Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 28
6 • LÍFIÐ 18. MAÍ 2012 Söngkonan og lagasmiðurinn Greta Salóme sem lærði á fiðlu aðeins 4 ára gömul flytur lagið „Never Forget“ ásamt fylgdarliði í Bakú í undanriðli Eurovis ion þann 22. maí næstkomandi. Hún ræðir í einlægni um stuðning fjölskyldunnar og hennar upp- lifun á spennandi ævintýri sem bíður hennar. GRETA SALÓME ALDUR: Ég er 25 ára. HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambandi með Elvari Þór Karlssyni. FJÖLSKYLDA: Á eina systur. LÍFSMOTTÓ: You are what you repeat- edly do. Excellence therefore is not an act but a habit. - Aristóteles FRAMTÍÐIN: Ég ætla mér að halda áfram að semja og flytja mína eigin tónlist. Stefni að plötuútgáfu í haust með Senu og hlakka mikið til að leyfa fólki að heyra meira af efninu mínu. Mitt helsta markmið er að halda áfram að þroskast sem tónlistarmað- ur og einstaklingur. Hver er konan? Ég er fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en einnig söngkona og lagasmiður. Nú ert þú aðeins 25 ára gömul. Hvernig hefur tónlistarlegu upp- eldi þínu verið háttað ? Ég byrj- aði í Suzuki tónlistarnámi þegar ég var 4 ára gömul og lærði á fiðlu. Þegar ég var svo 14 ára gömul fór ég í Tónlistarskólann í Reykjavík og þaðan í Listaháskóla Íslands og Stetson University og útskrifaðist með bachelorgráðu árið 2008. Ég hóf svo mastersnám í tónlist árið 2010 og er að útskrifast nú í vor. Hver er fyrirmynd þín? Ég á svo margar fyrirmyndir. Ein af mínum helstu fyrirmyndum í dag hvað varð- ar tónlist er Adele. Hún er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir og fylgir sinni sannfæringu sem ég ber mikla virðingu fyrir. Hverjir eru áhrifavaldar í lífi þínu? Mamma mín hefur verið mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Hún hefur kennt mér þau gildi sem ég hef viljað tileinka mér, sérstak- lega hvað varðar lífsviðhorf. Aðrir áhrifavaldar í mínu lífa hafa eink- um verið fiðlukennararnir mínir og þar eru tvær mjög sérstakar konur. Það eru þær Lilja Hjaltadóttir sem kenndi mér að spila frá hjartanu og svo Guðný Guðmundsdóttir sem tók mig í gegn sem fiðluleikara og færði spilamennskuna mína á miklu hærra plan en hún var á. Fyrir þetta verð ég þessum konum ævinlega þakklát. Framlag Íslands Never For- get sem þið flytjið í undanriðli Eurovision þann 22. Maí – hvern- ig urðu lag og texti til? Sagan á bak við lagið er mjög sérstök. Ég var búin að vera í tíu daga tónlist- arvinnubúðum í Skálholti haustið 2010 og var mjög innblásin af ís- lenskri þjóðlagatónlist og algjör- lega uppveðruð eftir þetta nám- skeið sem var á vegum masters- námsins sem ég er í. Þegar ég kom heim settist ég við hljómborðið mitt og byrjaði að vinna í lagi sem hafði kviknað hjá mér í Skálholti. Lagið formaðist frekar fljótt og var Skál- holt alltaf í huganum mínum. Ég leyfði mömmu svo að heyra það og hún spurði mig strax hvort lagið væri um söguna af Ragnheiði Brynj- ólfsdóttur og Daða Halldórssyni sem gerðist einmitt í Skálholti. Ég þekkti hana ekki en mamma lét mig fá bók með sögunni. Ég varð heltekin af henni og kláraði lagið með þau í huga. Það má eiginlega segja að sagan þeirra hafi komið til mín áður en ég las hana. Fyrir mér var þetta allt mjög sérstakt og ég fann mikla samsvörun í sjálfri mér og Ragnheiði. Mér fannst ég næstum þekkja hana persónulega og eftir því sem lagið þróaðist því sannfærðari var ég um að sagan þeirra hafi verið kveikjan af laginu þó svo ég hafi ekki þekkt hana. Í Skálholti er svo mögnuð saga sem skilur engan eftir ósnortinn, jafnvel þó við þekkjum hana ekki. Hvernig hefur undirbúningur fyrir Eurovision-keppnina geng- ið? Frábærlega. Við mættum á svið á fyrstu æfingu á sunnudags- morgun eftir 18 klukkutíma ferða- lag og tveggja tíma svefn. Æfing- in gekk vonum framar og við grip- um andann á lofti þegar við sáum grafíkina í atriðinu okkar. Ég fékk þessa sömu tilfinningu og þegar ég sá myndbandið af laginu í fyrsta skiptið. Það eru ótrúlega sterk ís- lensk áhrif sem eiga pottþétt eftir að skila sér heim í stofu til Íslend- inga og vonandi fylla þá af sama þjóðarstolti og ég fann fyrir þegar ég sá þetta. Eftir æfinguna höfum við fengið frábær viðbrögð og allir virðast mjög spenntir að sjá hversu langt lagið fer. Það eina sem við getum gert er að gera okkar allra besta og reyna að gera landa okkar stolta. Hverja telur þú vinningsmögu- leika ykkar vera í keppninni? Það er ómögulegt að segja. Við höfum mikinn meðbyr sem er frábært en í rauninni er eina markmiðið akkúr- at núna að reyna að komast upp úr fyrri riðlinum og endurmeta stöð- una eftir það. Hver er sérstaða íslenska hópsins? Sérstaðan okkar er held ég sú að við erum með þjóðlegt lag sem við teljum vera íslenskt en Austur-Evrópuþjóðirnar grípa líka og finna eitthvað pínulítið af sinni tónlist í laginu líka. Það er smá al- þjóðlegur „þjóðlagablær“ á laginu. Nú eruð þið önnur á svið- ið í Bakú á þriðjudaginn kemur. Hvernig leggst það í ykkur? Í okkar tilfelli tel ég það bara vera jákvætt. Lagið á undan okkur er mjög sérstakt og ég held að ís- lenska lagið verði fínt á eftir því. Á eftir okkur koma svo Grikkir með Euro-pop lag. Þannig að við erum á milli tveggja laga sem eru mjög ólík okkar lagi sem verður að telj- ast jákvætt. Hvað ætlið þið að leggja áherslu á þegar þið stigið á svið- ið fyrir Íslands hönd? Áhersl- an er á að flytja lagið vel og reyna að koma kraftinum í laginu sem á upptök sín á Íslandi til skila. Þessi íslenski drifkraftur á að skila sér. Við höfum meira að segja oft vitn- að í orðið skriðjökull og sagt að við ætlum að vera eins og skriðjöklar á sviðinu. Hvernig styður Elvar unnusti þinn þig? Elvar styður mig á svo fallegan hátt. Hann er kannski ekki MARGRA MÁNAÐA UNDIRBÚNINGUR FYRIR ÞRJÁR MÍNÚTUR Rebekka Ingimundardóttir: Búningahönnuður og leikstjóri | Sunna Rán S stjóra | Þórhildur Örvarsdóttir: Raddþjálfari | Nína Kristjánsdóttir: Hárgre Svo er fullt af frábæru fólki frá RÚV sem leiðir okkur í gegnum allt ferlið EUROVISION-HÓPUR GRETU Alma Krist Söng Guðrún Árný Karlsdóttir Söngkona Pétur Örn Guðmundsson Söngvari Jón Jósep Snæbjörnsson SöngvariRannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.