Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 36
26. maí 2012 LAUGARDAGUR36 A ð kvöldi hvers dags stendur Þormóð- ur Dagsson sjálfan sig að því að endur- hlaða Youtube og Facebook og gúggla hljómsveitina sína, Tilbury, til að skoða hvert þræðir veraldarvefsins hafa spunnist þann daginn. Allt frá því smáskífa með laginu Tenderloin kom út hefur Tilbury notið ótrú- legra vinsælda, þrátt fyrir að vera fram að því með öllu óþekkt band. Nú er platan Exorcise komin út og enn kætast gagnrýnendur. „Það er magnað að glænýtt band eins og okkar komist strax í svo mikla spil- un. Dreifing á tónlist er orðin ótrú- lega hröð og maður getur fylgst svo vel með öllum viðbrögðum sjálfur. Að gera status á Facebook og setja eitthvað á Youtube hefur fullt að segja,“ segir Þormóður sem er bæði hissa og stóránægður með viðbrögðin. „Ég hef verið í hljóm- sveitastarfi í áratug en aldrei upp- lifað neitt þessu líkt.“ Í eyrum hvers og eins Þormóður hefur leikið með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina, til að mynda Jeff Who?, Skakka- manage og Hudson Wayne. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann er sjálfur driffjöðrin að baki sam- starfinu. Hann semur flest lög og alla texta á plötunni, auk þess að syngja. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef farið af stað með mitt hug- arfóstur og tekið það alla leið. En áhrif frá öðrum böndum læðast inn í þetta og svo koma strákarnir auð- vitað með sinn hljóm líka.“ Hann segist sjálfur eiga erfitt með að skilgreina hljómsveitina, engin ein stefna eða hljómsveit sé fyrirmynd hennar og meðlimir hennar komi úr öllum áttum. „Ein- hver sagði rafrænt þjóðlagapopp en ég veit það ekki … ég held þetta fari bara eftir eyrum hvers og eins. Þetta er synthadrifið popp en á sama tíma er hefðbundinn bragur yfir þessu. Við höfum víðan bak- grunn sem tónlistarmenn og ég held að það skili sér á plötuna.“ Var orðinn leiður á bransanum Segja má að Tilbury hafi orðið til vegna þeirrar ákvörðunar Þormóðs að draga sig út úr íslenskum tón- listarbransa. Fyrir nokkrum árum hætti hann að spila og fór að læra umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. „Ég var búinn að vera í þessu í áratug og var orð- inn leiður á þessu. Þetta er mikið basl sem borgar lítið, eins og allir þekkja sem eru í þessu. Á meðan ég var að læra sá ég hins vegar að það var ekki eins auðvelt og ég hélt að slíta mig frá tónlistinni. Ég fór að glamra á píanó og gítar, meðfram lærdómnum, og þá urðu til lög sem mig langaði að gera eitthvað með.“ Hann leitaði til Árna Hlöðvers- sonar í FM Belfast og saman tóku þeir upp þrjá rafræna grunna. Á tónlistarhátíðinni Innipúkanum árið 2009 bauðst Þormóði svo að spila með þá grunna og fékk þá Örn Eldjárn frænda sinn í lið með sér. Þetta varð vísirinn að Tilbury, sem samanstendur auk þeirra tveggja af þeim Kristni Evertssyni, Ósk- ari Guðmundssyni og Magnúsi Tryggvasyni Elíasen. Hljómsveit- in byrjaði að vinna í plötunni haust- ið 2010 og lauk upptökum ári síðar. „Við tókum þetta í skorpum, lágum lengi yfir þessu, lögðum þetta svo frá okkur og tókum það svo upp aftur seinna. Ég er ánægður með að við unnum þetta svona og er mjög sáttur við afraksturinn.