Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 16
16 18. maí 2012 FÖSTUDAGUR Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjöl- breyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköp- unarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahá- tíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýr- mæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til lands- ins og íslenskir listamenn og almenning- ur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undan- förnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslensk- um listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp dag- inn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Stefnumót að vori Menning Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmála- ráðherra Listir eru hluti af þekk- ingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna. Hljómskálinn á Listahátíđ www.listahatid.is 2. júní / 3.500 kr. Kjósum um kvótann „Ég tel að næsta skref sé að hug- leiða hvort ekki sé rétt að setja fiskveiðistjórnunarmálið næst í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra í samtali við Fréttablaðið 8. mars 2010. Hún vildi leiða deilur um kvótann til lykta í eitt skipti fyrir öll. „Það færi vel á því að mínu mati, að niðurstaða sátta- nefndarinnar, sem nú er að störfum um málið, yrði lögð fyrir þjóðina.“ Skemmst er frá því að segja að sáttanefndin lauk störfum haustið 2010, en nú, nærri tveimur árum síðar, bólar ekkert á þjóðaratkvæðagreiðslunni sem for- sætisráðherra þjóðarinnar boðaði. Frestur að renna út Ekki er langt síðan ríkisstjórnin þurfti að hætta við þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í sumar, þar sem ekki náðist að samþykkja hana fyrir tilskilinn frest. Það þarf nefnilega að tilkynna um hana þremur mánuðum áður en hún fer fram. Nýtt kvótaár tekur gildi 1. september og þann 1. júní eru því þrír mánuðir í það. Trauðla verða óskir Jóhönnu því að veruleika. Vannýtt tækifæri Því hlýtur að vakna sú spurning hvort einhver vilji var einhvern tímann til að þjóðin fengi að kjósa um kvótann? Eða var Steingrímur J. Sigfússon ósammála Jóhönnu um málið? Kannski stjórnin stæði betur ef hún hefði borið það undir þjóðina, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010, hvort auðlindir hafsins ættu að vera í þjóðareign. Þá snerist málið nú um útfærslu, ekki grundvallarbreytingu. kolbeinn@frettabladid.is Í desember 2009 var samið um uppgjör milli gamla og nýja Landsbankans. Í því fólst meðal annars að tvö gömul lánasöfn voru færð yfir í þann nýja á mjög, mjög lágu verði. Ef tækist að innheimta meira af lánunum myndu 85 prósent þess fjár renna til gamla bankans, sem í staðinn myndi láta eftir 18,7 prósenta eignarhlut í þeim nýja. Frá því að samkomulagið var gert hafa innheimst 82,4 milljarðar ofan á málamyndaverðið sem sett var á eignirnar. Virði hlutar gamla bankans er um 66,8 milljarðar króna. Nái virðið 92 milljörðum, sem gamli bankinn hefur opinberlega lýst yfir að muni nást, skilar hann öllum eignarhlut sínum í þeim nýja. Íslenska ríkið fær hann þó ekki allan. Það var nefnilega samið um að allt að tveggja prósenta hlutur rynni í stofn fyrir kaupaukakerfi starfsmanna nýja bankans. Hlut- fallsleg stærð hlutar þeirra færi eftir því hversu mikið myndi inn- heimtast. Þannig myndar hver aukakróna sem innheimtist við- bótareign í bónuspotti sem skipt verður á milli starfsmannanna. Landsbankinn segir bónuspottinn hafa verið búinn til „að frum- kvæði kröfuhafa“. Nú er það svo að kröfuhafar hafa ekki ráðið yfir þrotabúi Landsbankans, heldur skilanefnd skipuð af Fjármálaeftir- litinu sem síðan fékk héraðsdóm til að skipa slitastjórn. Það eru því þessir aðilar, íslenskir fulltrúar kröfuhafa, sem lögðu til sam- komulagið. Gagnaðilinn var fjármálaráðuneytið, sem þá var stýrt af Steingrími J. Sigfússyni. Steingrímur sagði í samtali við Fréttablaðið nýverið að búið væri að taka fyrir að stjórnendum bankanna verði greiddir risabónusar tengdir skammtímagróða svo þeir reyni ekki að skrúfa afkomuna upp milli ársfjórðunga vegna bónusa. Vissulega er rétt að búið er að takmarka umfang bónusa, en það er ekki búið að koma í veg fyrir að bónuskerfi hvetji beinlínis til þess að skammtímahagsmunir séu hafðir að leiðarljósi við innheimtu. Kaupaukakerfi Landsbankans er nefnilega nákvæmlega þannig. Kerfið snýst ekki um arðsemi eiginfjár, ekki um að lána út pen- inga, í raun ekkert um hefðbundna bankastarfsemi. Peningarnir sem mynda stofn kerfisins eru afleiðing hrunsins, tilkomnir vegna þess að gamlar eignir voru færðar úr þrotabúinu í nýja bankann á nánast engu verði en síðan rukkaðar að fullu inn. Sá hvati sem drífur kerfið áfram er fjarri því að vera ólíkur þeim sem rann- sóknarnefnd Alþingis tilgreindi að hefðu verið við lýði innan föllnu bankanna og orsakaði áhættuhegðun. Munurinn nú er sá að ekki er hægt að rökstyðja tilvist bónuskerfis með því að íslenskt bankafólk sé svo eftirsóknarvert á alþjóðavettvangi. Því trúir enginn í dag. Miðað við eiginfjárstöðu Landsbankans í lok mars þá er innra virði mögulegs hlutar starfsmanna hans 4,2 milljarðar króna. Miðað við þróun hagnaðartalna hjá nýja Landsbankanum frá stofnun þá mun hann ugglaust verða enn meira virði. Þennan eignarhlut ákvað fjármálaráðuneytið undir stjórn Vinstri grænna að gefa og dreifa í gegnum kaupaukafyrirkomulag sem líkast til enginn stjórnmála- flokkur hefur gagnrýnt meira. Þetta á sér stað á sama tíma og höft gera allan bankarekstur á Íslandi óeðlilegan og ríkisábyrgð er á öllum innstæðum. Ljóst er að sama peningagjöf býðst ekki öðrum ríkisstarfsmönnum fyrir að vinna vinnuna sína. Starfsfólk Landsbankans fær milljarða að gjöf. Ríkisbónus Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.