Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 4
26. maí 2012 LAUGARDAGUR4
KÖNNUN Ríflega sex af hverjum tíu, 60,6 pró-
sent, af þeim sem afstöðu tóku í skoðana-
könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 finnst
embætti forseta Íslands mjög eða frekar mikil-
vægt. Um 16,2 prósentum þykir embættið
mjög eða frekar lítilvægt og 23,2 prósent telja
það hvorki mikilvægt né léttvægt.
Talsverður munur er á afstöðu til embættis
forseta eftir kynjum. Um 66 prósent þeirra
kvenna sem tóku afstöðu til spurningarinnar
töldu embættið mjög eða frekar mikilvægt, en
55,5 prósent karla.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks telja frekar að embættið sé
mikil vægt en stuðningsmenn Samfylkingar-
innar og Vinstri grænna.
Alls telja 71,9 prósent framsóknarmanna og
67 prósent sjálfstæðismanna embættið mjög
eða frekar mikilvægt. Helmingur stuðnings-
manna Samfylkingarinnar, 50 prósent, og 47,1
prósent stuðningsmanna Vinstri grænna telja
embættið mikilvægt.
Hringt var í 1.326 manns þar til náðist í
800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mið-
vikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí.
Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr
þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni
og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Spurt var: Hversu mikilvægt eða lítilvægt
á skalanum 1 til 5 telur þú embætti forseta
Íslands? Alls tóku 96,4 prósent þeirra sem
náðist í afstöðu til spurningarinnar. - bj
Sex af tíu þykir embætti forseta Íslands mikilvægt samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2:
Konur telja forsetann mikilvægari en karlar
Mjög lítilvægt
6,9%
Frekar lítilvægt
9,3%
Hvorki mikilvægt
né lítilvægt
23,2%
Frekar mikilvægt
28,9%
Mjög mikilvægt
31,7%
Mikilvægi embættis forseta Íslands
HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG
STÖÐVAR 2 DAGANA 23. OG 24. MAÍ 2012
GENGIÐ 25.05.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
224,6096
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,92 129,54
202,14 203,12
162,11 163,01
21,813 21,941
21,435 21,561
18,029 18,135
1,6201 1,6295
195,62 196,78
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Ranglega var sagt í umfjöllun um skoð-
anakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar
2 að könnunin hefði verið gerð 23. og
24. mars eða apríl. Eins og réttilega
kom fram annars staðar í blaðinu var
könnunin gerð 23. og 24. maí.
LEIÐRÉTT
ÞEKKT ANDLIT Fiskborð hefur ýmislegt
að geyma en aðeins fáar tegundir skila
sér þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SJÁVARÚTVEGUR Urrari, vogmær
og túnfiskur er meðal þess sem
hefur skilað sér í land af íslenska
fiskiskipaflotanum, samkvæmt
samantekt Landssambands smá-
bátamanna úr tölum Fiskistofu.
Það sem af er fiskveiðiári hafa
alls 61 fiskitegund veiðst hér við
land á móti 60 í fyrra. Blágóma
og digra-geirsíli hafa ekki enn
skilað sér í land eins og fyrri ár.
Jafnmikið hefur veiðst af urr-
ara, vogmey og túnfiski, alls sex
tonn, og eitt tonn af smokkfiski
og fjögur tonn af digra-geirsíli.
- shá
Urrara og vogmær landað:
Sextíu tegundir
hafa skilað sér
SAMFÉLAGSMÁL Tekjur Íslandsspila
af spilakössum hafa dregist saman
ár frá ári eftir hrun. Samdráttur-
inn kemur verulega illa við eigend-
urna, sem eru Rauði kross Íslands
(RKÍ), Slysavarnafélagið Lands-
björg og SÁÁ, enda eru tekjurnar
stór hluti af rekstrarfé þeirra.
Magnús Snæbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandsspila, segir
að frá árinu 2008 hafi tekjur fyr-
irtækisins af söfnunarkössum
dregist saman jafnt og þétt. Heild-
artekjur í fyrra voru 1.330 millj-
ónir og drógust saman um fjögur
prósent á milli ára. Tekjurnar árið
2008 voru hins vegar rúmar 1.600
milljónir og samdrátturinn eftir
hrun er því fimmtungur af tekjum
á tímabilinu. Rauði krossinn,
Landsbjörg og SÁÁ skipta um 60
til 70% þessarar fjárhæðar á milli
sín, eða um milljarði árið 2008. Um
18% samdráttur er því þungt högg
fyrir rekstur góðgerðarfélaganna.
