Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012106 Anna Margrét, 19 ára, stund-ar nám við Menntaskól-ann í Reykjavík. Síðastlið- ið sumar fór hún ásamt kærustu sinni á Interrail um Evrópu. „Þegar keyptur er Interrail- miði fæst aðgangur að lestum í 30 Evrópulöndum. Margir nýta sér þessa miða, enda er þetta ódýr og skemmtileg leið til þess að skoða Evrópu. Erfitt er þó að skoða alla álfuna í einni ferð en einn Interra- il-miði gildir í einn mánuð.“ Gott að hafa vin Anna segir að það sé mikilvægt að hafa einhvern með sér á svona löngu ferðalagi. „Ég kynntist fullt af fólki en það er samt gott að hafa einhvern sem maður þekkir vel og treystir,“ segir Anna. Hún ferðaðist í mánuð en ferða- lagið byrjaði í Kaupmannahöfn. Þaðan var farið til Berlínar. Þær komu einnig við í Amsterdam, Róm, Feneyjum, París, London og Skotlandi. Margir Interrail-far- ar gista í tjöldum í norðanverðri Evrópu en þær voru svo heppnar að fá að gista í heimahúsum hjá vinafólki eða fjölskyldu í flestum borgunum. Þær voru þó á farfugla- heimilum í Róm og Feneyjum og hóteli í Kaupmannahöfn. Allir að prófa Anna Margrét segir að það þurfi allir að prófa að fara einu sinni á Interrail en hún ætlar sér að fara aftur í framtíðinni og fara þá austar í álfuna. „Það sem stóð upp úr er að við vorum alltaf á á ferðalagi,“ segir Anna, en henni fannst skrítið að koma heim og vera ekki lengur að ferðast næstum því daglega og vera alltaf að hlakka til þess að koma á næsta stað. Góð reynsla Þetta var í fyrsta skiptið sem Anna fór í svona stórt ferðalag og segir hún að þetta hafi verið skemmti- leg reynsla og að hún hafi lært mikið af henni. „Það mikilvæg- asta er að hafa ferðafélaga sem maður þekkir vel og getur kom- ist að samkomulagi við um hvert skal fara og hvað á að gera. Þegar stærri hópar fara saman á Int- errail getur komið upp ósætti ef margir eru ósammála.“ Margt sem þarf að passa Þegar farið er í Interrail ferðalag þarf að ýmsu að hyggja og margt sem þarf að passa upp á. „Mikil- vægt er að taka nógu stóran bak- poka með sér og ekki gleyma að pakka þyngstu hlutunum í miðj- una til þess að fara ekki illa með bakið,“ segir Anna Margrét en bakpokinn ætti aldrei að fara yfir 15 kíló. „Gott er að taka með sér nokkra plastpoka fyrir óhreinu fötin og líka til þess að skipta niður dótinu í bakpokanum. Aðeins ætti að taka nauðsynlegar snyrti- og hreinlætisvörur og ekki gleyma naglaklippunum. Þá er gott að vera með veski innan klæða til að geyma passann, gjaldeyrinn, kortin og öll mikilvæg skjöl.“ Ekki kaupa mikið Á síðunni www.interrailer.com er hægt að reikna út væntanlegan kostnað á ferðinni en ferðin getur verið mjög ódýr ef gist er í tjöld- um og á gistiheimilum. „Þá er mikilvægt að vera ekki að versla of mikið. Þá þyngist bakpokinn og lítill peningur gæti verið eftir í lok ferðarinnar.“ gunnhildur@365.is Allir ættu að prófa að fara á Interrail Menntaskólaneminn Anna Margrét Ólafsdóttir fór á Interrail ferðalag um Evrópu í fyrrasumar. Hún segir það hafa verið frábæra upplifun. Anna mælir með Interrail-ferðum fyrir alla. MYND/VALLI Road trip“ er sívinsæll ferða-máti en þá er bíllinn hlað-inn og keyrt borga, bæja og jafnvel landa á milli. Kostnaður- inn við slíkar ferðir er æði mis- jafn og getur auðveldlega hlaupið upp úr öllu valdi. Hér eru nokkur ráð til að spara aurinn. Deilið bíl með öðrum Víða um heim er orðið vin- sælt að ókunnugir sam- einist í bíla til að kom- ast frá A til B og þess vegna á milli landa. Til eru fjölmargar heima- síður þar sem hægt er að komast í samband við aðra ferðalanga á sömu leið. Þannig má spara sér umtalsverðan bensín- og ferðakostn- að auk þess sem það er umhverfisvænna að ferðast fleiri saman í stað þess að allir séu á einkabíl. Þessi aðferð er auk þess umtalsvert öruggari og skilvirkari en að fara á puttan- um. Dæmi um síður sem halda utan um svona ferðir eru: eri- deshare.com og craigslist.org. Leigið ódýran bílaleigubíl Það eru ekki allir jafn hrifn- ir af því að fá far með öðrum enda þarf að vera nokkuð skraf- hreifinn. Þá getur verið betra að veðja á bílaleigubíl ef eigin bíll er ekki fyrir hendi. Til er aragrúi af bílaleigum en mikilvægt er að gera verðsam- anburð. Skoð- ið síður á borð við hotwire.com og expedia. com. Útbúið nesti Með því að útbúa eigið nesti er hægt að komast hjá miklum út- gjöldum enda vegasjoppur með þeim dýrustu sem völ er á. Eins eru miklar líkur á að mataræð- ið á ferðalaginu verði fjölbreytt- ara og heilsusamlegra. Gott er að hafa kælibox meðferðis en þannig getur maturinn dugað í nokkra daga. Ef halda á í lang- ferð er svo hægt að nesta sig reglulega upp í góðri matvöru- verslun. Tjaldið eða veljið heimagist- ingu Einhvers staðar verður að halla höfði en gistikostn- aður er jafnan stór út- gjaldaliður á ferða- lögum. Til að halda útgjöldunum í lág- marki má flakka á milli tjaldstæða en þá gildir að eiga góðan búnað. Eins hefur færst í vöxt að ferðalangar fái að gista á sófanum hjá gestrisn- um heimamönnum. Á vefnum CouchSurfing.org er að finna fólk sem býður gistingu á sóf- anum víðs vegar um heim gegn vægu gjaldi. Verði þessi leið fyrir valinu gefst oft einstakt tæki- færi til að kynnast heimamönn- um, venjum þeirra og menningu og oft verða til órjúfanleg vina- bönd. Veljið ókeypis afþreyingu Peningarnir eru fljótir að hverfa í skemmtigörðum á borð við Dis- neyland. Farið á ströndina, í fjall- göngu eða lautar- ferð í opinberum garði. Það er ávís- un á frábæra skemmtun. Þá má þefa upp alls kyns ókeypis upp- ákomur, götu- hátíðir og tón- leika og oft nægj- anlegt að skoða heimasíður tiltekinna bæja eða borga. Kostnaðinum haldið niðri Víða um heim sameinast ókunnugir í bíla til að komast frá A til B. NORDICPHOTOS/GETTY ALMENN LEIÐSÖGN OG GÖNGULEIÐSÖGN Leiðsöguskólinn sími: 594 4025 Draumastarfið í draumalandinu LEIÐSÖGU SKÓLINN WWW.MK.IS Ef þér finnst gaman að ferðast um Ísland og umgangast erlenda ferðamenn þá gæti leiðsögunám verið fyrir þig. Leiðsögunám er fjölbreytt og skemmtilegt og getur opnað dyr að áhugaverðu og krefjandi starfi. INNRITUN STENDUR TIL 31. MAÍ Kannt þú erlend tungumál? Bakpokinn ætti ekki að vera þyngri en 15 kíló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.