Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 75
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir26. MAÍ 2012 LAUGARDAGUR 114
Ein þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða hópferðir fyrir Íslendinga á fjarlægar slóð-
ir er Bjarmaland, ferðaskrifstofa
sem skipuleggur ferðir til Rúss-
lands og Úsbekistans á þessu ári.
Þessi lönd voru Íslendingum lengi
lokuð en stutt er síðan þau til-
heyrðu Sovétríkjunum sem voru
og hétu þar til í lok síðustu aldar.
Í f e r ð u n -
um t i l Rúss-
lands er boðið
upp á sigling-
ar á skemmti-
ferðaskipum,
fyrri ferðin er
30. ágúst til 10.
september en
þá er siglt frá
höfuðborginni
Moskvu til Pétursborgar. Síðari
siglingin er frá Astrakhan-borg
við Kaspíahaf til Moskvu, 23.
september til 7. október. Í haust,
16. – 30. október, er síðan mikil
ævintýraferð til Úsbekistans.
Margt framandi og áhugavert
er að sjá þarna eystra og blaða-
maður sló á þráðinn til Hauks
Haukssonar, framkvæmdastjóra
Bjarmalands ferðaskrifstofu, en
hann bjó lengi á þessum slóð-
um. Haukur starfaði meðal ann-
ars sem fréttaritari Ríkisútvarps-
ins á þeim sögulegu tímum þegar
fyrrum heimsveldið Sovétríkin
var að leysast upp á tíunda ára-
tugnum. „Þetta eru mjög vinsæl-
ar og f lottar ferðir,“ segir Hauk-
ur. „Um er að ræða stóran pakka
þar sem allt er innifalið, þannig
að ekki kemur til aukakostnaðar
vegna rútuaksturs, leiðsagnar og
skoðunarferða.“
Öll þægindi í boði
Fram kom í spjalli okkar að siglt
er eftir skipaskurðum og á stöðu-
vötnum en Rússar nota vatna-
leiðirnar í hinu stóra landi mikið,
bæði til vöru- og mannflutninga.
„Hinar miklu ár í landinu, svo
sem Volga, Don og Enisei, eru
víðast skipgengar og hafa miklir
skipaskurðir verið grafnir til að
tengja vatnaleiðirnar en einnig er
siglt eftir stöðuvötnunum Onega
og Ladoga við Pétursborg en La-
doga er stærsta stöðuvatn Evrópu.
Í siglingunum eru öll þægindi í
boði, allt frá morgunverðarhlað-
borði til ýmiss konar skemmti-
atriða á kvöldin. Þess á milli er
farið í margvíslegar skoðunar-
ferðir þar sem menningu og sögu
fólksins á viðkomandi svæði eru
gerð góð skil en í Rússlandi búa
um 120 mismunandi þjóðir með
mismunandi tungumál, menn-
ingu, trú og þjóðararfleið. Meðal
annars er komið til Tatarstan, vel
stæðs múslimalýðveldis við Volgu
en þar er höfuðborgin Kazan sem
hefur tekið miklum framförum
á síðustu árum, ekki síst vegna
olíu- og gastekna lýðveldisins.
Höfuðborg Rússaveldis Moskvu-
borg verður skoðuð hátt og lágt en
hún er stærsta borg Evrópu með
um 12 milljónir íbúa, saga borg-
arinnar er einstök allt frá því að
væringjar undir forystu Júra, hins
langhenta, stofnuðu þar virki og
settust að árið 1147. Á sínum tíma
var borgin höfuðborg heimsveld-
is og ber hún mikil merki þess en
arkitektúrinn ber víða merki gríð-
arlegs metnaðar og stórhugar.
Moskva er nú dýrasta borg heims
og er það tengt uppgangi í efna-
hagslífi landsins á undanförnum
árum og ber borgin þess mikil
merki að lífsstandard Moskvu-
búa er með því hæsta sem ger-
ist. Miklar andstæður eru á milli
sveitaþorpa og stórborganna,
ekki síst nú þegar efnahagsfram-
farir eru sem skyldi í Rússlandi,“
segir Haukur enn fremur.
