Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 46
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR26 popp@frettabladid.is pizza með beikoni, klettasalati og rjómaosti Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Bandaríski leikarinn Tom Cruise minnist á væntanlega Íslandsheim- sókn sína í viðtali við karlaritið Playboy. Cruise mun dvelja hér á landi í sumar við tökur á kvik- myndinni Oblivion í leikstjórn Josephs Kosinski. „Ég man þegar ég vann við Taps að ég hugsaði með mér að ef ég gerði mitt allra besta gæti ég ef til vill unnið við leiklist út ævina. Nú er ég að verða fimmtugur og er enn að og það er fínt. Þann 3. júlí, afmælisdaginn minn, verð ég á Íslandi við tökur. Kona mín og fjölskylda skilja það, þetta er það sem ég geri. Ég hef eytt mörgum afmælisdögum á tökustað, og það hafa alltaf verið góðir afmælis- dagar.“ Oblivion segir frá hermanni sem sendur er til fjarlægar plánetu með það að markmiði að eyða verum sem þar búa. Leikstjórinn Joseph Kosinski á að baki kvikmyndir á borð við Tron: Legacy sem gerist einnig í framtíðinni. Cruise um Íslandsferðina MINNIST Á ÍSLAND Tom Cruise minnist á Íslandsför sína í viðtali við Playboy. NORDICPHOTOS/GETTY Forseti Bandaríkjanna Barack Obama hrósaði knattspyrnukapp- anum David Beckham í veislu til heiðurs LA Galaxy í Hvíta húsinu á dögunum. Veislan var haldin í tilefni af sigri liðsins í MLS- deildinni þriðja árið í röð. Þá sagði Obama að Beckham væri líklega gæddur sérstökum hæfi- leikum. „Beckham gæti í fyrsta lagi verið faðir flestra í liðinu og leiðir þá til sigurs. Það getur ekki hver sem er gert það samhliða því að sitja fyrir á nærbuxum sem hann hannar sjálfur,“ sagði Obama í ræðu sinni og uppskar mikil hlátrasköll liðfélaga Beck- ham og annarra gesta fyrir vikið. Undirfatalínu Beckham fyrir sænsku verslunarkeðjuna Hennes & Mauritz hefur verið vel tekið og líklegt að önnur lína komi í verslanir með haustinu. Obama hrósar Beckham ÁNÆGÐUR MEÐ NÆRBUXURNAR Forseti Bandaríkjanna Barack Obama segir Beck- ham vera gæddan einstökum hæfileikum bæði utan vallar sem innan. MYND/H&M John Travolta segir að þungu fari sé af sér létt eftir að kæra um að hann hafi kynferðislega áreitt annan mann var dregin til baka. Tveir nuddarar ásökuðu hann um að hafa áreitt þá kynferðislega en nú hefur annar þeirra dregið kær- una til baka. „Við vonumst til að hinn aðil- inn dragi kæruna til baka eins og sá fyrri,“ sagði lögfræðingur Travolta. Þrátt fyrir ummælin er ólíklegt að það gerist. „Hann er ekki að fara hætta við eitt né neitt. Hann varð fyrir miklu áfalli,“ sagði lögfræðingur hins mannsins. Kæra dregin til baka LÉTTIR John Travolta ásamt eiginkonu sinni Kelly Preston. MÁNUÐIR eru síðan Ryan Seacrest byrjaði með dansaranum og raunveruleikastjörnunni Julianne Hough og er parið nú farið að íhuga að ganga upp að altarinu. Þrátt fyrir að vera bæði vön raunveruleikasjónvarpi vill hvorugt sjónvarpa frá brúðkaupinu ef af því verður. 24 Tónleikar ★★★★ ★ Manfred Mann‘s Earth Band Háskólabíó Það var þétt setinn bekkurinn þegar breska hljómsveitin Man- fred Mann‘s Earth Band hóf leik sinn í Háskólabíói á miðvikudags- kvöldið. Íslenskur strákarnir í Eld- berg höfðu tekið nokkur lög í byrj- un kvölds við ágætar viðtökur, en eins og oft vill verða með upphit- unarbönd þá var hljómburðurinn frekar vondur þegar þeir spiluðu og flestir tónleikagestir farnir að bíða eftir aðalnúmeri kvöldsins þegar þeir luku sér af. Manfred Mann og félagar byrj- uðu á Bruce Springsteen-laginu Spirit In The Night. Þeir semja lítið sjálfir og fluttu eingöngu lög eftir aðra á tónleikunum, þar af fjögur eftir Springsteen og þrjú Dylan- lög. Hljómsveitin breytir lögunum mikið og setur sinn stimpil á þau, lengir þau, bætir intrói framan við og brýtur þau upp með instrúmen- tal köflum þar sem meðlimir sýna hvað þeir geta á hljóðfærin. Manfred Mann‘s Earth Band var stofnuð árið 1971, en höfuðpaur- arnir tveir eru báðir í hljómsveit- inni í dag; hljómborðsleikarinn Manfred Mann og gítarleikarinn Mike Rogers. Þeir voru í aðalhlut- verki á tónleikunum á miðviku- dagskvöldið og skiptust á að taka sóló, en aðrir meðlimir sýndu fín tilþrif líka: bassaleikarinn Steve Kinch, trommuleikarinn Jimmy Copley og nýjasti meðlimurinn, söngvarinn Robert Hart. Það er oft talað um nost- algíu þegar gamlar hljómsveitir troða upp. Fæstir tónleikagesta í Háskólabíói þekktu samt mörg lag- anna sem voru flutt á fyrrihluta tónleikanna, eins og kom í ljós þegar Hart reyndi að fá salinn til að syngja með. Það var hins vegar auðvelt að hrífast af frammistöðu hljóðfæraleikaranna, ekki síst Rogers, og dást að útsetningun- um, til dæmis á Springsteen-laginu Dancing in The Dark. Undir lok tónleikanna komu smellirnir hins- vegar hver á fætur öðrum; Blinded by the Light, Davy‘s on the Road Again (mjög flott) og, eftir upp- klapp, Do Wah Diddy Diddy sem Rogers spilaði einn ásamt tromm- aranum og tónleikagestir sungu viðlagið. Hápunkturinn kom í lokalag- inu. Þegar forspilinu að því lauk og fyrstu tónar The Mighty Quinn hljómuðu fór nostalgísk sælu- víma um salinn og tónleikagestir stóðu skælbrosandi upp úr sætum sínum. Fullkominn endir á fínum tónleikum. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Manfred Mann og félagar heilluðu gesti Háskólabíós með góðum tilþrifum á miðvikudags- kvöldið. Manfred Mann‘s Earth Band GÓÐ TILÞRIF Manfred Mann og félagar heilluðu gesti Háskólabíós á miðvikudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.