Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 26. maí 2012 59
Fyrirsætan Bar Rafaeli, fyrrver-
andi kærasta leikarans Leonar-
dos DiCaprio, hefur kvartað yfir
því að karlmenn tali sjaldan við
hana að fyrra bragði.
„Við skulum bara segja það
hreint út. Það reynir aldrei neinn
við mig eða daðrar við mig. Það
er í raun mjög dapurlegt,“ sagði
hún við Conan O´Brien. „Það
virkar vel ef karlar koma til mín.
Vonandi á það eftir að gerast
oftar.“ Rafaeli er mjög hrifin af
karlmönnum með flottar tennur.
„Þeir verða að hafa æðislegt bros
og virkilega hvítar og flottar
tennur.“
Aldrei reynt
við Rafaeli
BAR RAFAELI Fyrirsætan segir að karl-
menn tali sjaldan við hana að fyrra
bragði.
Leikarinn Brad Pitt er mjög
stoltur af nýjustu mynd sinni
Killing Them Softly. Myndin átti
þátt í að efla kvikmyndafram-
leiðslu í Louisiana í New Orleans
eftir fellibylinn Katrinu sem
gekk þar yfir árið 2005.
Myndin var tekin upp í
New Orleans og var Pitt mjög
ánægður með gang mála í borg-
inni. „Ég er ánægður
með að hafa tekið upp
myndina þar vegna
þess að maður er
að styðja borgina í
leiðinni. Það kemur
mikill peningur
inn í borgina
þegar svona
mynd er
tekin upp,“
sagði
leikarinn
á Cannes-
hátíðinni.
Stoltur af
nýrri mynd
ÁNÆGÐUR
Brad Pitt
er mjög
ánægður
með nýju
myndina sína.
Robbie Williams á von á dóttur
með eiginkonu sinni Ayda Field.
Söngvarinn er mjög spenntur og
er þegar farinn að skipuleggja
framtíðina. „Ég ætla að kenna
henni fótbolta, karate og hnefa-
leika,“ sagði Williams, sem er 38
ára. „Líf mitt er yndislegt núna.“
Á sunnudaginn tekur hann þátt
í fótboltaleik til að safna pen-
ingum fyrir Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna, Unicef. Hann
segist vera ákafari en áður í að
taka þátt í góðgerðarmálum fyrir
börn. „Með því að verða pabbi
hefur viðhorf mitt breyst.“
Williams á
von á dóttur
DÓTTIR Á LEIÐINNI Popparinn Robbie
Williams á von á dóttur.
Bíó ★★★★ ★
Men in Black 3
Leikstjórn: Barry Sonnenfeld
Leikarar: Will Smith, Tommy
Lee Jones, Josh Brolin, Jemaine
Clement, Michael Stuhlbarg,
Emma Thompson, Will Arnett
Árið 1997 sló kvikmyndin Men
in Black rækilega í gegn, en þar
fylgdumst við með leyniþjónustu-
mönnunum J (Will Smith) og K
(Tommy Lee Jones) lenda í ýmsum
ævintýrum og nokkrum árum
síðar kom framhalds myndin, Men
in Black 2, sem naut einnig vin-
sælda. Síðan er liðinn heill ára-
tugur og þessar geðþekku pers-
ónur hafa fallið í gleymskunnar dá.
Í þriðju myndinni, sem kemur
nú eins og skrattinn úr sauða-
leggnum, sleppur i llræmdi
morðinginn Boris skepna úr fang-
elsi á tunglinu og ferðast með
tímavél aftur til ársins 1969 þar
sem hann kemur K fyrir kattar-
nef, rétt áður en hann stingur
Boris í steininn. Þegar J fær
fregnir af því að félagi hans hafi
dáið fyrir rúmlega 40 árum eltir
hann skepnuna til 7. áratugarins og
reynir að breyta atburðarásinni,
og fær að lokum hjálp frá sjálfum
K sem ungum manni (Josh Brolin).
Þristurinn er skemmtileg við-
bót við seríuna og er betri fram-
haldsmynd en önnur myndin. Will
Smith er fæddur í sitt hlutverk og
töffaraskapur Tommy Lee Jones
hefur ekkert minnkað þó leikarinn
sé nú á sjötugsaldri. Josh Brolin er
ótrúlegur sem hinn ungi K og nær
töktum persónunnar svo vel að á
köflum grunaði mig að einhver
tölvubrögð væru í tafli, en svo er
víst ekki.
Ég á erfitt með að setja mig
í spor áhorfenda sem ekki hafa
séð fyrri myndirnar, en fyrir
okkur sem þekkjum persónurnar
og sögusviðið er Men in Black 3
prýðileg skemmtun. Brellurnar
eru flottar og þrívíddin óvenju
safarík, en það er húmorinn og
léttleikinn sem gleðja mest. En
ekki hvað? Það hefði þó alveg
mátt dusta rykið af gamla titil-
laginu. Allavega hafði ég búið mig
undir að gerast jiggy með ferska
prinsinum.
Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Afbragðs tímaflakk.
Svartklæddu mennirnir hafa engu
gleymt.
Aftur til 1997
Í HANDHÆG
UM
UMBÚÐUM
NÝJUNG
Þræddir, bræddir, snæddir.
Í salatið, í nestisboxið, á ostapinnann og út í heita rétti.
Það eru nánast engin takmörk fyrir möguleikum ostakubbanna.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA