Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 6
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR6 LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn fundu hálft kíló af marijúana þegar þeir fóru inn í íbúð í fjöl- býlishúsi í Hafnarfirði í fyrradag og leituðu þar dyrum og dyngj- um. Að sögn lögreglu fundust á sama stað um fimm hundruð þús- und krónur í reiðufé og er það mat hennar að peningarnir séu ávinningur af sölu fíkniefna. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna málsins, sem er enn í rannsókn. Hald var lagt á fíkniefnin og peningana. - sh Einn tekinn í Hafnarfirði: Fundu eiturlyf og hálfa milljón Pissuðu á almannafæri Lögregla greip fimmtán manns og kærði fyrir brot gegn lögreglusam- þykkt Reykjavíkur fyrir að kasta af sér vatni á almannafæri í miðborginni aðfaranótt fimmtudags. Innbrot í Austurbænum Tilkynning um innbrot í heimahús í Austurbæ Reykjavíkur barst lögreglu laust eftir klukkan eitt aðfaranótt fimmtudags. Einhverjum munum var stolið í innbrotinu, en í haldi lögreglu eru unglingspiltar sem grunaðir eru um verknaðinn. Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í Lækjargötu í Reykjavík um klukkan hálffimm í gærmorgun. Sá reyndist ekki mikið meiddur en var samt fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar, að sögn lögreglu. LÖGREGLUMÁL Ársfundur LSR og LH verður haldinn þriðjudaginn 22. maí nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, kl. 15:00. Dagskrá Skýrslur stjórna Tryggingafræðilegar úttektir Fjárfestingarstefna Ársreikningar 2011 Skuldbindingar launagreiðenda Önnur mál Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Ársfundur LSR og LH 2012 Bankastræti 7 Sími: 510 6100 lsr@lsr.is www.lsr.is MANNRÉTTINDI Olíufyrirtækið Shell ber ábyrgð á stórfelldri olíumengun á óseyrum Nígeríufljóts, sem staðið hefur yfir áratugum saman. Nígeríski mannréttindafrömuðurinn David Vareba er staddur hér á landi á vegum samtakanna Amnesty International. Hann fjallar um áhrif olíu- mengunarinnar á mannréttindi íbúanna í hádeg- isfyrirlestri í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í dag. Hann er sjálfur fæddur í Bodo í Ogonilandi í Níg- eríu og þekkir vel þær raunir sem íbúar á svæðinu hafa mátt þola af völdum umhverfisspjalla og mann- réttindabrota olíurisans Shell. Hann starfar fyrir samtök í Nígeríu sem meðal annars hafa unnið með Amnesty International að rannsókn á olíulekanum í Bodo árið 2008. Hann vinnur með íbúunum sjálfum og upplýsir þá um rétt þeirra og leiðir til að mótmæla mannréttindabrotum og umhverfisspjöllum. Amnesty International hefur krafist þess að Shell viðurkenni neikvæð áhrif olíumengunar á mann- réttindi íbúa á óseyrum Nígerfljóts. Einnig krefjast samtökin þess að olíumenguð svæði verði hreinsuð að fullu og samfélög á þessu svæði fái bætur. Hádegisfyrirlesturinn hefst klukkan 12 og stend- ur í klukkustund. Hann verður í stofu 131. - gb Baráttumaður fyrir réttindum íbúa í Nígeríu fjallar um umhverfisspjöll Shell: Shell hefur ekkert viðurkennt DAVID VAREBA Hefur aðstoðað íbúa á óseyrum Nígeríufljóts við að leita réttar síns gegn Shell. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYKJAVÍK Reykjavíkurborg mun styrkja verkefni innan skóla- og frístundastarfs borgarinnar um 25 milljónir króna á árinu. Þetta var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Hæsti styrkurinn til þróunar- starfs, 3,5 milljónir króna, renn- ur til samstarfsverkefnisins „Skína smástjörnur“ sem fjórir sameinaðir leikskólar taka þátt í og miðar að því að þróa gæða- starf í fagstarfi með yngstu leik- skólabörnunum. Önnur verkefni sem fá styrki eru meðal annars læsisverkefni í Úlfarsárdal, jafn- réttisfræðsla í Rimaskóla og for- varnir gegn veggjakroti í Grafar- vogi. - sv Skólastarf eflt í borginni: 25 milljónir í frístundastarf Er vírusvörn í heimatölvunni þinni? Já 87,3% Nei 12,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er það þín tilfinning að á Íslandi sé ein besta heilbrigðis- þjónusta í heimi? Segðu þína skoðun á visir.is Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur HOLLAND, AP Charles Taylor, fyrr- verandi forseti Líberíu, lýsir samúð sinni með fólki í Síerra Leóne, sem orðið hefur fyrir þjáningum af völdum glæpa. Sjálfur segist hann hins vegar ekkert rangt hafa gert og biðst hvorki afsökunar né sýnir iðrun vegna þeirra stríðsglæpa, sem hann hefur verið