Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 45

Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 45
– þó að þeir sæki ekki endilega námskeiðin. Við höfum líka unnið mikið með Fullfrísk í gegnum tíðina en þær hafa staðið fyrir meðgöngu- og mömmuleikfimi. Þær munu að sjálfsögðu flytja með okkur. Viðbótarþjónusta fyrir alla okkar meðlimi er svo jógatími á sunnudögum, hlaupahópur og margt fleira. Það er því nóg framundan og það gleður okkur að geta boðið upp á mikið og fjölbreytt úrval námskeiða sem henta öllum. Við viljum að Elliðaárdalurinn verði miðstöð hreyfingar og útivistar.“ Aðstaðan Fyrir utan aukið rými til æfinga og náttúruna allt í kring eru aðrar nýjungar sem fylgja þessu stóra skrefi. Pottaaðstaða utandyra, veitingasala og barnagæsla eru dæmi um það sem kemur til með að bæta þjónustu Boot Camp enn frekar. „Utandyra verður heitur og kaldur pottur ásamt gufubaði og útiæfingasvæði. Þessi aðstaða verður klár með haustinu. Við verðum með svokallaðan boostbar, fjölbreytt úrval drykkja ásamt léttum tilbúnum réttum. Eftir góða æfingu eða hressandi göngu í dalnum þá er gott að setjast niður hvort sem er inni eða úti og fá sér næringu. Við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna sem eiga leið um dalinn,“ segir Arnaldur Birgir og brosir. Sumarið er tíminn Sumrin eru einn vinsælasti árstíminn hjá Boot Camp. Ólíkt því sem gerist hjá mörgum öðrum líkamsræktarstöðvum minnkar aðsóknin ekki – þvert á móti. „Í gegnum árin höfum við boðið upp á sumartilboð og munum að sjálfsögðu gera það áfram. Verðið helst óbreytt frá fyrri árum en með því viljum við bjóða alla velkomna að eiga frábært Boot Camp sumar með okkur,“ segir Arnaldur Birgir. „Það er fátt betra en að æfa úti og ekki síst þegar umhverfið er jafn fjölbreytt og í Elliðaárdalum. Þegar viðrar vel erum við dugleg að færa æfingarnar undir bert loft enda er ein sérstaða okkar sá hreyfanleiki að geta aðlagað æfingarnar að hvaða aðstæðum sem er. Auk þess bjóðum við upp á sérstök útinámskeið s.s. Boot Camp Outsiders, en sá hópur æfir utandyra allan ársins hring sama hvernig viðrar. Það er fátt skemmtilegra en að taka góða æfingu á sífellt nýjum stöðum. Svo er hlaupanámskeið undir heitinu Boot Camp Hlauparar enn ein nýjungin í sumar. Sá hópur er að fara af stað og er hugsaður sem undirbúningur fyrir alla þá sem hafa áhuga á að bæta sig í hlaupum. Því námskeiði lýkur svo á Reykjavíkurmaraþoninu. Skiptir þá engu hvort þú sért að fara í skemmtiskokkið eða maraþon, þjálfunin miðast að þínu markmiði svo allir geta bætt sig og æft í skemmtilegum hóp.” Arnaldur Birgir segir að þrátt fyrir nýtt og glæsilegt húsnæði, aukna starfsemi, bættari aðstöðu og betri og meiri þjónustu, muni það aldrei koma í stað þess sérstaka andrúmslofts sem ríkir í Boot Camp. „Þeir sem hafa einhvern tímann æft í Boot Camp geta vitnað til um það að hér ríkir sérstakur andi sem fær fólk til að ná lengra og gera meira en það hafði nokkurn tímann getað ímyndað sér,“ segir Arnaldur Birgir. „Við tökum hinn sanna Boot Camp anda með okkur hvert sem við förum. Ég hvet auðvitað alla til að koma og kíkja á það sem við höfum upp á að bjóða í sumar. Skemmtileg líkamsrækt í einstöku umhverfi og með frábæru fólki. Hvað er hægt að hugsa sér betra? Það geta allir verið með og því er ekkert annað eftir nema að skrá sig.“ Allar nánari upplýsingar er að finna á www.bootcamp.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.