Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 45
– þó að þeir sæki ekki endilega námskeiðin. Við höfum
líka unnið mikið með Fullfrísk í gegnum tíðina en þær
hafa staðið fyrir meðgöngu- og mömmuleikfimi. Þær
munu að sjálfsögðu flytja með okkur. Viðbótarþjónusta
fyrir alla okkar meðlimi er svo jógatími á sunnudögum,
hlaupahópur og margt fleira. Það er því nóg framundan
og það gleður okkur að geta boðið upp á mikið og
fjölbreytt úrval námskeiða sem henta öllum. Við viljum að
Elliðaárdalurinn verði miðstöð hreyfingar og útivistar.“
Aðstaðan
Fyrir utan aukið rými til æfinga og náttúruna allt í
kring eru aðrar nýjungar sem fylgja þessu stóra skrefi.
Pottaaðstaða utandyra, veitingasala og barnagæsla eru
dæmi um það sem kemur til með að bæta þjónustu Boot
Camp enn frekar.
„Utandyra verður heitur og kaldur pottur ásamt
gufubaði og útiæfingasvæði. Þessi aðstaða verður klár
með haustinu. Við verðum með svokallaðan boostbar,
fjölbreytt úrval drykkja ásamt léttum tilbúnum réttum.
Eftir góða æfingu eða hressandi göngu í dalnum þá er
gott að setjast niður hvort sem er inni eða úti og fá sér
næringu.
Við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna sem eiga leið
um dalinn,“ segir Arnaldur Birgir og brosir.
Sumarið er tíminn
Sumrin eru einn vinsælasti árstíminn hjá Boot Camp. Ólíkt
því sem gerist hjá mörgum öðrum líkamsræktarstöðvum
minnkar aðsóknin ekki – þvert á móti.
„Í gegnum árin höfum við boðið upp á sumartilboð og
munum að sjálfsögðu gera það áfram. Verðið helst
óbreytt frá fyrri árum en með því viljum við bjóða alla
velkomna að eiga frábært Boot Camp sumar með okkur,“
segir Arnaldur Birgir.
„Það er fátt betra en að æfa úti og ekki síst þegar umhverfið er jafn fjölbreytt og í
Elliðaárdalum. Þegar viðrar vel erum við dugleg að færa æfingarnar undir bert loft
enda er ein sérstaða okkar sá hreyfanleiki að geta aðlagað æfingarnar að hvaða
aðstæðum sem er. Auk þess bjóðum við upp á sérstök útinámskeið s.s. Boot Camp
Outsiders, en sá hópur æfir utandyra allan ársins hring sama hvernig viðrar. Það er fátt
skemmtilegra en að taka góða æfingu á sífellt nýjum stöðum. Svo er hlaupanámskeið
undir heitinu Boot Camp Hlauparar enn ein nýjungin í sumar. Sá hópur er að fara af
stað og er hugsaður sem undirbúningur fyrir alla þá sem hafa áhuga á að bæta sig í
hlaupum. Því námskeiði lýkur svo á Reykjavíkurmaraþoninu. Skiptir þá engu hvort þú
sért að fara í skemmtiskokkið eða maraþon, þjálfunin miðast að þínu markmiði svo
allir geta bætt sig og æft í skemmtilegum hóp.”
Arnaldur Birgir segir að þrátt fyrir nýtt og glæsilegt húsnæði, aukna starfsemi,
bættari aðstöðu og betri og meiri þjónustu, muni það aldrei koma í stað þess sérstaka
andrúmslofts sem ríkir í Boot Camp.
„Þeir sem hafa einhvern tímann æft í Boot Camp geta vitnað til um það að hér ríkir
sérstakur andi sem fær fólk til að ná lengra og gera meira en það hafði nokkurn tímann
getað ímyndað sér,“ segir Arnaldur Birgir.
„Við tökum hinn sanna Boot Camp anda með okkur hvert sem við förum. Ég hvet auðvitað
alla til að koma og kíkja á það sem við höfum upp á að bjóða í sumar. Skemmtileg
líkamsrækt í einstöku umhverfi og með frábæru fólki. Hvað er hægt að hugsa sér betra?
Það geta allir verið með og því er ekkert annað eftir nema að skrá sig.“
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.bootcamp.is