Ný borg daglega
„Eftir að siglingin byrjar er komið
við í nýrri borg daglega en siglt er
á nóttinni, þannig eru fimm borgir
eða sveitaþorp heimsótt á leiðinni
á milli Moskvu og Pétursborgar.“ Í
Astrakhan – Moskvu siglingunni
er komið við í níu öðrum borg-
um að undantöldum upphafs- og
endaborginni, þeirra sögulegust
er borgin Volgograd sem betur
er þekkt undir sínu gamla nafni
Stalíngrad. Þar biðu herir Hitl-
ers-Þýskalands alvarlegan ósig-
ur fyrir Rauða hernum og þar
urðu þáttaskilin í Heimsstyrjöld-
inni síðari en mjög litlu munaði að
þýsku stríðsvélinni tækist að ýta
sovéska hernum ofan í Volgufljót í
gríðarlegum bardögum 1942 - ‘43.
Hefði það tekist hjá Þjóðverjum liti
heimurinn eflaust öðruvísi út í dag
en Stalíngrad-orrustan var einn
úrslitabardaga í heimsstyrjöldinni
síðari. Upphaflega nafn borgar-
innar er Tsaritsin en því nafni hét
hún á árunum 1589 – 1925 en þá
var hún nefnd eftir Kremlarbónd-
anum Jósef Stalín. Aðrar borgir á
vatnaleiðinni frá Moskvu til Ast-
rakhan eru t.d. Samara, Saratov
og Kazan.
Þægilegur ferðamáti
Skipulag siglinganna er með þeim
hætti að siglt er á nóttinni en deg-
inum er varið í skoðunarferðir
og aðra skemmtan, fullt fæði er
í veitingasölum skipsins og fjöl-
breytt skemmtidagskrá tekur við
á kvöldin. Haukur segir þennan
ferðamáta mjög þægilegan og að
skemmtisigling henti Íslendingum
vel á allan máta.
Skipin eru af svokallaðri „302
týpu“, lengdin er 130 m, djúprista
er um 3 m og farþegafjöldi er 260
manns. Í áhöfn eru rúmlega 100
manns allt frá eldhúsi, þjónum og
tónlistarmönnum til skipsstjóra
en starfsfólk sér um að öllum
líði sem best á meðan á siglingu
stendur. Þessi skip henta mjög
vel til mannflutninga á hinum
miklu vatnaleiðum Rússlands og
eru mikið notuð af heimamönn-
um, sérstaklega í skemmtiferð-
um. Þau eru smíðuð í massavís í
Austurríki og Þýskalandi og hafa
staðið sig með miklum ágætum.
Siglingartíminn er á sumrin frá
maí til október en á veturna þegar
ár og vötn eru frosin eru skipin í
þurrkví.
Spennandi ferðir um
Rússland og Úsbekistan
Talsverð breyting hefur orðið á ferðavenjum Íslendinga á síðari árum en framboð á ferðum til fjarlægra landa eykst stöðugt á
kostnað sólarlandaferða. Þannig kjósa stöðugt fleiri Íslendingar að skoða fjarlægar borgir og lönd í menningar- og söguferðum í stað
þess að flatmaga á sólarströndum Suður-Evrópu. Ferðaskrifstofan Bjarmaland býður nú óvenjulegar ferðir á framandi staði.
Haukur Hauksson
framkvæmdastjóri
Bjarmalands.
Eitt af þeim skipum sem siglt er á í ferðunum.
Moska í
Búkhara.
BJARMALAND
FERÐASKRIFSTOFA
Nánari upplýsingar um ferðirnar
má nálgast á heimsíðunni
www.bjarmaland.is eða með því
að senda
tölvupóst á
bjarmaland@bjarmaland.is
Síminn er 770 5060
Bjarmaland er á Facebook.
Kynningarfundur um ferðirnar
verður laugardaginn, 9. júní kl.
15:00 í MÍR salnum (Menn-
ingartengsl Íslands og Rússlands)
Hverfisgötu 105, Reykjavík.
7
Frá Moskvu.
Borgarvirkið í
Kazan
Registan torg í
Samarkand.
Úsbeki hvílir
sig í sólinni.