Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 30
8 • LÍFIÐ 18. MAÍ 2012 við að tjá þig svona? Í þessu ákveðna tilviki með myndbandið og sigurinn þá voru viðbrögðin svona einlæg einfaldlega vegna þess að þetta verkefni fyrir mér er svo pers- ónulegt. Mér þykir svo vænt um það og þegar ég sá svo myndbandið og að fólk hafi lagt sig svona vel og mikið fram við að gera lagið enn þá flottara og umgjörðina eins og hún var, þá gat ég ekkert annað en tár- ast. Ég held að ég sé opin mann- eskja en samt ekki þannig að ég flíki tilfinningum mínum hvar sem er. Sums staðar getur maður bara ekki haldið þeim leyndum, eins og þarna þar sem þú nefndir. Það hlýtur að vera álag að fara út með öllu þessu fólki og koma fram fyrir Evrópu. Hefur þú feng- ið það á tilfinninguna að þú kiknir undan álaginu? Ég trúi því að orð hafi mátt og að maður megi einfald- lega ekki leyfa sér að hugsa þannig. Allar hugsanir sem beinast að svið- inu og framkomunni eiga að vera uppbyggjandi og jákvæðar og ég er fullviss um að við eigum eftir að skila þessu eins vel og við mögu- lega getum af okkur. Ég vil frekar hugsa þetta svona: Þvílík forréttindi eru það að fá að koma fram á þessu sviði og flytja lagið mitt fyrir alla Evr- ópu í þessu frábæra umhverfi. Þessi hugsun vekur upp tilhlökkun fyrir flutningnum sem er einmitt það sem maður þarf. En hver er styrkur þinn? Styrk- urinn minn liggur í trúnni minni og öllu því frábæra fólki sem er með mér hér. Ertu örlagatrúar? Nei ég er sennilega minnst örlagatrúaða manneskja sem finnst. Ég trúi á undirbúning og vinnu og að það skili manni því sem maður vill uppskera. Hlutirnir gerast sjaldnast af sjálfu sér og ég vil aldrei stóla á neitt annað en að undirbúningurinn skili því sem honum hefur verið ætlað. Af hverju ákvaðst þú að velja Jónsa sem syngur með þér? Jónsi passar svo vel í hlutverkið. Hann er karlmannlegur með kraftmikla rödd sem er einmitt það sem ég vil í lagið. Hvernig hefur samstarf ykkar Jónsa verið? Mjög gott. Jónsi er orkumikill og alltaf til í að gera meira og vinna meira. Það er mjög góður eiginleiki hjá þeim sem þarf að vinna mikið með mér. Hvað hefur komið þér mest á óvart í undirbúningnum? Það hefur komið mér á óvart fyrst og fremst hvað þetta er svakaleg vinna. Lagið tekur þrjár mínútur en það fara margir mánuðir í að undirbúa það. En þetta hafa verið mjög skemmti- legir og lærdómsríkir mánuðir. Íslenska þjóðin mun fylgjast náið með ykkur á þriðjudaginn – hvaða skilaboð viltu færa henni fyrir stóra kvöldið? Vonandi munu allir eiga frábært kvöld og við reyn- um eftir okkar fremsta megni að gera ykkur eins stolt og við erum að koma fram fyrir Íslands hönd. Eitthvað að lokum? Ég vil þakka öllu fólkinu sem er að senda okkur hlýjar og jákvæðar kveðjur. Við metum það mikils. Ég vil einnig þakka nokkrum aðilum sem hafa stutt okkur í gjöfum og lánum: Voda- fone fyrst og fremst, Gyðju Collect- ion, Sign skartgripum, Dúkkuhúsinu, Halldóru, Hugin Munin, Zolo Design, Kultur Men, NTC, Orublu, L´oreal og Ölgerðinni. Greta er einlæg og dugleg og hefur góðan stuðning fjölskyldunnar á bak við sig. Hann er karlmannlegur með kraftmikla rödd, segir Greta um Jónsa. Framhald af síðu 7 Mind Xtra ÚTSALA 1990 • 2990 Einnig stelpufatnaður fyrir 4-12 ára. Vorum að taka upp mikið úrval af stelpufatnaði 4-12 ára 2 VERÐ Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði á 2. hæð. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.