Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 16
16 26. maí 2012 LAUGARDAGUR Hvítasunnan er hátíð heilags anda. Kirkjan minnist þess að þá rættist fyrirheit Krists um „annan huggara“. Hann skildi fólkið sem treysti honum ekki eftir munaðarlaust. Að kristnum skilningi er heilagur andi sköpunar krafturinn sem stendur að baki lífinu, ljósinu og öllu því jákvæða í heiminum. Heilagur andi er líka tákn frelsisins; andinn blæs þar sem hann vill og verður ekki heftur. Þegar náttúran losnar úr viðjum vetrar og vorgróði breiðist yfir sölnaða jörð er andinn að verki að skilningi þeirra sem trúa. Það sama á við þegar vel heppnað listaverk lítur dagsins ljós, nýtt og áður óheyrt tónverk hljómar eða markverð uppgötvun er gerð í vísindum eða fræðum. Andinn starfar þar sem unnið er af alúð og samvisku- semi, hversu hverdagsleg sem verkin kunna að virðast. Andinn er að verki þar sem sættir takast milli einstaklinga eða stríðandi fylkinga hvort sem er á vígvelli, á vinnustað eða inni á heimilum. Skilningur trúarinnar afneitar hvorki snilligáfu manneskjunnar né virðingarverðri viðleitni fólks til að skapa betri heim. Frjór hugur, hög hönd, menntun, þjálfun og ekki síst iðni skiptir sköpum í listum, vísindum og raunar hvaða verki sem er. Sátta- vilji einstaklinga og hópa ræður miklu um að friður og réttlæti ríki á meðal okkar. Trú á heilagan anda gerir ekki lítið úr manneskjunni og viðleitni hennar til þess að láta gott af sér leiða. Þvert á móti er trúin til- raun til að sjá hlutina í stærra samhengi, byggja brú milli hins einstaka og þess almenna, sjá heildar munstur. Trú á heilagan anda er tilraun til að skýra leyndar dóm sem skynja má í öllu því jákvæða sem gerist í heiminum. Það er mikilvægt að minnast þess að enginn getur eignað sér heilagan anda. Hann er alls staðar, starfar á óvæntan hátt á óvæntum stöðum; andi óheftrar sköpunar. Við höfum upplifað fjölbreyti- leika íslenskrar veðráttu á þessu vori, hlýindi hafa tekið við eftir kuldakast. Getum við vonast eftir sambærilegum breytingum í þjóðmálaumræðunni sem hefur mótast um of af karpi átaka- stjórnmála? Stjórn og stjórnar- andstaða takast á, málþóf, persónu níð og neikvæðni ráða alltof oft för. Á síðustu vikum og mánuðum hefur umræðan um eitt brýnasta réttlætis- og hagsmunamál þjóðarinnar verið tekin í gíslingu peningaafla og færð inn í auglýsingatíma ljós- vakamiðla og á auglýsingasíður dagblaða. Mörgum þykir uppgjörið eftir Hrunið og þær hamfarir af mannavöldum sem gengu yfir þjóð okkar ganga hægt. Enn ræður afneitun ríkjum. Glöggt dæmi um það mátti sjá eftir að Landsdómur kvað upp dóm sinn fyrr í vor. Hér eftir á líklega enginn sem við sögu kom eftir að gangast af einurð við ábyrgð sinni. Leið réttarkerfisins virðist ein fær, leið sem hefur þó miklar takmarkanir þegar um jafn víð- tæka samfélagskreppu er að ræða og Hrunið skyldi eftir sig. – Afleiðingar þess teygja sig inn í kviku þjóðlífsins og líf okkar flestra. Hugmynd um sannleiksnefnd hefur verið rædd þar sem leiddir væru saman þolendur og gerendur í Hruninu. Á vettvangi slíkrar nefndar gæfist hverju og einu sem hlut á að máli tæki- færi til að skýra sinn málstað og horfast í augu við annan skiln- ing á því sem gerðist en sinn eigin. Á þann hátt kæmumst við öll til dýpri skilnings á því hvað gerðist, hverjar afleiðingar verka okkar eða verkleysis kunna að hafa verið. Þá gæfist möguleiki á játningu, iðrun, siðbót og sáttum. – Slík leið kann enn að vera opin en tíminn er naumur. Íslenskt samfélag er