Fréttablaðið - 18.05.2012, Side 34

Fréttablaðið - 18.05.2012, Side 34
HELGARMATURINN Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari býr í Lúxem- borg með fjölskyldu sinni. hún nýtur þess að elda góðan mat og býður hér upp á dýrindis uppskrift fyrir helgina. Nautalundir í litlum sneiðum með súkkíni og blaðsalati. 600 g nautalundir, skornar í 1 cm þykkar sneiðar 1-2 súkkíni, skorið í sneiðar 1 lítið eggaldin, skorið í sneiðar 1 höfuð eikarlauf, skolað vel í ísköldu vatni og þerrað 1 dl kryddaðar ítalskar ólífur 4 msk. þurrristaðar furuhnetur 2 msk. nýrifnar flögur af parmesan-osti. 1 1/2 dl jómfrúarólífuolía 1 msk. balsamík-edik 1 búnt ferskt basilika 2 hvítlauksgeirar 1 tsk. rifinn sítrónubörkur salt og svartur pipar úr kvörn. Steikið nautalundarsneiðarn- ar eldsnöggt á rifflaðari pönnu eða útigrilli Saltið og piprið Veltið súkkíní og eggaldin- sneiðunum upp úr jómfrúarolíu og steikið á sama hátt og salt- ið og piprið. Rífið niður eikarlaufsalatið og látið í skál. Takið fjórar matskeiðar af jómfrúarolíu og hrærið saman við eina matskeið af balsam- íkó-edikinu. Saltið og piprið. Hellið þessu yfir salatblöðin og blandið vel saman. Látið salat- ið á miðjan disk eða á fat. Raðið litlu nautasteikunum og súkkíní-bitunum umhverfis sal- atið. Setjið ólífur meðfram og á salatið. Látið sólþurrkuðu tóm- atana yfir. Stráið þurrristuðum furuhnetunum yfir salatið. Látið basílíkublöðin, hvítlauks- geirana og sítrónubörkinn í kvörnina á litlu „töfrasprota- matarvinnsluvélinni“ og hakk- ið fínt. Hellið afganginum af jómfrúarólífuolíunni saman við og saltið og piprið eftir smekk. Skvettið þessu fallega yfir litlu steikurnar, súkkíníið og eggald- inið og látið að síðustu nýrifnar parmesanflögur yfir allt. Borið fram með brauði. BLESS RITGERÐ Stoltir háskólanemendur sem hafa verið að skila inn loka- ritgerðum sínum undanfarna daga hafa ekki undan við að deila hamingjufærslum á samskiptavefnum facebook. com. „Komin í land // bless ritgerð // örlítið lúin eftir lokasprett- inn // það tókst! // betra aðeins of seint en ekki // húrra // þetta voru statusarnir sem mig langaði að deila með ykkur á þessum tímamótum þegar ritgerð hefur verið skilað,“ skrifar Elva Dögg Melsteð meðal annars glöð í bragði með sín tímamót en hún er að ljúka námi í HR. Náttúru egar sápur og hre nsiefni se vernda vatnsauðlin irnar ok ar Allar Sonett vörurnar brotna 100% niður í náttúrunni á skömmum tíma og jurtirnar sem notaðar í þær eru lífrænt ræktaðar með demeter vottun. Engin ensím, sterk bleikiefni eða kemísk ilmefni. Henta afar vel fyrir rotþrærnar í sumarbústaðinum. Sonett vörurnar fást í eftirtöldum verslunum: LIFANDI markaði, Yggdrasill, Fjarðarkaupum og Hagkaupi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.