dæmdur sekur um af stríðsglæpadómstól. Auk þess sakar hann sækjend- ur í málinu um að hafa mútað og hótað vitnum til þess að bera vitni gegn honum. Taylor var sakfelldur fyrir margvíslega stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni, þar á meðal morð, nauðganir og notkun barna í hernaði í tengslum við borgara- stríðið í Síerra Leóne, nágrannaríki Líberíu. Þeirri styrjöld lauk árið 2002 og hafði þá kost- að meira en 50 þúsund manns lífið. „Það sem ég gerði, var gert með sóma,“ sagði hann fyrir rétti á miðvikudag, þegar hann fékk tækifæri til að ávarpa dómstólinn í síð- asta sinn áður en dóm- arar kveða upp úrskurð um refsingu í málinu. Það á að gera 30. þessa mánaðar. „Ég var sannfærður um að án friðar í Síerra Leóne gæti Líbería ekki þróast áfram,“ sagði hann, og fór fram á að úrskurður dómstóls- ins yrði ekki byggður á hefndarhug heldur sáttahug. - gb Taylor ávarpaði stríðsglæpadómstól í síðasta sinn fyrir uppkvaðningu refsingar: Segir vitnum bæði mútað og hótað CHARLES TAYLOR VIÐSKIPTI Opnað verður fyrir við- skipti með hlutabréf í samskipta- vefsíðunni Facebook í NASDAQ- kauphöllinni í dag. Búist er við að hlutafé safnist fyrir sextán millj- arða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða króna. Sú tala er miðuð við efri mörk áætlana um gengi bréfanna þegar þau verða sett á flot, en miðað við áhugann sem fjárfestar hafa sýnt þykir líklegt að það gangi eftir. Samkvæmt því er heildarvirði fyrirtækisins um eða yfir hundrað milljarðar dala, eða tæplega þrett- án þúsund milljarðar íslenskra króna. Standist áætlanirnar er ljóst að um er að ræða þriðju stærstu skráningu fyrirtækis á mark- að í sögu Bandaríkjanna, á eftir greiðslukortarisanum Visa og ítalska orkufyrirtækinu Enel en fyrir ofan skráningu bílaframleið- andans General Motors. Áhuginn hefur raunar verið svo mikill að á miðvikudag ákváðu for- svarsmenn fyrirtækisins að fjölga hlutum sem standa munu til boða um fjórðung. Stofnandi og stjórnandi fyrir- tækisins, Mark Zuckerberg, hyggst ekki selja fleiri hluti en hann hafði þegar ákveðið að gera. Eftir skráninguna mun hann enn eiga rúman fimmtug í fyrirtæk- inu og fara með um 56 prósent atkvæða á hluthafafundi. Hluthafar í Facebook, til dæmis Bono, söngvari írsku hljómsveitar- innar U2, sem á 1,5 prósent, geta búist við að hagnast verulega á skráningunni. Tónlistartíma ritið NME spáir því að söngvarinn verði ríkasta rokkstjarna verald- arinnar í kjölfarið, og skáki með því Bítlinum Paul McCartney. Þrátt fyrir áhugann og athyglina eru þeir margir sem hafa fyrir- vara á verðmatinu. Nýleg könnun sem viðskiptamiðillinn Bloomberg stóð fyrir meðal 1.250 alþjóðlegra fjárfesta, greinenda og miðlara leiddi í ljós að 79 prósent töldu ekki innistæðu fyrir þessu gríðarlega háa verðmati og aðeins sjö prósent töldu verðmatið eðlilegt. Þessar efasemdir kristölluðust í því að á þriðjudag lýsti Gene- ral Motors því yfir að fyrirtæk- ið ætlaði að hætta að auglýsa á Facebook, enda sýndu rannsókn- ir að ávinningurinn af þeim tíu milljónum dollara sem þeir eyddu í auglýsingar þar í fyrra hefði ekki verið nægur. stigur@frettabladid.is Ein stærsta skráning í sögu Bandaríkjanna Samskiptavefurinn Facebook fer á markað í dag. Búist er við að hlutafé safnist fyrir jafnvirði tvö þúsund milljarða króna og geri Bono að ríkustu rokkstjörnu í heimi. Fagfólk er flest sammála um að verðmatið á fyrirtækinu sé allt of hátt. Á MARKAÐ Í DAG Gríðarleg eftirvænting hefur ríkt eftir skráningu Facebook á markað, jafnvel þótt flestir telji verðmatið allt of hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Facebook var stofnað árið 2004. Þá mátti telja starfsmenn fyrirtækisins á fingrum annarrar handar. Nú eru þeir rúmlega þrjú þúsund. ■ Google keypti 1,6 prósent í Facebook árið 2007 á 240 milljónir dollara. Miðað við það var fyrirtækið þá 15 milljarða dollara virði. Í dag er það um 100 milljarða dollara virði. ■ Facebook hagnaðist um einn milljarð dollara í fyrra, sem jafngildir um 128 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar námu 3,15 milljörðum dollara, aðallega vegna auglýsingasölu. ■ Yfir 900 milljónir manna nota Facebook að minnsta kosti einu sinni í mánuði, sem þýðir að tekjurnar af hverjum og einum eru um þrír og hálfur dollari á ári. Hagnaðist um milljarð dollara í fyrra MARK ZUCKERBERG BONO KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.