„Ástæðan er auðvitað sú að fólk
hefur minna á milli handanna,
en þá er aðeins hálf sagan sögð,“
segir Magnús. „Umhverfi þessa
rekstrar hefur gjörbreyst. Net-
spilun verður sífellt algengari og
er áætlað að allt að 1,5 milljarðar
króna renni frá Íslandi í vasa
erlendra aðila. Netspilun er því
orðinn stór póstur í íslensku happ-
drættislífi sem okkur er meinað að
taka þátt í.“
„Við höfum margoft fundað með
innanríkisráðherra [Ögmundi Jón-
assyni] sem sér ekki okkar rök. Á
meðan fer ekki króna af þessum
tekjum til innlendra góðgerðar-
mála“, segir Magnús.
Í ársreikningum Rauða krossins
kemur fram að á milli áranna 2010
og 2011 lækkuðu tekjur af spila-
kössum um 11% að teknu tilliti til
verðlags. Munurinn var enn meiri
milli áranna 2010 og 2009 þegar
tekjurnar drógust saman um
17,5%. Tekjur RKÍ af spila kössum
árið 2008 voru 615 milljónir en
512 milljónir í fyrra sem var
þriðjungur af öllum tekjum. Hlut-
fallið af tekjum var nálægt því
helmingur árið 2008.
Guðmundur Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Lands bjargar,
segir að samdráttur í tekjum
björgunarsveitanna frá Íslands-
spilum sé tæp 25% milli áranna
2008 og 2011. Hann er uggandi um
framhaldið. „Nú erum við komnir
á þann stað að við þurfum að skera
niður í rekstri.“ svavar@frettabladid.is
Góðgerðarstarf líður fyrir
tekjuhrun í spilakössum
Tekjur Íslandsspila hafa lækkað um fimmtung frá hruni. Góðgerðarstarf Rauða krossins, Landsbjargar og
SÁÁ líður fyrir. Netspilun tekur sífellt stærri sneið af kökunni. Frjáls félagasamtök fá ekki aðgang að netinu.
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi 19. maí 2012 samþykkir eftirfarandi ályktun:
Ályktun Rauða kross Íslands á aðalfundi
BJÖRGUN Starf Landsbjargar, RKÍ og SÁÁ þarf ekki að kynna. Mikill hluti tekna félaganna kemur frá rekstri söfnunarkassa.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
S
ÍA
1
20
75
3
STÚDENTAGJAFIRNAR FÁST
HJÁ JÓNI OG ÓSKARI
Stúdentarósin 2012
úr 14 kt gulli
kr. 19.900
Stúd asent tjarnan 2012
úr 14 kt gulli
kr. 16.500
Stúd ntase tjarnan /Silfur
kr. 7.900
www.jonogoskar.is / Sími 5524910 / Laugavegur / Smáralind / Kringlan
Kaupa 12 eftirlitsmyndavélar
Borgarráð hefur heimilað fram-
kvæmda- og eignasviði að kaupa
tólf eftirlitsmyndavélar til að nota í
miðborginni. Vélarnar kosta alls átta
milljónir króna.
REYKJAVÍKURBORG
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
22°
22°
24°
22°
22°
19°
19°
24°
21°
25°
28°
32°
24°
23°
17°
17°Á MORGUN
Víða fremur
hægur vindur
MÁNUDAGUR
Hægur eða fremur
hægur vindur
10
10
10
11
14 15
7
16
19
10
11
8
10 6
7
8
4
3
8
7
10
8
9
10
12
12
14
11
15
16
13
13
GRILLVEÐUR A-TIL
Er þetta Vopna-
fjörður eða Baku?
Hiti að 23 stigum
NA-til í dag og bjart
veður. Úrkoma og
strekkingur NV- og
V-til en styttir upp
í fyrramálið. Hæg-
lætis veður og bjart
víðast hvar á morg-
un og á mánudag.
Þó líkur á þokulofti
við ströndina.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
■ Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á mikilvægi
söfnunarkassa sem megintekjulindar félagsins sem
gerir Rauða krossinum kleift að sinna verkefnum á
sviði mannúðar og félagslegs öryggis auk lögbundinna
verkefna á sviði neyðarvarna.
■ Tekjur af söfnunarkössum hafa verið megintekjulind
félagsins allt frá árinu 1972 og ljóst er að ef Rauði
krossinn yrði sviptur þessum tekjum án þess að nýjar
tekjur kæmu til yrði að leggja meirihluta starfsemi
félagsins niður.
■ Innanríkisráðherra [Ögmundur Jónasson] hefur boðað
nýtt lagaumhverfi spilastarfsemi á Íslandi í lok árs
2012. Rauði krossinn á Íslandi óskar eindregið eftir því
við innanríkisráðherra að ný lög tryggi áframhaldandi
tekjulind félagsins og tryggi einnig jafnræði þeirra
aðila á Íslandi sem notið hafa góðs af spilastarfsemi.