“ Kannski kemur skáldsaga Sem fyrr segir semur Þormóður flest lög og alla textana á plötunni. Textagerð liggur vel fyrir honum, enda hefur hún verið atvinna hans og áhugamál um nokkurt skeið. „Ég hef alltaf verið að fikta við texta- gerð og skáldskap, en ekkert sem ég hef farið lengra með. En þegar við vorum komnir með músíkina vant- aði texta og það var spark í rassinn fyrir mig,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi lengi haft áhuga á hvers kyns skrifum. „Ég hef í og með verið að fikta við smásagna- gerð. Mig langar einhvern tímann að skrifa skáldsögu, en mér finnst ég þurfa ákveðinn þroska til þess. Kannski kemur hún þegar ég hef frá einhverju almennilegu að segja.“ Í dag vinnur Þormóður sem þýð- andi hjá þýðingastofunni Skjali. Um tíma ritstýrði hann Málinu, sem kom út með Morgunblaðinu. Hann sá líka um bílablað Morgunblaðs- ins í tvö ár, á þeim miklu uppgangs- tímum þegar kaup á nýjum bílum voru á fjölmargra færi. „Þetta voru góðir tímar, ég var alltaf á nýjustu bílunum og fór stundum til útlanda að prufukeyra bíla. Þetta var sér- stakur heimur og gaman að kynn- ast honum, þó hann hafi átt lítið skylt við þá blaðamennsku sem ég hef kynnst,“ rifjar hann upp. Dúettinn Flugveikur og Morðóður Það er Hugleikur Dagsson, eldri bróðir Þormóðs, sem hannar plötu- kápu Exorcise. Þormóður segir hana hafa vakið mikla og verð- skuldaða athygli, enda liggi heilmik- il hugmyndavinna að baki henni, rétt eins og nafni hljómsveitarinn- ar. Tilbury er vísun í samnefnda sjónvarpsmynd og smásögu Þór- arins Eldjárn og um leið í íslensk- an þjóðsagnaarf. „Bróðir minn var með greinar í Grapevine lengi vel þar sem hann var að draga upp svona íslensk þjóðsagnaskrípi, sem hafa ótrúlega lítið litið dagsins ljós. Þarna er fullt af áhugaverðum kvik- indum sem er ótrúlega einkennilegt að hafi nokkurn tímann orðið til. Tilberi er skrýtið fyrirbæri. Þetta er einhvers konar kvikindi sem konur áttu að hafa galdrað fram og sent yfir á næstu bæi. Þar lagðist það á búfénaðinn, saug úr honum mjólkina og kom svo aftur heim og ældi smjöri og rjóma hjá tilbera- móðurinni. Það er einhver groddi við þetta sem er heillandi. Þessi saga, Tilbury, er mjög rík, þar sem Þórarinn blandar þessu þjóðsagna- fyrirbæri við það sem er að gerast á Íslandi þegar það er að umbyltast. Við vildum grípa þessa stemningu, að einhverju leyti.“ Fantasíuþyrst systkini Hugleikur og Þormóður voru saman í hljómsveitinni Útburðir þegar þeir voru yngri. Þeir mynda líka dúett- inn Flugveikur og Morðóður sem kemur fram í brúðkaupum og við önnur sérstök tilefni. „Við flytjum revíur, ég spila á píanó og hann syngur,“ segir Þormóður og glott- ir. Það má ímynda sér að þeir séu ágætir bræður. „Við vorum leik- félagar þegar við vorum litlir, en það eru þrjú ár á milli okkar svo við tvístruðumst aðeins á unglings- árum eins og gengur. En við höfum svo haldið áfram að leika eftir að við urðum fullorðnir. Við erum fínir bræður, náum vel saman og höfum tvinnað okkar áhugamál saman, hann með sína myndlist og ég í tón- listarstarfinu.“ Þeir bræður eiga líka þrjár eldri hálfsystur, sem þeir ólust ekki upp með. Þær pössuðu bræðurna þó og sinntu sínum systraskyldum, með því að fara með þá í bíó og annað skemmtilegt. Ein systranna er bókmenntafræðingurinn Úlfhild- ur Dagsdóttir sem þekkt er fyrir aðdáun sína og þekkingu á vísinda- skáldsögum og hrollvekjum. „Þessi fantasíuþorsti er í okkur öllum en hefur þróast á ólíkan hátt. Pabbi er trúarbragðafræðingur og var alltaf að lesa fyrir okkur úr goða- fræðinni og þeim sagnaheimi. Svo er mamma, Ingibjörg Hjartardóttir, líka rithöfundur.