Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 92
26. maí 2012 LAUGARDAGUR52 52 menning@frettabladid.is Elka Björnsdóttir verka- kona hélt dagbók á árunum 1915-1923. Dagbókin, sem er merkileg heimild um lífið í Reykjavík á þessum tíma, kom nýverið út, 15 árum eftir að hugmyndin um útgáfuna kviknaði. Dagbók Elku er fimmtánda bindi í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem Háskólaút- gáfan hefur gefið út undan farin ár. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur sá um útgáfu dag- bókarinnar ásamt Hilmu Gunnars- dóttur sagnfræðingi. Hann segir dagbókina stórmerkilega heimild. „Þetta verk hefur lengi verið þekkt og notað af fræði mönnum sem skrifað hafa um einstaka þætti þess, nú hefur hann verið settur á prent og er þannig orðinn aðgengi- legur öllum sem hafa áhuga á. Og hann á fullt erindi til almennings. Textinn er yndislegur, hann er svo kjarnyrtur og fullur af skemmti- legum orðum og orðatiltækjum að það er unun að lesa hann,“ segir Sigurður Gylfi sem hefur lengi haft hug á því að koma dag bókinni á prent. En um hvað er Elka að skrifa? „Þessi dagbók er sem gluggi inn í fortíðina. Hún segir frá hversdagslífi sínu, baráttu fyrir einföldum hlutum eins og því að ná í mat, fá húsnæði og vinnu. Það er ótrúlega sterkur hversdags taktur í bókinni en hún veitir líka sýn á atburði sem eru þekktir í sögunni, til dæmis Reykjavíkurbrunann árið 1915 og Kötlugosið 1918. Ég á að heita sérfræðingur í 19. öldinni og fyrri hluta þeirrar 20. og full- yrði að ég hef aldrei komist jafn nálægt henni eins og í gegnum þessa bók.“ Elka var verkakona í Reykjavík, einn af stofnendum verkakvenna- félagsins Framsóknar og fyrsti ritari þess og stundaði margs konar félagslíf. Segir Sigurður Gylfi það magnað hve mörg spjót hún hafði úti til að afla sér þekkingar. „Hún sækir til dæmis fyrir lestur um jóga og gengur í bókmenntafé lagið en þar var hún eina konan. Hún umgekkst raunar mikið af lista- mönnum, bróðir hennar vann fyrir mynd höggvarana Ríkharð Jónsson og Einar Jónsson og dagbókin er í raun frábær heimild um hvað hún var skapandi og um þá innsýn sem hún hefur í skapandi heim lista- manna.“ Elka glímdi alla tíð við fátækt en henni fylgdi heilsuleysi sem dró Elku til dauða 43 ára gamla. Ári áður en hún lést hætti hún að halda dagbók. Skrif hennar rötuðu á handritadeild Landsbóka safnsins fyrir áratugum síðan. Sú hug- mynd að gefa þau út kviknaði fyrir fimmtán árum en skriður komst á útgáfumál fyrir nokkrum árum og nú er bókin komin út. „Þetta er hin besta sumarlesning,“ segir Sigurður Gylfi að lokum. sigridur@frettabladid.is Dagbók Elku er gluggi inn í fortíðina SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON Dagbók Elku er gluggi inn í fortíðina. „Áðan sá ég út um gluggann minn, það sem aldrei hefur sést á Íslandi fyrr, og fyrir 20-25 árum og jafnvel seinna kom fáum til hugar að nokkurn tíma mundi ske hjá mannkyninu og sízt hér: Það voru menn á flugi í loftinu. Ég sá reyndar engan manninn, en aðeins vængina eða vélina sjálfa sem bar þá áfram, og það svo fimlega með alskonar sveiflum, mjúklegum byltingum, eins og þegar vel fleygur fugl leikur sér í loftinu.“ Dagbók Elku: 8. september 1919. MENN Á FLUGI Í LOFTINU Nemendur á fyrsta ári í Ljós- myndaskólanum að Hólmaslóð 6 opna sýningu í dag klukkan 15 í húsakynnum skólans. Sýn- ingin er fjölbreytt enda um afrakstur vetrarins að ræða hjá nemendunum, 19 að tölu. Á sýningunni getur að líta tísku- myndir, barnamyndir, landslags- myndir, gróðurmyndir og myndir af einbúum, utangarðsfólki og söfnurum. Auk þess má sjá sifja- spell og umhverfismál túlkuð með ljósmyndatækninni. Ljósmyndaskólinn, sem áður bar nafnið Ljósmyndaskóli Sissu, hefur verið starfræktur frá árinu 1997. Nám við skólann hlaut viður kenningu Menntamálaráðu- neytisins árið 2009 og lánshæfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna árið 2010. Sýningin stendur til 3. júní og er opin mánudaga til föstudaga frá klukkan 16 til 20 og á laugar- dögum og sunnudögum frá 14 til 18. Afrakstur vetrarins EIN MYNDANNA Þessa tók Eygló Gísla- dóttir, nemandi í Ljósmyndaskólanum. Styrkt af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði Stjórnandi: Geir Lysne Gestur hljómsveitarinnar verður tón- skáldið og stjórnandinn Geir Lysne frá Noregi, en hann mun stjórna heilli dag- skra eigin verka. Geir hefur vakið mikla athygli og þykir ýmsum kveða við nýjan tón í skrifum hans fyrir stórsveit. Geir Lysne hefur m.a. stjórnað ýmsum af helstu stórsveitum Evrópu, þ.m.t. Þýsku og dönsku útvarpsstórsveitunum. & GEIR LYSNE 20 ÁRA AFMÆLI Miðar á harpa.is og í miðasölu Hörpu HARPA / Kaldalón sunnudag. 27. maí kl. 14:00 Miðaverð kr. 2.500 / 2.000Styrkt af STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Ferskir vindar frá Noregi NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR að skoða sýningarnar Fingramál og Sjálfsagðir hlutir í Hönnunarsafni Íslands, en hvítasunnudagur, 27. maí, er síðasti dagur þeirra. Þann dag klukkan 14 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður með leiðsögn um sýninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.