Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 37
FERÐIR LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Kynningarblað Áhættustjórnun á miðhálendi Íslands, jarðskjálfti á Ítalíu, interrail, sólarlandaferðir, menningarferðir, söguferðir og fleira. Fjöldi skemmtilegra og spenn-andi ferða er í boði hjá ferða-skrifstofunni Úrvali Útsýn á næstunni. Hefðbundnar sólar- landaferðir eru vinsælar hjá Ís- lendingum í sumar en ýmsir aðrir spennandi valkostir eru einnig í boði segir Margrét Helgadóttir, framleiðslustjóri hjá Úrvali Útsýn. „Við bjóðum upp á frábæra gisti- möguleika á fallegum sólarströnd- um, spennandi ævintýraferð til Indlands og skemmtilegar borg- arferðir til Evrópu þar sem hægt er að njóta menningar, góðra veitinga- staða og alls þess sem evrópskar stórborgir hafa upp á að bjóða. Ekki má gleyma golfferðum okkar sem lengja golftímabilið hjá íslenskum kylfingum.“ Sumar og sól Fjölmargir sólríkir og spennandi áfangastaðir eru í boði í sumar. Úrval Útsýn býður aftur ferðir til sólareyjunnar Mallorca á Spáni eftir nokkurra ára hlé. Margrét segir áfangastaðinn hafa feng- ið góðar viðtökur enda eiga marg- ir góðar minningar þaðan. Annar vinsæll sólarstaður er strandbær- inn Almería á Spáni sem sló ræki- lega í gegn á síðasta ári. „Við bjóð- um upp á marga frábæra gistimögu- leika þar fyrir fjölskyldur. Staðurinn býður upp á ekta spænska menn- ingu enda koma Spánverjar þangað sjálfir í sumarfrí. Fyrir vikið er verð- lag þar afar hagstætt.“ Þaðan er stutt í fjölda frábærra verslana, vatns- rennibrautagarð, sædýrasafn og margt fleira spennandi. Tenerife á Kanaríeyjum er sívinsæll viðkomu- staður Íslendinga allt árið enda eyjan rómuð fyrir náttúrufegurð og veðursæld að sögn Margrétar. Úrval Útsýn býður einnig ferðir til strand- bæjarins Albir á Spáni sem býður upp á líflegt andrúmsloft. Þaðan er stutt í Altea, borg listamannsins, og glæsilegir fjölskyldu- og vatns- skemmtigarðar eru nálægt. Stórkostleg upplifun á Indlandi Indland er heimur út af fyrir sig. Stórbrotin saga, falleg náttúra og merkileg menning gera ferðalag um Indland að mikilli upplifun sem gleymist seint. Boðið er upp á sautján daga ferð til Indlands í október. Ferð- in hefst í höf- uðborg lands- ins, Delhi, og þaðan er hald- ið af stað í ferð um gullna þrí- hyrninginn, til Jaipur, Agra, Khajuraho og Var- anasi. Ferðinni lýkur í suður Ind- landi þar sem dvalið er á hinni guð- dómlegu strönd Goa. Fararstjóri er Soffía Halldórsdóttir auk þess sem innlendur fararstjóri er með í för allan tímann. Slíkt fyrirkomulag á stóran þátt í að gera Indlandsferð ógleymanlega segir Margrét. „Við bjóðumst einnig til að skipuleggja Indlandsferðir fyrir smærri hópa, til dæmis útskriftarhópa, sem vilja fara á öðrum tímum.“ Borgarferðir í haust Fjölbreytileiki borgarferða hefur aukist mikið undanfarin ár. Úrval Útsýn býður upp á spenn- andi borgarferðir í haust til Prag, Berlínar, Dublin og Brighton. Prag er af mörgum talin fegursta borg Evrópu enda full af falleg- um byggingum og sérstæðu um- hverfi. Borgin hefur yfir að ráða fjölda af freistandi veitingastöð- um og líf legum krám. Höfuð- borg Þýskalands, Berlín, hefur mikla sérstöðu í sögunni enda fáar borgir jafn markaðar af sögu tuttugustu aldar og hún. Gamli miðbærinn er helsta aðdrátt- araf l Berlínar en borgin býður upp á f lest allt á sviði menning- ar, skemmtanalífs og verslunar. Aðrir vinsælir áfanga- staðir eru Brig- hton og Dublin. Litla London, eins og Brighton er of t kölluð, þykir bjóða upp á flest það sem höfuðborgin býður upp á nema á lægra verði. Dublin er með líf legri borgum Evrópu og er Íslend- ingum að góðu kunn enda hafa þeir sótt hana heim í mörg ár til skemmtunar og verslunar. Golf í sólinni Haustið er tími fyrir golfferðir og Úrval Útsýn býður upp á fjölda spennandi og skemmtilegra golf- ferða í haust. „Við bjóðum upp á frábærar golfferðir til Alicante á Spáni. Þar bjóðum við upp á tvö hótel sem standa bæði við golfvöll- inn. Það er mjög stuttur akstur frá flugvellinum og glæsilegar íbúð- ir í boði.“ Íslenskir fararstjórar eru með í för í öllum golfferðum. „Við bjóðum einnig upp á golfferð til Írlands í haust. Völlurinn er í fimmtán kíló- metra fjarlægð frá Dublin þar sem boðið er upp á ótakmarkað golf í fjóra daga.“ Að sögn Margrétar eru það helst hjón og vinahópar sem sækja í golfferðir. Hægt er að lesa nánar um allar ferðir Úrvals Útsýnar á heimasíðu þeirra, urvalutsyn.is. Sól og ævintýri fram undan með Úrvali Útsýn Úrval Útsýn býður upp á fjölda skemmtilegra og spennandi ferða í sumar og haust. Hvort sem ferðalangar vilja sól, verslun, skemmtigarða, menningu eða golf ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Prag er af mörgum talin fegursta borg Evrópu. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Indland er mikil upplifun sem gleymist seint. Tenerife á Kanaríeyjum er vinsæll staður hjá Íslendingum allt árið. Fjölmargir spennandi gististaðir eru í boði í sólinni í sumar. Margrét Helgadóttir, framleiðslustjóri hjá Úrvali Útsýn MYND/STEFÁN KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.