“ Vissi ekki að hann gæti sungið Áður en Þormóður fór að syngja með Tilbury var hann óvanur því að vera í forgrunni hljómsveita sinna, heldur hélt sig til baka á trommun- um. Hann hafði litla reynslu af söng, að undanskildum tíðum ferðum á Live Pub karókístaðinn. Freistandi er að spyrja hvernig hann kann við sig svona í forgrunni og hvar hann hefur falið sína hljómþýðu rödd! „Ég var voðalega smeykur á fyrstu tónleikunum. Maður er svo ber- skjaldaður þegar maður syngur. Ég er frekar lágmæltur að eðlisfari svo ég vissi ekki alveg hvernig þetta myndi koma út,“ segir Þormóður. Hann segist aldrei hafa haft nokkra hugmynd um að hann gæti sungið, ekki fyrr en Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir [tónlistar- og myndlistarkona] heyrði upptöku sem sameiginlegur vinur þeirra átti í fórum sínum, þar sem Þormóður söng. „Lóa var dug- leg að hrósa mér fyrir sönginn og sagði mér einhvern tímann að ég ætti að taka upp meiri söng. Það var mjög verðmæt viðurkenning fyrir mig, því ég hafði aldrei sungið opin- berlega eða fengið einhver viðbrögð við mínum söng.“ Honum líður stöðugt betur á svið- inu og þakkar það góðum spilafélög- um. „Það er svo gott að hafa gott band með sér. Þeir eru svo góðir spilarar að ég þarf engar áhyggjur að hafa af þeim. Ég get einbeitt mér að því að klikka ekki sjálfur.“ Mig langar einhvern tímann að skrifa skáldsögu, en mér finnst ég þurfa ákveðinn þroska til þess. Gúgglar sig á hverjum degi Hljómsveitin Tilbury spratt fram á sjónarsviðið með lagið Tenderloin, sem tónlistarspekúlantar hafa keppst við að lofa. Heilinn á bak við Tilbury er Þormóður Dagsson sem hefur komið víða við í íslenskum tónlistarheimi á undanförnum árum, en aldrei áður samið tónlistina sjálfur og sungið. Hann sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur að hann kynni sífellt betur við sig í forgrunni. VIÐ SLIPPINN HEIMA Þormóður býr enn á æskuslóðum sínum við slippinn í Reykjavík, í gömlu verksmiðjuhúsi sem seinna var breytt í fjölbýlishús. Hann hefur lengi beðið þess að Reykjavík verði almennileg hafnarborg og finnst það fyrst að rætast núna, þegar svæðið í kringum gamla slippinn er að taka á sig mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Með fróðleik í fararnesti LÍFRÍKI VÍFILSSTAÐAVATNS OG NÁGRENNIS Á morgun 27. maí, kl. 14:00 Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir og á morgun, sunnudag, munu Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands, og Sigurður Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, leiða gönguferð við Vífils- staðavatn. Ferðin er sérstaklega sniðin að börnum, ungmennum og fjölskyldum þar sem skoð- aður verður gróður, lífríki vatnsins og fuglar sem verða á vegi okkar. Hægt verður að skipta hópnum í tvennt svo að þeir sem vilja ganga fái til þess tækifæri og yngri kynslóðin finnur sér ýmis verkefni til dundurs á meðan. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Vífils- staðavatn kl. 14 og er gert ráð fyrir að ferðin taki um það bil tvær klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.