vissulega skapandi og spennandi umhverfi að lifa í. Listir og menning blómstra, eins og greinilegt er á Listahátíð sem nú stendur yfir. Menntun og fræðsla er öflug á meðal okkar. Á þessu vori sem endranær munu þúsundir útskrifast á hinum ýmsu stigum skólakerfisins. Um land allt leitast fólk við að láta gott af sér leiða. Heilagur andi vors og hvíta- sunnu þarf að fá að leika um þjóðlífið allt og mæla fram skap- andi máttarorð sitt: Verði ljós! Heilagur andi í blíðu og stríðu Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er „Gleði og samvera“. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að átaksverk- efninu „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði“ sem ætlað er að efla vitund um mikilvægi heilbrigðs lífs fyrir börn; hvort heldur er út frá líkamlegu og andlegu heil- brigði sem og í forvarnarlegu til- liti. Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála um rétt barna til heilsuverndar og banni við mis- munun, einnig á ákvæðum sátt- málans um ábyrgð foreldra og aðildarríkja. Umræðan um líkamlegt heil- brigði barna þarf á öllum tímum að vera lifandi og frjó. Við þurfum að hafa vakandi auga með þróuninni hér á landi, hvað varðar næringu og þyngd barna á Íslandi. Það eru ekki einungis heilsufarslegar afleiðingar fyrir börnin sem um ræðir heldur einnig sjálfsmynd þeirra sem er í mótun. Foreldrar eru í lykilhlutverki í þessu sem og öðru er varðar börn þeirra. Þeir eru ekki ein- göngu helstu fyrirmyndir þeirra, heldur bera þeir ábyrgð á inn- kaupum og mataræði fjölskyld- unnar. Barn sem horfir á foreldra sína lifa heilbrigðu lífi, huga að hollu matar æði og stunda reglu- lega hreyfingu er líklegt til að vilja feta í sömu fótspor. Öll börn, óháð efnahag for- eldra, eiga rétt á að stunda hreyf- ingu við hæfi, íþrótta- og frí- stundastarf. Flestir eru sammála um að leikir, íþróttir og almenn hreyfing hafa forvarnargildi. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt að börn sem stunda íþróttir eru í minni hættu á að leiðast út í vandamál tengd unglings- árunum. Það er á ábyrgð okkar að skapa þeim viðeigandi vett- vang til íþrótta- og tómstunda- iðkana þar sem þau geta komið saman, leikið sér og fengið hreyf- ingu við hæfi. Komdu út að leika Kristín Völundardóttir, for-stjóri Útlendinga stofnunar, hvetur til umræðu um hælis- leitendur í Fréttablaðinu ný- verið. Telur hún umræður litlar og umbygging um málaflokkinn samkvæmt því lélegan. Hún spyr hvað við gerum ef holskeflu hælis- leitenda ber á land hér líkt og gerst hefur hjá öðrum norrænum ríkjum. Á síðustu áratugum hafa afskap- lega fáir leitað hér hælis og mjög fáir þeirra hafa fengið hæli hér sem flóttamenn. Svo rammt hefur kveðið að því síðar- nefnda að haft hefur verið í flimtingum. Má segja að Íslendingar hafi hlíft sér við því að taka sinn skerf af þeim milljónum flóttamanna sem hafa flosnað upp frá heimilum sínum í leit að betra lífi eða á flótta undan morð óðum yfirvöldum heima- lands síns. Við höfum óspart nýtt okkur heim- ild sem orðið hefur til í samstarfi Evrópuþjóða og sent flóttamenn til baka til þess lands sem þeir hafa komið fyrst til í Evrópu. Flestir flóttamanna koma frá Asíu og Afríku og við höfum nýtt okkur það úr öllu hófi reyndar að frá þessum heims- álfum er lítið um bein flug hingað. Við höfum samt bjargað mann- orði okkar svolítið með því að taka við skipulögðum hópum flótta- manna sem íslensk yfirvöld velja sjálf með aðstoð Rauða krossins. Fátt nema gott er um það framtak að segja og okkur til sóma. Þó