðja okkur um að koma i Hafnar- fjörð. Við höfum átt fullt í fangi með að byggja upp Gló á Engjateig og látið þar við sitja. Þegar okkur bauðst síðan að koma í þetta fallega húsnæði í Hafnarfirði þá ákváðum við að slá til enda Engjateigurinn sprunginn,“ segir Solla Eiríks sem opnaði ásamt Elíasi Guðmundssyni nýjan veitingastað í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sjá nánar á visir.is/lifid GÓÐAR VINKONUR Krummi, Elsa Dóra og dóttir þeirra. MYNDIR/ELLÝ OG KOLBRÚN BB kremið frá Clinique sem margir hafa beðið eftir og var valið besta BB kremið 2011 er komið í verslanir. Kremið yngir húðina og inniheldur „primer“ sem vinnur á húðinni og sléttir fínar línur og hrukkur á augabragði. Auk þess dregur BB kremið úr misfellum og vinnur vel á örum. Felur einnig roða og háræðaslit. CLINIQUE KYNNIR: ALMENN LEIÐSÖGN OG GÖNGULEIÐSÖGN Leiðsöguskólinn sími: 594 4025 Draumastarfið í draumalandinu LEIÐSÖGU SKÓLINN WWW.MK.IS Ef þér finnst gaman að ferðast um Ísland og umgangast erlenda ferðamenn þá gæti leiðsögunám verið fyrir þig. Leiðsögunám er fjölbreytt og skemmtilegt og getur opnað dyr að áhugaverðu og krefjandi starfi. INNRITUN STENDUR TIL 31. MAÍ Kannt þú erlend tungumál?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.