má gagnrýna það að velja sér flótta- menn. Við myndum svara ótta Kristínar Völundardóttur um offramboð á flóttamönnum þannig að lega landsins gerir það að verkum að á slíku er lítil hætta og ástæðulaust að ala á einhverjum slíkum ótta. Við eigum hins vegar að vanda okkur miklu betur við móttöku flóttamanna. Sýna þeim fulla virðingu og tillitssemi. Búa vel um þá, veita þeim lögfræði- þjónustu, flýta afgreiðslutíma og afgreiða mál þeirra eins jákvætt og rétt er að bestu manna yfirsýn. Þar eigum við að taka málin úr því andrúmslofti sem lætur sig hafa það að draga börn fyrir dómstóla og dæma þau til fangelsisvistar. Nú er það rétt hjá Kristínu að umræða er lítil og stjórnmála- flokkar hafa lítt sinnt þessum málaflokki. Ekki vantar hráefnið í stefnu. Fyrir utan mannréttinda- sáttmála þá hafa eftirlits stofnanir á borð við ECRI verið ör látar á ráðleggingar til Íslendinga um hvernig taka skuli af fullri reisn og virðingu á móti flótta- mönnum án þess, nota bene, að látið sé af fullum yfirráðum yfir landa mærum. Ráðamenn ættu að fara eftir þessum ráðleggingum, hækka sig þannig í sessi meðal þjóðanna og í eigin áliti. Til að byrja með gætum við hætt að draga börn fyrir dóm- stóla en látið félags- málayfirvöld alfarið um þeirra mál. Í annan stað eiga hvorki emb- ættismenn eða blaða- menn að tala um þessi börn eða unglinga eins og hross þegar kemur að umræðu um að greina aldur skil- ríkja lauss fólks. Í þriðja lagi ættum við að velja flóttamönnum vistlegri stað, reyna að sjá til þess að þeim bjóðist vinna, börnum þeirra skóli og að með- ferð mála sé flýtt og þau afgreidd með eins mikilli jákvæðni og hægt er að bestu manna yfirsýn. Höfum það að leiðarljósi að enginn velur sér hlutskipti flótta- manns. Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum einasta flótta- manni sem leitar hælis. Fólk hefur flúið heimaland sitt af ótta um líf sitt, flosnað upp frá fjölskyldu og vinum. Þeir eiga það sameiginlegt að vera að leita að betra lífi. Þeir eru auðvitað mislagnir í því og fara misgáfulegar leiðir og á því ber okkur að hafa skilning. Og Íslendingar hafa yfirhöfuð á því skilning. Við viljum gjarnan rétta öðrum hjálparhönd. Það þarf að endurspeglast í lögum, verklagi og viðmóti þeirra sem sjá um þessi mál fyrir okkur. Að draga börn fyrir dómstóla Trúmál Anna Sigríður Pálsdóttir Arnfríður Guðmundsdóttir Baldur Kristjánsson Hjalti Hugason Pétur Pétursson Sigrún Óskardóttir Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingar Dagur barnsins Kolbrún Baldursdóttir formaður stjórnar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Flóttamenn Baldur Kristjánsson sérfræðingur í ECRI tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum Teitur Atlason íslenskukennari í Gautaborg Sorglegar aðstæður búa að baki hverjum ein- asta flótta- manni sem leitar hælis.HÁSKÓLABRÚ Á Háskólabrú Keilis er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að námi loknu uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Háskólabrú er skipulögð í samstarfi við Háskóla Íslands. Kennsla við Háskólabrú fer fram í staðnámi á Ásbrú í Reykjanesbæ og á Akureyri í samstarfi við SÍMEY. NÁMSFRAMBOÐ KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net Umsóknarfrestur til 6. JÚNÍ PI PA R\ TB W A • SÍ A NÝTT TÆKIFÆRI TIL NÁMS FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGADEILD HUGVÍSINDADEILD VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD VERK- OG RAUNVÍSINDADEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.